Sólin Sólin Rís 10:42 • sest 15:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:00 • Síðdegis: 20:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:20 í Reykjavík

Af hverju deyr fólk?

EDS

Það má nálgast þessa spurningu á margan hátt, það er hægt að vera með heimspekilegar vangaveltur um líf og dauða (sem þó verður ekki gert hér), skoða hvað það er sem gerist í líkamanum sem veldur því að við deyjum og einnig má skoða hvað það er sem helst dregur okkur til dauða.

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk deyr og má þar nefna slys, sjúkdóma og vannæringu þó hið síðast talda sé sem betur fer ekki algengt á Íslandi. Á heimasíðu Hagstofu Íslands er hægt að nálgast upplýsingar um dánarorsakir flokkaðar samkvæmt flokkunarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Nýjustu upplýsingar eru fyrir árið 2002. Það ár eru skráð 1822 dauðsföll sem skipast í eftirfarandi flokka:

Smit- og sníklasjúkdómar13
Æxli516
Sjúkdómar í blóði, blóðfærum og ónæmisraskanir2
Innkirtla-, næringar- og efnaskiptasjúkdómar23
Geðraskanir og atferlisraskanir62
Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum96
Sjúkdómar í blóðrásarkerfi745
Sjúkdómar í öndunarfærum144
Sjúkdómar í meltingarfærum47
Sjúkdómar í vöðva- og beinvef og í bandvef8
Sjúkdómar í þvag- og kynfærum30
Tilteknir kvillar með upphaf á burðarmálsskeiði1
Meðfæddar vanskapanir og litningafrávik12
Einkenni og illa skilgreindar orsakir11
Ytri orsakir áverka og eitrana112
Allar dánarorsakir1822

Eins og þessi tafla ber með sér er algengast að fólk deyi úr sjúkdómum tengdum blóðrásarkerfinu og næst algengast er að æxli eða krabbamein leiði til dauða. Nánar má lesa um það í svari við spurningunni Hversu margir deyja árlega úr krabbameini á Íslandi?

En kannski á spyrjandi frekar við hvers vegna við eldumst og deyjum að lokum en getum ekki lifað endalaust.

Þegar við eldumst verða frumuskiptingar í líkamanum hægari og því ná frumurnar ekki að endurnýja sig eins hratt og þarf til þess að halda óskertri getu og starfsemi.

Í mjög stuttu og einfölduðu máli má segja að þegar við eldumst verða frumuskiptingar í líkamanum hægari og því ná frumurnar ekki að endurnýja sig eins hratt og þarf til þess að halda óskertri getu og starfsemi. Þetta leiðir til þess að allir vefir líkamans hrörna smám saman og á endanum bilar eitthvað sem líkaminn nær ekki að lagfæra, hann getur ekki starfað lengur og við deyjum.

Eins og sést í töflunni hér fyrir ofan er hár aldur einn og sér er ekki skráður sem dánarorsök í gögnum Hagstofunnar. Hins vegar verða flestir sjúkdómar algengari með aldrinum sem þýðir að því hærri aldri sem við náum þeim mun meiri líkur eru á að við fáum sjúkdóma sem geta verið banvænir, svo sem krabbamein og sjúkdóma í blóðrásarkerfinu.

Á Vísindavefnum er að finna nokkur svör um öldrun þar sem fjallað er ítarlega um það hvernig við eldumst og hvað það hefur í för með sér líkamlega:

Mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.4.2005

Spyrjandi

Aðalsteinn Gíslason, f. 1993

Tilvísun

EDS. „Af hverju deyr fólk? “ Vísindavefurinn, 26. apríl 2005. Sótt 30. nóvember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4960.

EDS. (2005, 26. apríl). Af hverju deyr fólk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4960

EDS. „Af hverju deyr fólk? “ Vísindavefurinn. 26. apr. 2005. Vefsíða. 30. nóv. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4960>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju deyr fólk?
Það má nálgast þessa spurningu á margan hátt, það er hægt að vera með heimspekilegar vangaveltur um líf og dauða (sem þó verður ekki gert hér), skoða hvað það er sem gerist í líkamanum sem veldur því að við deyjum og einnig má skoða hvað það er sem helst dregur okkur til dauða.

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk deyr og má þar nefna slys, sjúkdóma og vannæringu þó hið síðast talda sé sem betur fer ekki algengt á Íslandi. Á heimasíðu Hagstofu Íslands er hægt að nálgast upplýsingar um dánarorsakir flokkaðar samkvæmt flokkunarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Nýjustu upplýsingar eru fyrir árið 2002. Það ár eru skráð 1822 dauðsföll sem skipast í eftirfarandi flokka:

Smit- og sníklasjúkdómar13
Æxli516
Sjúkdómar í blóði, blóðfærum og ónæmisraskanir2
Innkirtla-, næringar- og efnaskiptasjúkdómar23
Geðraskanir og atferlisraskanir62
Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum96
Sjúkdómar í blóðrásarkerfi745
Sjúkdómar í öndunarfærum144
Sjúkdómar í meltingarfærum47
Sjúkdómar í vöðva- og beinvef og í bandvef8
Sjúkdómar í þvag- og kynfærum30
Tilteknir kvillar með upphaf á burðarmálsskeiði1
Meðfæddar vanskapanir og litningafrávik12
Einkenni og illa skilgreindar orsakir11
Ytri orsakir áverka og eitrana112
Allar dánarorsakir1822

Eins og þessi tafla ber með sér er algengast að fólk deyi úr sjúkdómum tengdum blóðrásarkerfinu og næst algengast er að æxli eða krabbamein leiði til dauða. Nánar má lesa um það í svari við spurningunni Hversu margir deyja árlega úr krabbameini á Íslandi?

En kannski á spyrjandi frekar við hvers vegna við eldumst og deyjum að lokum en getum ekki lifað endalaust.

Þegar við eldumst verða frumuskiptingar í líkamanum hægari og því ná frumurnar ekki að endurnýja sig eins hratt og þarf til þess að halda óskertri getu og starfsemi.

Í mjög stuttu og einfölduðu máli má segja að þegar við eldumst verða frumuskiptingar í líkamanum hægari og því ná frumurnar ekki að endurnýja sig eins hratt og þarf til þess að halda óskertri getu og starfsemi. Þetta leiðir til þess að allir vefir líkamans hrörna smám saman og á endanum bilar eitthvað sem líkaminn nær ekki að lagfæra, hann getur ekki starfað lengur og við deyjum.

Eins og sést í töflunni hér fyrir ofan er hár aldur einn og sér er ekki skráður sem dánarorsök í gögnum Hagstofunnar. Hins vegar verða flestir sjúkdómar algengari með aldrinum sem þýðir að því hærri aldri sem við náum þeim mun meiri líkur eru á að við fáum sjúkdóma sem geta verið banvænir, svo sem krabbamein og sjúkdóma í blóðrásarkerfinu.

Á Vísindavefnum er að finna nokkur svör um öldrun þar sem fjallað er ítarlega um það hvernig við eldumst og hvað það hefur í för með sér líkamlega:

Mynd:...