Ebóla veldur því að frumur og vefir skemmast. Fyrstu einkenni ebólublæðingarsóttar eru höfuðverkur, hálssærindi, vöðvaverkir og kraftleysi. Í kjölfar þessara einkenna taka við uppköst, kviðverkir, niðurgangur, barkabólga og tárabólga (bólga í slímhimnum augans). Fyrir kemur að veiran skemmi mikilvæg líffæri, einkum lifur og nýru, sem leiðir til blæðinga frá líkamsopum og oft skemmdum á innri vefjum. Vegna gífurlegra blæðinga getur sjúkdómurinn þróast yfir í lost, öndunarstopp og síðan dauða.Ekki er til nein lækning við sjúkdómnum, þótt hægt sé að halda honum í skefjum, en þeir sem lifa af eru oft afar lengi að ná sér eftir hann. Nánari upplýsingar um ebólaveiruna er að finna í ofangreindu svari.
Hver eru einkenni ebóluveirunnar?
Útgáfudagur
26.4.2005
Spyrjandi
Sigurgeir Heiðarsson, f. 1992
Tilvísun
SHB. „Hver eru einkenni ebóluveirunnar?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2005, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4958.
SHB. (2005, 26. apríl). Hver eru einkenni ebóluveirunnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4958
SHB. „Hver eru einkenni ebóluveirunnar?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2005. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4958>.