Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis:
  • Hvenær hætta typpi að stækka?
  • Hvað fá strákar annað en bara mútur, hár og standpínu?

Á kynþroskaskeiðin verða ýmsar breytingar á líkamanum sem koma fram vegna áhrifa kynhormóna, eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist við kynþroska? Sumar breytingarnar koma fram hjá báðum kynjum, þó á mis áberandi hátt eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? Þar má nefna vaxtarkipp og breytingu á hlutfalli fitu og vöðva í líkamanum, aukna svitamyndun, unglingabólur, aukinn hárvöxt og dýpkun raddarinnar.



Ýmsar breytingar verða á líkama stráka á kynþroskaskeiðinu.

Ýmis einkenni kynþroskans koma þó aðeins fram hjá öðru kyninu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir tveimur kynþroskaeinkennum sem eðli málsins samkvæmt eru bundin við stráka, stækkun eistna og typpis og framleiðslu sáðfruma.

Fyrstu líkamlegu ummerki kynþroskaskeiðs hjá strákum er eistnastækkun. Allt frá eins árs aldri og fram á kynþroskaskeið breytist stærð eistnanna mjög lítið; að meðaltali eykst rúmmál þeirra aðeins um 2-3 cm3 og lengdin um 1,5-2 cm. Eftir að kynþroskaskeiði er náð fara eistun að stækka hraðar og heldur sá vöxtur áfram næstu sex árin eða svo, þar til þau eru komin í fulla stærð sem er að meðaltali 18-22 cm3.

Eistun gegna tvenns konar hlutverki, annars vegar mynda þau sáðfrumur og hins vegar mynda þau kynhormón (aðallega testósterón). Sáðfrumurnar myndast í svokölluðum sáðpíplum, sem eru grannar, hlykkjóttar rásir í eistunum. Hormón myndast aftur á móti í millifrumum, það er innkirtlafrumum á milli píplanna. Hormón eistnanna framkalla þær breytingar sem verða á líkama stráka á kynþroskaskeiði. Þegar kynþroskaskeiðið hefur staðið yfir í um það bil ár má finna sáðfrumur í morgunþvagi flestra stráka.

Eistu framleiða sáðfrumur nokkuð stöðugt þegar kynþroska hefur verið náð. Það er því engin hringrás í líkama stráka sambærileg við það sem gerist hjá stelpum. Sáðfrumumyndun heldur áfram langt fram eftir ævi og geta karlmenn sem komnir eru vel til ára sinna jafnvel enn feðrað börn. Sáðfrumur eru að einhverju leyti geymdar í svokallaðri eistalyppu (e. epididymis) sem liggur ofan á eistanu. Þessi geymsla er stundum losuð sem hluti af eðlilegu ferli til að rýma fyrir nýjum sáðfrumum. Þessi losun getur átt sér stað sjálfvirkt í svefni (blautir draumar), við sjálfsfróun eða samfarir. Ekki er óalgengt að strákar hafi áhyggjur þegar þeir verða fyrst varir við sáðlát í svefni, en hér er þó um fullkomlega eðlilegan hlut að ræða.



Á kynþroskaskeiðinu stækka bæði typpi og eistu.

Typpi stráka vaxa lítið frá því að þeir eru um það bil fjögurra ára og þar til kynþroskaskeiðið hefst. Fáum mánuðum eftir að eistnastækkun byrjar örvar aukið magn hormóna vöxt bæði typpis og pungs. Typpið heldur áfram að stækka til um 18 ára aldurs þegar það hefur náð fullri lengd sem er yfirleitt á bilinu 7-14 cm. Fyrir kynþroska geta strákar upplifað ris typpis og fullnægingu, en á kynþroskaskeiðinu eykst tíðni þess til muna samhliða því að kynhvöt eykst. Sáðlát er ekki mögulegt fyrr en á kynþroskaskeiðinu, en fram að því upplifa strákar „þurra fullnægingu“. Miðað við önnur einkenni kynþroska kemur möguleiki á sáðláti nokkuð snemma fram hjá strákum. Sæðið sem myndast á fyrstu tveimur árum kynþroskaskeiðsins inniheldur þó oft mjög lítið af virkum sáðfrumum.

Eins og fram kemur í upphafi svars er hægt að lesa um ýmis önnur einkenni kynþroskaskeiðs í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? Það skal tekið fram að það er mjög einstaklingsbundið hvenær þessar og aðrar breytingar sem fylgja kynþroskanum koma fram. Það er þó ljóst að á endanum fara allir í gegnum þessar breytingar og enda á svipuðum stað hvað kynþroska varðar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

23.3.2007

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6551.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 23. mars). Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6551

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6551>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis:

  • Hvenær hætta typpi að stækka?
  • Hvað fá strákar annað en bara mútur, hár og standpínu?

Á kynþroskaskeiðin verða ýmsar breytingar á líkamanum sem koma fram vegna áhrifa kynhormóna, eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist við kynþroska? Sumar breytingarnar koma fram hjá báðum kynjum, þó á mis áberandi hátt eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? Þar má nefna vaxtarkipp og breytingu á hlutfalli fitu og vöðva í líkamanum, aukna svitamyndun, unglingabólur, aukinn hárvöxt og dýpkun raddarinnar.



Ýmsar breytingar verða á líkama stráka á kynþroskaskeiðinu.

Ýmis einkenni kynþroskans koma þó aðeins fram hjá öðru kyninu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir tveimur kynþroskaeinkennum sem eðli málsins samkvæmt eru bundin við stráka, stækkun eistna og typpis og framleiðslu sáðfruma.

Fyrstu líkamlegu ummerki kynþroskaskeiðs hjá strákum er eistnastækkun. Allt frá eins árs aldri og fram á kynþroskaskeið breytist stærð eistnanna mjög lítið; að meðaltali eykst rúmmál þeirra aðeins um 2-3 cm3 og lengdin um 1,5-2 cm. Eftir að kynþroskaskeiði er náð fara eistun að stækka hraðar og heldur sá vöxtur áfram næstu sex árin eða svo, þar til þau eru komin í fulla stærð sem er að meðaltali 18-22 cm3.

Eistun gegna tvenns konar hlutverki, annars vegar mynda þau sáðfrumur og hins vegar mynda þau kynhormón (aðallega testósterón). Sáðfrumurnar myndast í svokölluðum sáðpíplum, sem eru grannar, hlykkjóttar rásir í eistunum. Hormón myndast aftur á móti í millifrumum, það er innkirtlafrumum á milli píplanna. Hormón eistnanna framkalla þær breytingar sem verða á líkama stráka á kynþroskaskeiði. Þegar kynþroskaskeiðið hefur staðið yfir í um það bil ár má finna sáðfrumur í morgunþvagi flestra stráka.

Eistu framleiða sáðfrumur nokkuð stöðugt þegar kynþroska hefur verið náð. Það er því engin hringrás í líkama stráka sambærileg við það sem gerist hjá stelpum. Sáðfrumumyndun heldur áfram langt fram eftir ævi og geta karlmenn sem komnir eru vel til ára sinna jafnvel enn feðrað börn. Sáðfrumur eru að einhverju leyti geymdar í svokallaðri eistalyppu (e. epididymis) sem liggur ofan á eistanu. Þessi geymsla er stundum losuð sem hluti af eðlilegu ferli til að rýma fyrir nýjum sáðfrumum. Þessi losun getur átt sér stað sjálfvirkt í svefni (blautir draumar), við sjálfsfróun eða samfarir. Ekki er óalgengt að strákar hafi áhyggjur þegar þeir verða fyrst varir við sáðlát í svefni, en hér er þó um fullkomlega eðlilegan hlut að ræða.



Á kynþroskaskeiðinu stækka bæði typpi og eistu.

Typpi stráka vaxa lítið frá því að þeir eru um það bil fjögurra ára og þar til kynþroskaskeiðið hefst. Fáum mánuðum eftir að eistnastækkun byrjar örvar aukið magn hormóna vöxt bæði typpis og pungs. Typpið heldur áfram að stækka til um 18 ára aldurs þegar það hefur náð fullri lengd sem er yfirleitt á bilinu 7-14 cm. Fyrir kynþroska geta strákar upplifað ris typpis og fullnægingu, en á kynþroskaskeiðinu eykst tíðni þess til muna samhliða því að kynhvöt eykst. Sáðlát er ekki mögulegt fyrr en á kynþroskaskeiðinu, en fram að því upplifa strákar „þurra fullnægingu“. Miðað við önnur einkenni kynþroska kemur möguleiki á sáðláti nokkuð snemma fram hjá strákum. Sæðið sem myndast á fyrstu tveimur árum kynþroskaskeiðsins inniheldur þó oft mjög lítið af virkum sáðfrumum.

Eins og fram kemur í upphafi svars er hægt að lesa um ýmis önnur einkenni kynþroskaskeiðs í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? Það skal tekið fram að það er mjög einstaklingsbundið hvenær þessar og aðrar breytingar sem fylgja kynþroskanum koma fram. Það er þó ljóst að á endanum fara allir í gegnum þessar breytingar og enda á svipuðum stað hvað kynþroska varðar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:...