Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver eru einkenni ebóluveirunnar?

SHB

Við eigum svar við þessari spurningu. Þú getur lesið það með því að smella hér. Í svarinu kemur fram að veiran dragi nafn sitt af ánni Ebólu í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976. Þar segir ennfremur:

Ebóla veldur því að frumur og vefir skemmast. Fyrstu einkenni ebólublæðingarsóttar eru höfuðverkur, hálssærindi, vöðvaverkir og kraftleysi. Í kjölfar þessara einkenna taka við uppköst, kviðverkir, niðurgangur, barkabólga og tárabólga (bólga í slímhimnum augans). Fyrir kemur að veiran skemmi mikilvæg líffæri, einkum lifur og nýru, sem leiðir til blæðinga frá líkamsopum og oft skemmdum á innri vefjum. Vegna gífurlegra blæðinga getur sjúkdómurinn þróast yfir í lost, öndunarstopp og síðan dauða.

Ekki er til nein lækning við sjúkdómnum, þótt hægt sé að halda honum í skefjum, en þeir sem lifa af eru oft afar lengi að ná sér eftir hann.

Nánari upplýsingar um ebólaveiruna er að finna í ofangreindu svari.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

26.4.2005

Spyrjandi

Sigurgeir Heiðarsson, f. 1992

Tilvísun

SHB. „Hver eru einkenni ebóluveirunnar?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4958.

SHB. (2005, 26. apríl). Hver eru einkenni ebóluveirunnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4958

SHB. „Hver eru einkenni ebóluveirunnar?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4958>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru einkenni ebóluveirunnar?
Við eigum svar við þessari spurningu. Þú getur lesið það með því að smella hér. Í svarinu kemur fram að veiran dragi nafn sitt af ánni Ebólu í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976. Þar segir ennfremur:

Ebóla veldur því að frumur og vefir skemmast. Fyrstu einkenni ebólublæðingarsóttar eru höfuðverkur, hálssærindi, vöðvaverkir og kraftleysi. Í kjölfar þessara einkenna taka við uppköst, kviðverkir, niðurgangur, barkabólga og tárabólga (bólga í slímhimnum augans). Fyrir kemur að veiran skemmi mikilvæg líffæri, einkum lifur og nýru, sem leiðir til blæðinga frá líkamsopum og oft skemmdum á innri vefjum. Vegna gífurlegra blæðinga getur sjúkdómurinn þróast yfir í lost, öndunarstopp og síðan dauða.

Ekki er til nein lækning við sjúkdómnum, þótt hægt sé að halda honum í skefjum, en þeir sem lifa af eru oft afar lengi að ná sér eftir hann.

Nánari upplýsingar um ebólaveiruna er að finna í ofangreindu svari....