Eru egg hollari hrá en soðin og er hrár og ferskur matur almennt hollari en eldaður?Almennt má segja að með tilliti til örverufræðilegra þátta séu elduð matvæli öruggari en fersk. Það stafar af því að hitameðhöndlun dregur mikið úr örverumagni í matvælum og minnkar þannig hættu á hvers konar matarsýkingum. Að þessu leyti má segja um egg að þau geta ekki talist hollari hrá en til dæmis soðin. Eggjaskurnin ver innihaldið frá bakteríum og því er það fyrst og fremst krossmengun frá ytra borði eggjaskurnar eftir að skurnin hefur verið brotin sem getur orsakað að hrátt egg beri með sér sýkla. Einnig er mögulegt að hrá egg frá sýktum hænum innihaldi bakteríur sem geta valdið matarsýkingum, en slíkt er þó afar sjaldgæft.
