Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:51 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík

Hvaða áhrif hefur öldrun á meltingarkerfið?

Ársæll Jónsson

Meltingarkerfi er það sem oftast er kallað meltingarfæri á gamalgróinni íslensku og táknar meltingarveginn með þeim líffærum sem tengjast honum og leggja til meltingarsafa.

Meltingarvegurinn nær frá munni að endaþarmi. Í öndverðu er talið að einfrumungar hafi þróað með sér fæðugöng þar sem fæðan var tekin inn um annan endann og skilað út hinum megin. Jafnframt þróuðust kirtlar til að framleiða safa af ýmsu tagi til að leysa upp fæðuna og hjálpa til við nýtingu hennar.

Talið er að fullorðinn maður neyti daglega að jafnaði um 1½ lítra af fastri fæðu og fljótandi. Þessu er blandað saman með um 9 lítrum af meltingarsafa í meltingarveginum. Mestallt gumsið er frásogað um slímhúð meltingarvegarins (aðallega í mjógirni) og skilað svo að lokum út eftir að örverur í ristli hafa umbreytt fæðumaukinu enn frekar.

Ýmsum mikilvægum þáttum meltingarfæranna er stjórnað af öðrum líffærakerfum og ytri aðstæðum, eins og stjórnun saðningar og svengdar frá miðtaugakerfi og aðstæðum eins og aðgengi að og fjölbreytni í fæðuvali.

Aldurstengdir sjúkdómar eru algengir í meltingarveginum og meltingartruflanir, sem teljast eðlilegar, valda oft einkennum þó í minna mæli sé. Með aldrinum má einnig finna starfstruflanir á meltingarkirtlum eins og í lifur, brisi og í fjölmörgum smærri kirtlum, sem framleiða meltingarsafa.

Munnur

Slímhúðir munnhols verða þynnri og fjaðurmagn þeirra minnkar með hækkandi aldri. Þekjuvefurinn minnkar ekki en breytingar sem sjást á honum má rekja til breytinga í undirliggjandi bandvef.

Kirtilfrumum fækkar í stóru munnvatnskirtlunum og í stað þeirra kemur fituvefur. Munnvatnsframleiðsla helst samt eðlileg en minnkar mælanlega við áreiti. Mikil fækkun verður á hinum fjölmörgu litlu munnvatnskirtlum, sem breytast smám saman í bandvef. Breytingar verða á samsetningu munnvatnsins, en þýðing þess er óljós.

Tyggingarvöðvar breytast á sama hátt og aðrir þverrákóttir vöðvar í líkamanum, hreyfitengjum fækkar og stjórnun tyggingarinnar verður ónákvæmari.

Beinþynning bitnar á kjálkabeinum eins og á öðrum beinvef. Bandvefur, taugar og æðar hverfa smám saman úr tannrót, sem fyllist með tannbeini (dentíni) í staðinn. Talað er um líffræðilega tannrótarfyllingu í þessu sambandi.

Stærstu breytingarnar sem sjá má í munnholi aldraðs fólks stafa oftast af sjúkdómum eins og tannátu og tannrótarbólgu.

Vélinda og kok

Hjá frísku fólki hægist á hinu flókna ferli kyngingarinnar. Fæðutuggan færist hægar niður vélindað hjá fólki eftir sjötugt. Þessar breytingar valda ekki einkennum og virðast ekki hafa neina þýðingu.

Maginn

Áður héldu menn að framleiðsla saltsýrunnar í maganum minnkaði með aldrinum en síðari tíma rannsóknir hafa sýnt að það á sér aðeins stað í kjölfar sjúkdóma. Frumum sem framleiða sýru fækkar hægar en slím-framleiðandi frumum, en slímið verndar magaslímhúðina. Magaslímhúðin verður því næmari fyrir ertandi efnum, sem örva sýruframleiðslu. Það hægist nokkuð á eðlilegri tæmingu magans.

Smágirni og ristill

Fæðan ferðast eins niður mjógirnið þótt smávægilegar hreyfitruflanir komi fram. Frásog kolvetna, fitu og prótína til blóðstraumsins breytist ekki en getur þó minnkað undir álagi, það er ef mikillar fæðu er neytt. Yfirborð virkrar slímhúðar garnarinnar minnkar og getur það dregið úr frásogi kalsíums og D-vítamíns úr meltingarvegi.

Þótt kvartanir frá ristli séu algengar meðal aldraðs fólks, finnast ekki skýringar á því við rannsóknir á ristlum hjá frísku gömlu fólki. Það kann að vera að ristillinn dragi sig minna saman og þurfi meira fæðumauk til að framkalla tæmingu. Gallar koma fram á ristilvegg og pokamyndun í ristli er mjög algeng með hækkandi aldri.

Lifur og gallblaðra

Lifrin minnkar um allt að þriðjung með aldri. Blóðflæði um lifrina minnkar meira en sem því nemur. Litarefni ellinnar, „lípófúskín“, eykst í frumunum og lifrin verður dökkbrúnni á litinn. Eftirlifandi lifrarfrumurnar verða almennt stærri og bandvefur eykst á milli þeirra.

Svokölluð lifrarpróf í blóði sýna sömu gildi hjá ungum sem gömlum. Framleiðsla prótína og geta lifrarinnar til að brjóta niður skaðleg efni (til dæmis lyf) minnkar. Þessi geta til niðurbrots efna og afeitrunar getur minnkað um helming frá því sem áður var, en það er þó breytilegt eftir einstaklingum. Þetta getur munað því að venjulegur lyfjaskammtur fyrir fullorðinn einstakling getur orðið alltof stór fyrir aldraðan einstakling vegna þess hve langan tíma það tekur fyrir lyfið að brotna niður í lifrinni.

Aðrir þættir hafa einnig áhrif á helmingunartíma lyfja, eins og stærð, vatns- og fitumagn líkamans, en það hefur áhrif á þéttni lyfs í blóðinu. Það dregur heldur úr niðurbroti áfengis í lifrinni með aldri en það er mismikið eftir einstaklingum.

Með hækkandi aldri eykst kólesteról í gallinu en gallsöltin minnka. Þetta eykur hættu á myndun gallsteina. Gallblaðran verður ónæmari fyrir stýrihormóni sem stjórnar tæmingu hennar eftir að máltíðar er neytt.

Bris

Framleiðsla brissins á meltingarsafa minnkar trúlega eitthvað hjá eldri karlmönnum en samdrátturinn má vera yfir 80% til þess að það valdi marktækum truflunum á meltingarstarfseminni.

Heimild:
  • Andrus Viidik (2002): Boken om kroppens åldrande. Liber AB, Stockholm.

Höfundur

lyf- og öldrunarlæknir á Landakoti og dósent við tannlæknadeild HÍ

Útgáfudagur

28.11.2002

Spyrjandi

Margrét Vífilsdóttir

Tilvísun

Ársæll Jónsson. „Hvaða áhrif hefur öldrun á meltingarkerfið?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2002. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2919.

Ársæll Jónsson. (2002, 28. nóvember). Hvaða áhrif hefur öldrun á meltingarkerfið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2919

Ársæll Jónsson. „Hvaða áhrif hefur öldrun á meltingarkerfið?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2002. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2919>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur öldrun á meltingarkerfið?
Meltingarkerfi er það sem oftast er kallað meltingarfæri á gamalgróinni íslensku og táknar meltingarveginn með þeim líffærum sem tengjast honum og leggja til meltingarsafa.

Meltingarvegurinn nær frá munni að endaþarmi. Í öndverðu er talið að einfrumungar hafi þróað með sér fæðugöng þar sem fæðan var tekin inn um annan endann og skilað út hinum megin. Jafnframt þróuðust kirtlar til að framleiða safa af ýmsu tagi til að leysa upp fæðuna og hjálpa til við nýtingu hennar.

Talið er að fullorðinn maður neyti daglega að jafnaði um 1½ lítra af fastri fæðu og fljótandi. Þessu er blandað saman með um 9 lítrum af meltingarsafa í meltingarveginum. Mestallt gumsið er frásogað um slímhúð meltingarvegarins (aðallega í mjógirni) og skilað svo að lokum út eftir að örverur í ristli hafa umbreytt fæðumaukinu enn frekar.

Ýmsum mikilvægum þáttum meltingarfæranna er stjórnað af öðrum líffærakerfum og ytri aðstæðum, eins og stjórnun saðningar og svengdar frá miðtaugakerfi og aðstæðum eins og aðgengi að og fjölbreytni í fæðuvali.

Aldurstengdir sjúkdómar eru algengir í meltingarveginum og meltingartruflanir, sem teljast eðlilegar, valda oft einkennum þó í minna mæli sé. Með aldrinum má einnig finna starfstruflanir á meltingarkirtlum eins og í lifur, brisi og í fjölmörgum smærri kirtlum, sem framleiða meltingarsafa.

Munnur

Slímhúðir munnhols verða þynnri og fjaðurmagn þeirra minnkar með hækkandi aldri. Þekjuvefurinn minnkar ekki en breytingar sem sjást á honum má rekja til breytinga í undirliggjandi bandvef.

Kirtilfrumum fækkar í stóru munnvatnskirtlunum og í stað þeirra kemur fituvefur. Munnvatnsframleiðsla helst samt eðlileg en minnkar mælanlega við áreiti. Mikil fækkun verður á hinum fjölmörgu litlu munnvatnskirtlum, sem breytast smám saman í bandvef. Breytingar verða á samsetningu munnvatnsins, en þýðing þess er óljós.

Tyggingarvöðvar breytast á sama hátt og aðrir þverrákóttir vöðvar í líkamanum, hreyfitengjum fækkar og stjórnun tyggingarinnar verður ónákvæmari.

Beinþynning bitnar á kjálkabeinum eins og á öðrum beinvef. Bandvefur, taugar og æðar hverfa smám saman úr tannrót, sem fyllist með tannbeini (dentíni) í staðinn. Talað er um líffræðilega tannrótarfyllingu í þessu sambandi.

Stærstu breytingarnar sem sjá má í munnholi aldraðs fólks stafa oftast af sjúkdómum eins og tannátu og tannrótarbólgu.

Vélinda og kok

Hjá frísku fólki hægist á hinu flókna ferli kyngingarinnar. Fæðutuggan færist hægar niður vélindað hjá fólki eftir sjötugt. Þessar breytingar valda ekki einkennum og virðast ekki hafa neina þýðingu.

Maginn

Áður héldu menn að framleiðsla saltsýrunnar í maganum minnkaði með aldrinum en síðari tíma rannsóknir hafa sýnt að það á sér aðeins stað í kjölfar sjúkdóma. Frumum sem framleiða sýru fækkar hægar en slím-framleiðandi frumum, en slímið verndar magaslímhúðina. Magaslímhúðin verður því næmari fyrir ertandi efnum, sem örva sýruframleiðslu. Það hægist nokkuð á eðlilegri tæmingu magans.

Smágirni og ristill

Fæðan ferðast eins niður mjógirnið þótt smávægilegar hreyfitruflanir komi fram. Frásog kolvetna, fitu og prótína til blóðstraumsins breytist ekki en getur þó minnkað undir álagi, það er ef mikillar fæðu er neytt. Yfirborð virkrar slímhúðar garnarinnar minnkar og getur það dregið úr frásogi kalsíums og D-vítamíns úr meltingarvegi.

Þótt kvartanir frá ristli séu algengar meðal aldraðs fólks, finnast ekki skýringar á því við rannsóknir á ristlum hjá frísku gömlu fólki. Það kann að vera að ristillinn dragi sig minna saman og þurfi meira fæðumauk til að framkalla tæmingu. Gallar koma fram á ristilvegg og pokamyndun í ristli er mjög algeng með hækkandi aldri.

Lifur og gallblaðra

Lifrin minnkar um allt að þriðjung með aldri. Blóðflæði um lifrina minnkar meira en sem því nemur. Litarefni ellinnar, „lípófúskín“, eykst í frumunum og lifrin verður dökkbrúnni á litinn. Eftirlifandi lifrarfrumurnar verða almennt stærri og bandvefur eykst á milli þeirra.

Svokölluð lifrarpróf í blóði sýna sömu gildi hjá ungum sem gömlum. Framleiðsla prótína og geta lifrarinnar til að brjóta niður skaðleg efni (til dæmis lyf) minnkar. Þessi geta til niðurbrots efna og afeitrunar getur minnkað um helming frá því sem áður var, en það er þó breytilegt eftir einstaklingum. Þetta getur munað því að venjulegur lyfjaskammtur fyrir fullorðinn einstakling getur orðið alltof stór fyrir aldraðan einstakling vegna þess hve langan tíma það tekur fyrir lyfið að brotna niður í lifrinni.

Aðrir þættir hafa einnig áhrif á helmingunartíma lyfja, eins og stærð, vatns- og fitumagn líkamans, en það hefur áhrif á þéttni lyfs í blóðinu. Það dregur heldur úr niðurbroti áfengis í lifrinni með aldri en það er mismikið eftir einstaklingum.

Með hækkandi aldri eykst kólesteról í gallinu en gallsöltin minnka. Þetta eykur hættu á myndun gallsteina. Gallblaðran verður ónæmari fyrir stýrihormóni sem stjórnar tæmingu hennar eftir að máltíðar er neytt.

Bris

Framleiðsla brissins á meltingarsafa minnkar trúlega eitthvað hjá eldri karlmönnum en samdrátturinn má vera yfir 80% til þess að það valdi marktækum truflunum á meltingarstarfseminni.

Heimild:
  • Andrus Viidik (2002): Boken om kroppens åldrande. Liber AB, Stockholm.
...