Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mat eða einhverjum æfingum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Já, í stuttu máli sagt, er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mataræði og æfingum.

Testósterón er helsta karlkynhormónið og er myndað í millifrumum eistnanna. Það stuðlar að myndun sáðfrumna og karlkyneinkenna, kynhvöt og aukningu vöðva- og beinmassa. Það getur einnig haft góð áhrif á ýmsa andlega þætti og stuðlað að vellíðan og sjálfsöryggi. Konur mynda einnig svolítið testósterón í eggjastokkunum og nýrnahettuberki og er testósterón talið stuðla að kynhvöt hjá þeim, líkt og hjá körlum.

Testósterónmagn líkamans er mjög breytilegt eftir einstaklingum og fer eftir aldri, efnasamsetningu líkamans (hlutfall vöðvamassa), erfðum og mataræði.

Það er til mikið af vörum á markaðnum sem auka testósterónmagnið, til dæmis ýmsar framandi jurtir sem innihalda testósterónlík efni og einnig testósterónhormónaplástrar og -gel. Það er þó í raun óþarfi að eyða peningum í slíkar vörur, því hægt er að auka testósterónmagn líkamans á náttúrulegan hátt með því að borða fæðutegundir sem innihalda mikið af sinki og B-vítamínum.

Dæmi um slíkar fæðutegundir eru hráar ostrur sem innihalda mikið sink, feitur fiskur eins og lax sem inniheldur mikið af lífsnauðsynlegum fitusýrum og B-vítamínum, hnetur og fræ en þar er að finna mikið af lífsnauðsynlegum fitusýrum og sinki. Varast verður þó að borða mikið af þeim vegna þess hve hátt orkuinnihald þeirra er. Kalkúnn er sérlega sinkríkur og egg eru góð uppspretta B-vítamína. Magurt rautt kjöt er góð uppspretta sinks, járns og B-vítamína. Lárperur (avókadó) innihalda mikið af B6-vítamíni sem er nauðsynlegt við myndun testósteróns og kalíum sem á þátt í stjórnun skjaldkirtils kvenna sem leiðir til örvunar kynhvatar hjá þeim. Að lokum má nefna spergil (e. asparagus) sem inniheldur mikið af E-vítamíni sem er talið örva testósterónmyndun og stuðla að heilbrigði æxlunarfæra.



Ostrur er ein þeirra fæðutegunda sem auka testósterón.

Einnig er hægt að auka testósterónmagn líkamans með líkamsrækt en það er ekki sama hvers konar líkamsrækt um ræðir. Þolþjálfun gerir til dæmis ekki sama gagn og lyftingar þegar kemur að því að auka testósterónmagn líkamans. Rannsóknir sýna að bestur árangur næst ef stórir vöðvahópar eru notaðir að þolmörkum. Það gerir sem sagt lítið gagn að lyfta léttum lóðum oft, heldur á að taka á honum stóra sínum með mörgum vöðvum í einu. Dæmi um slíka æfingu er að setjast á hækjur sér haldandi á lóðum og standa upp aftur til skiptis. Þetta reynir á marga vöðva, ekki síst bakvöðva og er því mjög mikilvægt að gera þetta rétt. Þungaberandi æfingar hafa sem sagt mest áhrif og það án þess að nota stera eða vaxtarhormón.

Þolþjálfun getur einnig falið í sér æfingar sem gagnast í að auka testósterónmagnið. Sprettir í 10-20 sekúndur á hámarksátaki (eins og til dæmis að „hjóla upp brekku“ í „spinning“-æfingu eða í háum gír á þrekhjóli eins hratt og maður getur) og hægja svo á niður í hóflegan hraða í smástund og taka svo sprett aftur. Þetta á að endurtaka 4-10 sinnum.

Áður en farið er út í miklar breytingar á lífsstíl til að auka testósterónmagnið í líkamanum er gott að ráðfæra sig við heimilislækni sinn vegna þess að hver einstaklingur er sérstakur og þarf að taka tillit til heilsu hvers og eins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

30.5.2011

Spyrjandi

Einar Bjarni Sigurpálsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mat eða einhverjum æfingum?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57452.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2011, 30. maí). Er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mat eða einhverjum æfingum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57452

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mat eða einhverjum æfingum?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57452>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mat eða einhverjum æfingum?
Já, í stuttu máli sagt, er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mataræði og æfingum.

Testósterón er helsta karlkynhormónið og er myndað í millifrumum eistnanna. Það stuðlar að myndun sáðfrumna og karlkyneinkenna, kynhvöt og aukningu vöðva- og beinmassa. Það getur einnig haft góð áhrif á ýmsa andlega þætti og stuðlað að vellíðan og sjálfsöryggi. Konur mynda einnig svolítið testósterón í eggjastokkunum og nýrnahettuberki og er testósterón talið stuðla að kynhvöt hjá þeim, líkt og hjá körlum.

Testósterónmagn líkamans er mjög breytilegt eftir einstaklingum og fer eftir aldri, efnasamsetningu líkamans (hlutfall vöðvamassa), erfðum og mataræði.

Það er til mikið af vörum á markaðnum sem auka testósterónmagnið, til dæmis ýmsar framandi jurtir sem innihalda testósterónlík efni og einnig testósterónhormónaplástrar og -gel. Það er þó í raun óþarfi að eyða peningum í slíkar vörur, því hægt er að auka testósterónmagn líkamans á náttúrulegan hátt með því að borða fæðutegundir sem innihalda mikið af sinki og B-vítamínum.

Dæmi um slíkar fæðutegundir eru hráar ostrur sem innihalda mikið sink, feitur fiskur eins og lax sem inniheldur mikið af lífsnauðsynlegum fitusýrum og B-vítamínum, hnetur og fræ en þar er að finna mikið af lífsnauðsynlegum fitusýrum og sinki. Varast verður þó að borða mikið af þeim vegna þess hve hátt orkuinnihald þeirra er. Kalkúnn er sérlega sinkríkur og egg eru góð uppspretta B-vítamína. Magurt rautt kjöt er góð uppspretta sinks, járns og B-vítamína. Lárperur (avókadó) innihalda mikið af B6-vítamíni sem er nauðsynlegt við myndun testósteróns og kalíum sem á þátt í stjórnun skjaldkirtils kvenna sem leiðir til örvunar kynhvatar hjá þeim. Að lokum má nefna spergil (e. asparagus) sem inniheldur mikið af E-vítamíni sem er talið örva testósterónmyndun og stuðla að heilbrigði æxlunarfæra.



Ostrur er ein þeirra fæðutegunda sem auka testósterón.

Einnig er hægt að auka testósterónmagn líkamans með líkamsrækt en það er ekki sama hvers konar líkamsrækt um ræðir. Þolþjálfun gerir til dæmis ekki sama gagn og lyftingar þegar kemur að því að auka testósterónmagn líkamans. Rannsóknir sýna að bestur árangur næst ef stórir vöðvahópar eru notaðir að þolmörkum. Það gerir sem sagt lítið gagn að lyfta léttum lóðum oft, heldur á að taka á honum stóra sínum með mörgum vöðvum í einu. Dæmi um slíka æfingu er að setjast á hækjur sér haldandi á lóðum og standa upp aftur til skiptis. Þetta reynir á marga vöðva, ekki síst bakvöðva og er því mjög mikilvægt að gera þetta rétt. Þungaberandi æfingar hafa sem sagt mest áhrif og það án þess að nota stera eða vaxtarhormón.

Þolþjálfun getur einnig falið í sér æfingar sem gagnast í að auka testósterónmagnið. Sprettir í 10-20 sekúndur á hámarksátaki (eins og til dæmis að „hjóla upp brekku“ í „spinning“-æfingu eða í háum gír á þrekhjóli eins hratt og maður getur) og hægja svo á niður í hóflegan hraða í smástund og taka svo sprett aftur. Þetta á að endurtaka 4-10 sinnum.

Áður en farið er út í miklar breytingar á lífsstíl til að auka testósterónmagnið í líkamanum er gott að ráðfæra sig við heimilislækni sinn vegna þess að hver einstaklingur er sérstakur og þarf að taka tillit til heilsu hvers og eins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...