Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju stafar brjósklos og hvaða einkenni fylgja því?

Sólveig Dóra Magnúsdóttir

Hryggsúlan er sett saman úr 26 smábeinum sem kallast hryggjarliðir og brjóskþófum sem tengja beinin saman. Þessir þættir raðast upp í súlu sem umlykur mænuna og styður við efri hluta líkamans. Hryggnum er gjarnan skipt í eftirtalda hluta:
  • hálshluta, sem samanstendur af 7 hálsliðum
  • brjósthluta, sem myndaður er af 12 brjóstliðum og tengjast rifbeinin þeim
  • lendarhluta, sem er myndaður af 5 lendarliðum og eru þeir stærstir af hryggjarliðunum
  • spjaldhrygg, sem er flatt þríhyrningslaga beini sem tengir hryggsúluna við mjaðmagrindina
  • rófubein, sem er neðst, 2–4 lítil bein sem eru samvaxin að hluta


Brjóskþófarnir sem tengja saman hryggjarliðina eru samsettir úr bandvefshring sem liggur umhverfis hlaupkenndan kjarna. Brjóskþófinn er 80% vatn sem gerir hann mjög teygjanlegan og eykur það á hreyfigetu hryggjarins og styður einnig við hann. Á hryggjarliðina og hliðar brjóskþófanna festast svo þeir vöðvar sem taka þátt í hreyfingum hryggsúlunnar og gera okkur kleift að beygja okkur og snúa.

Mænan nær frá heilastofni (neðsta hluta heilans), um beingöng sem hryggjarliðirnir mynda og niður að fyrsta eða öðrum lendarlið þar sem hún greinist í knippi sem kallast mænutagl (cauda equina). Frá mænunni liggja taugarætur út úr beingöngunum og tengja þannig heilann við aðra hluta líkamans.

Brjósklos kallast það þegar kjarninn í brjóskþófunum, sem liggja milli hryggjarliðanna, þrýstir á bandvefshringinn og veldur því að hann bungar út eða rifnar og þrýstingur verður á aðliggjandi taugarætur. Í sumum tilfellum er ekki nein þekkt ástæða fyrir því að kjarninn fer að bunga út, en hrörnun sem verður á bandvefnum með aldrinum getur orsakað þetta. Einnig getur brjósklos orðið við áreynslu svo sem líkamlega vinnu eða slys. Það veldur þó ekki alltaf einkennum þó brjóskþófinn bungi út því rannsóknir hafa sýnt að fjölmargir einstaklingar hafa útbunganir á brjóskþófunum án þess að nein einkenni fylgi.Einkennin sem fylgja brjósklosi eru aðallega vegna þrýstings á taugaenda. Slíkt getur falið í sér að máttur einstakra vöðva minnkar eða þeir lamast. Einnig geta fylgt verkir sem leiða út í handlegg eða fætur og/eða skyntruflanir í höndum eða fótum. Þrýstingur á mænu getur líka orsakað einkenni. Þau eru krampar og/eða lömun og skyntruflanir í þeim hluta líkamans sem taugarnar sem verða fyrir þrýstingnum liggja til. Loks má nefna einkenni vegna þrýstings á mænutagl en þau geta verið truflanir á þvaglátum og/eða skyntruflanir við endaþarm og innan á lærum og/eða minnkandi máttur eða lömun á báðum fótum.

Brjósklos verður oftast í lendarhrygg (mjóbaki) og er það algengt hjá einstaklingum á aldrinum 30-50 ára. Brjósklos í hálsliðshlutanum er sjaldgæfara og brjósklos í brjósthlutanum er sjaldgæft.

Ýmsir þættir auka á hættuna á brjósklosi. Til dæmis eru þeir sem vinna við að lyfta þungu hlassi, snúa sér og beygja við vinnu, þannig að aukið álag verður á bakið, í meiri hættu. Það sama á við um þá sem vinna við langkeyrslur. Einstaklingar sem eru í lélegu líkamlegu ástandi eru í meiri hættu og sérstaklega ef þeir taka sér fyrir hendur störf þar sem álag verður á bakið. Slæmt líkamlegt ástand og stífir bakvöðvar gera það að verkum að hreyfingar hryggsúlunnar verða takmarkaðar og slappir magavöðvar valda því að staða mjaðmagrindarinnar breytist og aukið álag verður á mjóbakið. Offita eykur svo enn frekar líkurnar á að brjósklos myndist. Loks má geta þess að rangar líkamsæfingar geta valdið brjósklosi og því er mikilvægt að gera allar æfingar rétt þegar líkamsþjálfun er stunduð.

Myndir:

Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um brjósklos á vefnum doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi. Lesendum er bent á að kynna sér umfjöllunina í heild en þar er meðal annars fjallað um hvernig bregðast skuli við brjósklosi, hvaða úrræði eru fyrir hendi og hvað hægt er að gera til að fyrirbyggja bakverki. Einnig má benda á umfjöllun um brjósklos á heimasíðu Magnúsar Jóhannssonar læknis.

Útgáfudagur

30.1.2006

Spyrjandi

Axel Máni
Hanna Hafsteinsdóttir

Tilvísun

Sólveig Dóra Magnúsdóttir. „Af hverju stafar brjósklos og hvaða einkenni fylgja því?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2006, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5603.

Sólveig Dóra Magnúsdóttir. (2006, 30. janúar). Af hverju stafar brjósklos og hvaða einkenni fylgja því? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5603

Sólveig Dóra Magnúsdóttir. „Af hverju stafar brjósklos og hvaða einkenni fylgja því?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2006. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5603>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju stafar brjósklos og hvaða einkenni fylgja því?
Hryggsúlan er sett saman úr 26 smábeinum sem kallast hryggjarliðir og brjóskþófum sem tengja beinin saman. Þessir þættir raðast upp í súlu sem umlykur mænuna og styður við efri hluta líkamans. Hryggnum er gjarnan skipt í eftirtalda hluta:

  • hálshluta, sem samanstendur af 7 hálsliðum
  • brjósthluta, sem myndaður er af 12 brjóstliðum og tengjast rifbeinin þeim
  • lendarhluta, sem er myndaður af 5 lendarliðum og eru þeir stærstir af hryggjarliðunum
  • spjaldhrygg, sem er flatt þríhyrningslaga beini sem tengir hryggsúluna við mjaðmagrindina
  • rófubein, sem er neðst, 2–4 lítil bein sem eru samvaxin að hluta


Brjóskþófarnir sem tengja saman hryggjarliðina eru samsettir úr bandvefshring sem liggur umhverfis hlaupkenndan kjarna. Brjóskþófinn er 80% vatn sem gerir hann mjög teygjanlegan og eykur það á hreyfigetu hryggjarins og styður einnig við hann. Á hryggjarliðina og hliðar brjóskþófanna festast svo þeir vöðvar sem taka þátt í hreyfingum hryggsúlunnar og gera okkur kleift að beygja okkur og snúa.

Mænan nær frá heilastofni (neðsta hluta heilans), um beingöng sem hryggjarliðirnir mynda og niður að fyrsta eða öðrum lendarlið þar sem hún greinist í knippi sem kallast mænutagl (cauda equina). Frá mænunni liggja taugarætur út úr beingöngunum og tengja þannig heilann við aðra hluta líkamans.

Brjósklos kallast það þegar kjarninn í brjóskþófunum, sem liggja milli hryggjarliðanna, þrýstir á bandvefshringinn og veldur því að hann bungar út eða rifnar og þrýstingur verður á aðliggjandi taugarætur. Í sumum tilfellum er ekki nein þekkt ástæða fyrir því að kjarninn fer að bunga út, en hrörnun sem verður á bandvefnum með aldrinum getur orsakað þetta. Einnig getur brjósklos orðið við áreynslu svo sem líkamlega vinnu eða slys. Það veldur þó ekki alltaf einkennum þó brjóskþófinn bungi út því rannsóknir hafa sýnt að fjölmargir einstaklingar hafa útbunganir á brjóskþófunum án þess að nein einkenni fylgi.Einkennin sem fylgja brjósklosi eru aðallega vegna þrýstings á taugaenda. Slíkt getur falið í sér að máttur einstakra vöðva minnkar eða þeir lamast. Einnig geta fylgt verkir sem leiða út í handlegg eða fætur og/eða skyntruflanir í höndum eða fótum. Þrýstingur á mænu getur líka orsakað einkenni. Þau eru krampar og/eða lömun og skyntruflanir í þeim hluta líkamans sem taugarnar sem verða fyrir þrýstingnum liggja til. Loks má nefna einkenni vegna þrýstings á mænutagl en þau geta verið truflanir á þvaglátum og/eða skyntruflanir við endaþarm og innan á lærum og/eða minnkandi máttur eða lömun á báðum fótum.

Brjósklos verður oftast í lendarhrygg (mjóbaki) og er það algengt hjá einstaklingum á aldrinum 30-50 ára. Brjósklos í hálsliðshlutanum er sjaldgæfara og brjósklos í brjósthlutanum er sjaldgæft.

Ýmsir þættir auka á hættuna á brjósklosi. Til dæmis eru þeir sem vinna við að lyfta þungu hlassi, snúa sér og beygja við vinnu, þannig að aukið álag verður á bakið, í meiri hættu. Það sama á við um þá sem vinna við langkeyrslur. Einstaklingar sem eru í lélegu líkamlegu ástandi eru í meiri hættu og sérstaklega ef þeir taka sér fyrir hendur störf þar sem álag verður á bakið. Slæmt líkamlegt ástand og stífir bakvöðvar gera það að verkum að hreyfingar hryggsúlunnar verða takmarkaðar og slappir magavöðvar valda því að staða mjaðmagrindarinnar breytist og aukið álag verður á mjóbakið. Offita eykur svo enn frekar líkurnar á að brjósklos myndist. Loks má geta þess að rangar líkamsæfingar geta valdið brjósklosi og því er mikilvægt að gera allar æfingar rétt þegar líkamsþjálfun er stunduð.

Myndir:

Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um brjósklos á vefnum doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi. Lesendum er bent á að kynna sér umfjöllunina í heild en þar er meðal annars fjallað um hvernig bregðast skuli við brjósklosi, hvaða úrræði eru fyrir hendi og hvað hægt er að gera til að fyrirbyggja bakverki. Einnig má benda á umfjöllun um brjósklos á heimasíðu Magnúsar Jóhannssonar læknis....