Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við hvaða hitastig lifir sæði?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Í hverjum mánuði myndar karlmaður um 12 milljarða sáðfrumna í hlykkjóttum sáðpíplum eistna, sem eru í pungnum, húðpoka milli læra fyrir utan líkamann. Ástæðan fyrir því að eistun eru utan líkamans er sú að kjörhitastig fyrir sáðfrumumyndun er nokkuð lægra en eðlilegur líkamshiti, eða um 34-35°C.

Eitt helsta hlutverk pungsins er að sjá til þess að hitastigi eistna haldist sem næst kjörhitastiginu. Þess vegna slaknar á honum í heitu veðri en í kulda skreppur hann saman og þrýstir eistunum að líkamanum til að þau kólni ekki um of. Sé hiti í pungnum of hár hefur það áhrif á frjósemi karlmannsins vegna þess að þá myndast minna af sáðfrumum en æskilegt er.

Sáðfrumur eru viðkvæmar fyrir hita og þess vegna geymdar "utan" við líkamann.

Við sáðlát losna 2,5-5 millilítrar af sæði með 50-150 milljónir sáðfrumna í hverjum millilítra. Þegar fjöldinn minnkar niður fyrir 20 milljónir er maðurinn að öllum líkindum ófrjór. Magn sáðfrumna er svona gífurlegt vegna þess að aðeins lítið brot af þeim komast alla leið að egginu í eggjaleiðara konu.

Fjöldi sáðfrumna fer þó að einhverju leyti eftir því hversu langt er á milli sáðláta. Eftir myndun sáðfrumna í sáðpíplum berast þær í mjög hlykkjótta rás ofan á eistanu sem heitir eistnalyppa. Þar þroskast þær og verða færar um að frjóvga egg. Sáðfrumur geta safnast fyrir og geymst í eistnalyppu í allt að tvær vikur og því lengur sem líður milli sáðláta því meira er af sáðfrumum í sæðinu. Þetta gildir þó aðeins upp að vissu marki því ef sáðfrumurnar þurfa að bíða of lengi eyðast þær.

Kynkerfi karla.

Sæði inniheldur ekki eingöngu sáðfrumur, þær eru ekki nema 2-5% af rúmmáli sæðis. Hinn hluti sæðis er sáðvökvi sem er myndaður af nokkrum kirtlum sem tilheyra karlkynkerfinu. Þeir eru tvær sáðblöðrur, einn blöðruhálskirtill og tveir litlir klumbukirtlar.

Um 60% af rúmmáli sæðis er sáðvökvi frá tveimur sáðblöðrum sem eru í grindarholinu bak við þvagblöðruna. Sáðblöðruvökvinn er basískur sem veldur því að þrátt fyrir örlítið súran vökva frá blöðruhálskirtli er sæði örlítið basískt eða með pH 7,2-7,7. Sáðblöðruvökvinn er seigfljótandi og inniheldur frúktósa, prostaglandín og storknunarprótín sem eru önnur en samsvarandi prótín í blóði. Basíski hluti vökvans hlutleysir súrt umhverfi þvagrásarinnar sem annars myndi gera sáðfrumur óvirkar og deyða þær. Frúktósinn er orkugjafi sáðfrumnanna en prostaglandínin veita þeim hreyfanleika og lífvæni. Einnig er talið að þau örvi vöðvasamdrátt í innri kynfærum konunnar. Storknunarprótínin valda kekkjun sæðis eftir sáðlát.

Um 25% af rúmmáli sæðis er vökvi frá blöðruhálskirtlinum. Blöðruhálskirtillinn er undir þvagblöðrunni og liggur þvagrásin í gegnum hann frá þvagblöðrunni út í typpið. Hann seytir þunnan, mjólkurlitaðan, örlítið súran (pH um 6,5) vökva sem inniheldur sítrónusýru, sem sáðfrumur geta nýtt sem orkugjafa, sýru-fosfatasa sem er ensím með óþekkt hlutverk og nokkur prótínmeltingarensím, svo sem vaka sem er sértækur fyrir blöðruhálskirtilinn (e. PSA = prostate-specific antigen).

Klumbukirtlarnir eru álíka stórir og baunir. Þeir eru sitt hvoru megin við þvagrásina undir blöðruhálskirtlinum. Við kynörvun seyta klumbukirtlar basískt efni í þvagrásina sem verndar sáðfrumur fyrir sýrum úr þvagi með því að hlutleysa þær. Einnig seyta þeir slími sem smyr enda typpis og þvagrásina sem auðveldar ferð sáðfrumna um hana.

Auk þeirra efna sem hafa verið talin upp hér er bakteríudrepandi efni í sæði. Talið er að það haldi náttúrulegum bakteríugróðri í sæði og leggöngum kvenna í skefjum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

10.4.2008

Síðast uppfært

25.6.2018

Spyrjandi

Sigrún Egilsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Við hvaða hitastig lifir sæði?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2008, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7339.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 10. apríl). Við hvaða hitastig lifir sæði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7339

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Við hvaða hitastig lifir sæði?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2008. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7339>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við hvaða hitastig lifir sæði?
Í hverjum mánuði myndar karlmaður um 12 milljarða sáðfrumna í hlykkjóttum sáðpíplum eistna, sem eru í pungnum, húðpoka milli læra fyrir utan líkamann. Ástæðan fyrir því að eistun eru utan líkamans er sú að kjörhitastig fyrir sáðfrumumyndun er nokkuð lægra en eðlilegur líkamshiti, eða um 34-35°C.

Eitt helsta hlutverk pungsins er að sjá til þess að hitastigi eistna haldist sem næst kjörhitastiginu. Þess vegna slaknar á honum í heitu veðri en í kulda skreppur hann saman og þrýstir eistunum að líkamanum til að þau kólni ekki um of. Sé hiti í pungnum of hár hefur það áhrif á frjósemi karlmannsins vegna þess að þá myndast minna af sáðfrumum en æskilegt er.

Sáðfrumur eru viðkvæmar fyrir hita og þess vegna geymdar "utan" við líkamann.

Við sáðlát losna 2,5-5 millilítrar af sæði með 50-150 milljónir sáðfrumna í hverjum millilítra. Þegar fjöldinn minnkar niður fyrir 20 milljónir er maðurinn að öllum líkindum ófrjór. Magn sáðfrumna er svona gífurlegt vegna þess að aðeins lítið brot af þeim komast alla leið að egginu í eggjaleiðara konu.

Fjöldi sáðfrumna fer þó að einhverju leyti eftir því hversu langt er á milli sáðláta. Eftir myndun sáðfrumna í sáðpíplum berast þær í mjög hlykkjótta rás ofan á eistanu sem heitir eistnalyppa. Þar þroskast þær og verða færar um að frjóvga egg. Sáðfrumur geta safnast fyrir og geymst í eistnalyppu í allt að tvær vikur og því lengur sem líður milli sáðláta því meira er af sáðfrumum í sæðinu. Þetta gildir þó aðeins upp að vissu marki því ef sáðfrumurnar þurfa að bíða of lengi eyðast þær.

Kynkerfi karla.

Sæði inniheldur ekki eingöngu sáðfrumur, þær eru ekki nema 2-5% af rúmmáli sæðis. Hinn hluti sæðis er sáðvökvi sem er myndaður af nokkrum kirtlum sem tilheyra karlkynkerfinu. Þeir eru tvær sáðblöðrur, einn blöðruhálskirtill og tveir litlir klumbukirtlar.

Um 60% af rúmmáli sæðis er sáðvökvi frá tveimur sáðblöðrum sem eru í grindarholinu bak við þvagblöðruna. Sáðblöðruvökvinn er basískur sem veldur því að þrátt fyrir örlítið súran vökva frá blöðruhálskirtli er sæði örlítið basískt eða með pH 7,2-7,7. Sáðblöðruvökvinn er seigfljótandi og inniheldur frúktósa, prostaglandín og storknunarprótín sem eru önnur en samsvarandi prótín í blóði. Basíski hluti vökvans hlutleysir súrt umhverfi þvagrásarinnar sem annars myndi gera sáðfrumur óvirkar og deyða þær. Frúktósinn er orkugjafi sáðfrumnanna en prostaglandínin veita þeim hreyfanleika og lífvæni. Einnig er talið að þau örvi vöðvasamdrátt í innri kynfærum konunnar. Storknunarprótínin valda kekkjun sæðis eftir sáðlát.

Um 25% af rúmmáli sæðis er vökvi frá blöðruhálskirtlinum. Blöðruhálskirtillinn er undir þvagblöðrunni og liggur þvagrásin í gegnum hann frá þvagblöðrunni út í typpið. Hann seytir þunnan, mjólkurlitaðan, örlítið súran (pH um 6,5) vökva sem inniheldur sítrónusýru, sem sáðfrumur geta nýtt sem orkugjafa, sýru-fosfatasa sem er ensím með óþekkt hlutverk og nokkur prótínmeltingarensím, svo sem vaka sem er sértækur fyrir blöðruhálskirtilinn (e. PSA = prostate-specific antigen).

Klumbukirtlarnir eru álíka stórir og baunir. Þeir eru sitt hvoru megin við þvagrásina undir blöðruhálskirtlinum. Við kynörvun seyta klumbukirtlar basískt efni í þvagrásina sem verndar sáðfrumur fyrir sýrum úr þvagi með því að hlutleysa þær. Einnig seyta þeir slími sem smyr enda typpis og þvagrásina sem auðveldar ferð sáðfrumna um hana.

Auk þeirra efna sem hafa verið talin upp hér er bakteríudrepandi efni í sæði. Talið er að það haldi náttúrulegum bakteríugróðri í sæði og leggöngum kvenna í skefjum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:

...