Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er slitgigt?

Magnús Jóhannsson

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:
  • Hvernig lýsir slit í liðamótum sér, hvað veldur og er eitthvað hægt að gera í því? Getur það lagast? (Ólafur Björnsson)
  • Hvað er slitgigt og hefur hún hraða útbreiðslu í liðum? Hverjar eru líkur á bata? (Soffía Kristín Hjartardóttir)

Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn í liðum. Hún byrjar oft hjá fólki á aldrinum 15-30 ára en án þess að einkenni komi fram. Við 70 ára aldur er slitgigt mjög algeng. Næstum allir fertugir einstaklingar eru með einhver merki um slitgigt í ganglimum þó að fæstir þeirra hafi af því óþægindi.

Orsakir slitgigtar geta verið af ýmsum toga en það sem líklega vegur þyngst eru erfðir, efnaskipti og álag á viðkomandi lið eða liði. Slitgigt hefur það í för með sér að brjóskið í liðunum þynnist og eyðist að lokum alveg. Samtímis bólgnar liðpokinn og vökvinn í liðnum eykst en við það gildna liðamótin.

Slitgigt á stigi fjögur. Hún er nánast alltaf ólæknandi.

Sjúkdómseinkennin eru liðverkir, eymsli, minnkuð hreyfing, marr eða brak, vökvasöfnun og meiri eða minni liðbólga. Óþægindin takmarkast við liði og sjúklingurinn hefur engin almenn einkenni um veikindi svo sem sótthita eða slappleika. Oftast er um að ræða liði í höndum og fingrum en þar á eftir koma liðir í fótum, hnjám og mjöðmum. Óþægindi í öðrum liðum eru sjaldgæfari. Offita eykur hættu á slitgigt í hnjám og mjöðmum og sama gildir um störf þar sem mikið reynir á þessa liði, til dæmis þar sem lyfta þarf þungum hlutum. Margir keppnisíþróttamenn fá einnig slitgigt í fætur, hné og mjaðmir.

Slitgigt er næstum því alltaf ólæknandi og ástandið fer venjulega hægt versnandi. Þó eru til dæmi þess að slitgigt í hnjám, mjöðmum og jafnvel öðrum liðum hafi hætt að versna eða jafnvel lagast við vel skipulagða sjúkraþjálfun.

Sú meðferð sem nú er hægt að bjóða upp á miðar að því að draga úr óþægindum. Í byrjun er venjulega gripið til fræðslu um sjúkdóminn, sjúkraþjálfunar, hæfilegrar líkamsþjálfunar, megrunar þegar það á við og stoðtækja til að minnka álag á sjúka liði. Jafnframt geta sjúklingar tekið verkjalyf (til dæmis parasetamól) eða bólgueyðandi verkjalyf (til dæmis íbúprófen eða naproxen) og sumum hjálpar að bera bólgueyðandi lyf á húðina yfir liðnum.

Þessu til viðbótar má sprauta í liðinn seigfljótandi efnum, aðallega hýalúronsýru, sem unnin eru meðal annars úr hanakömbum. Þessi efni smyrja liðinn og örva brjóskmyndun. Batinn sem oft fæst endist í nokkra mánuði og má þá endurtaka meðferðina. Meðferð af þessu tagi er oft árangursrík, einkum við slitgigt í hnjáliðum. Einnig má sprauta sterum í liði en þá meðferð þarf líka að endurtaka á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Margir telja þó að sterameðferð eigi að stilla sem mest í hóf.

Með þessum ráðum haldast flestir við góða eða sæmilega heilsu árum og jafnvel áratugum saman. Þegar annað þrýtur er stundum hægt að grípa til skurðaðgerða af ýmsu tagi. Á síðustu áratugum hefur náðst mjög góður árangur með gerviliði, einkum mjaðmir og hné, og stöðug framþróun er á þessu sviði.

Að lokum má bæta því við að slitgigt er þekkt í flestum tegundum hryggdýra þar með talið hvölum og fiskum sem lifa í vatni og þurfa ekki að halda sér uppi gegn þyngdaraflinu.

Frekari fróðleikur:

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

26.8.2003

Síðast uppfært

8.6.2018

Spyrjandi

Ólafur Björnsson
Soffía Kristín Hjartardóttir

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvað er slitgigt?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2003, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3684.

Magnús Jóhannsson. (2003, 26. ágúst). Hvað er slitgigt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3684

Magnús Jóhannsson. „Hvað er slitgigt?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2003. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3684>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er slitgigt?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:

  • Hvernig lýsir slit í liðamótum sér, hvað veldur og er eitthvað hægt að gera í því? Getur það lagast? (Ólafur Björnsson)
  • Hvað er slitgigt og hefur hún hraða útbreiðslu í liðum? Hverjar eru líkur á bata? (Soffía Kristín Hjartardóttir)

Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn í liðum. Hún byrjar oft hjá fólki á aldrinum 15-30 ára en án þess að einkenni komi fram. Við 70 ára aldur er slitgigt mjög algeng. Næstum allir fertugir einstaklingar eru með einhver merki um slitgigt í ganglimum þó að fæstir þeirra hafi af því óþægindi.

Orsakir slitgigtar geta verið af ýmsum toga en það sem líklega vegur þyngst eru erfðir, efnaskipti og álag á viðkomandi lið eða liði. Slitgigt hefur það í för með sér að brjóskið í liðunum þynnist og eyðist að lokum alveg. Samtímis bólgnar liðpokinn og vökvinn í liðnum eykst en við það gildna liðamótin.

Slitgigt á stigi fjögur. Hún er nánast alltaf ólæknandi.

Sjúkdómseinkennin eru liðverkir, eymsli, minnkuð hreyfing, marr eða brak, vökvasöfnun og meiri eða minni liðbólga. Óþægindin takmarkast við liði og sjúklingurinn hefur engin almenn einkenni um veikindi svo sem sótthita eða slappleika. Oftast er um að ræða liði í höndum og fingrum en þar á eftir koma liðir í fótum, hnjám og mjöðmum. Óþægindi í öðrum liðum eru sjaldgæfari. Offita eykur hættu á slitgigt í hnjám og mjöðmum og sama gildir um störf þar sem mikið reynir á þessa liði, til dæmis þar sem lyfta þarf þungum hlutum. Margir keppnisíþróttamenn fá einnig slitgigt í fætur, hné og mjaðmir.

Slitgigt er næstum því alltaf ólæknandi og ástandið fer venjulega hægt versnandi. Þó eru til dæmi þess að slitgigt í hnjám, mjöðmum og jafnvel öðrum liðum hafi hætt að versna eða jafnvel lagast við vel skipulagða sjúkraþjálfun.

Sú meðferð sem nú er hægt að bjóða upp á miðar að því að draga úr óþægindum. Í byrjun er venjulega gripið til fræðslu um sjúkdóminn, sjúkraþjálfunar, hæfilegrar líkamsþjálfunar, megrunar þegar það á við og stoðtækja til að minnka álag á sjúka liði. Jafnframt geta sjúklingar tekið verkjalyf (til dæmis parasetamól) eða bólgueyðandi verkjalyf (til dæmis íbúprófen eða naproxen) og sumum hjálpar að bera bólgueyðandi lyf á húðina yfir liðnum.

Þessu til viðbótar má sprauta í liðinn seigfljótandi efnum, aðallega hýalúronsýru, sem unnin eru meðal annars úr hanakömbum. Þessi efni smyrja liðinn og örva brjóskmyndun. Batinn sem oft fæst endist í nokkra mánuði og má þá endurtaka meðferðina. Meðferð af þessu tagi er oft árangursrík, einkum við slitgigt í hnjáliðum. Einnig má sprauta sterum í liði en þá meðferð þarf líka að endurtaka á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Margir telja þó að sterameðferð eigi að stilla sem mest í hóf.

Með þessum ráðum haldast flestir við góða eða sæmilega heilsu árum og jafnvel áratugum saman. Þegar annað þrýtur er stundum hægt að grípa til skurðaðgerða af ýmsu tagi. Á síðustu áratugum hefur náðst mjög góður árangur með gerviliði, einkum mjaðmir og hné, og stöðug framþróun er á þessu sviði.

Að lokum má bæta því við að slitgigt er þekkt í flestum tegundum hryggdýra þar með talið hvölum og fiskum sem lifa í vatni og þurfa ekki að halda sér uppi gegn þyngdaraflinu.

Frekari fróðleikur:

Mynd:...