Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur lungnakrabbamein verið ættgengur sjúkdómur?

Steinn Jónsson, Sif Hansdóttir, Þórunn Rafnar og Tómas Guðbjartsson

Stutta svarið við spurningunni er já, lungnakrabbamein geta legið í ættum. Hins vegar er rétt að ítreka að reykingar eru langstærsti orsakaþáttur lungnakrabbameins. Þær eru taldar valda um 85% tilfella sjúkdómsins, aðallega beinar reykingar en einnig óbeinar. Meira er fjallað um helstu áhættuþætti í svari við spurningunni Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?

Íslensk rannsókn sem byggði á gögnum úr krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands og ættfræðigrunni Íslenskrar erfðagreiningar sýndi meira en tvöfalda áhættu á lungnakrabbameini hjá nákomnum ættingjum lungnakrabbameinssjúklinga (sjá mynd). Einnig sást marktækt aukin áhætta hjá fjarskyldari ættingjum sem ýtir stoðum undir tilvist erfðaþátta, enda sameiginleg umhverfisáhrif síður til staðar hjá þeim en nákomnum ættingjum.[1]

Reykingar eru langstærsti áhættuþáttur lungnakrabbameins, en erfðaþættir skipta líka máli eins og sést á því að lungnakrabbamein er algengara í ættingjum lungnakrabbameinssjúklinga en almennu þýði. Myndin sýnir þrjár tilbúnar fjölskyldur þar sem karlar með lungnakrabbamein eru merktir með dökkum ferningi og konur með dökkum hring. Mynd: Tómas Guðbjartsson.

Keimlíkar niðurstöður fengust í safngreiningu (e. meta analysis) og þykir renna frekari stoðum undir hlutverk erfða í lungnakrabbameini.[2] Rannsóknir með erfðamengisleit (e. genome wide association studies), meðal annars hér á landi, hafa leitt í ljós nokkra algenga erfðabreytileika sem tengjast áhættu á krabbameini í lungum og efri loftvegum. Það er áhugavert að sterkustu tengslin eru við erfðabreytileika á svæði sem inniheldur gen sem skrá fyrir nikotínviðtaka (e. nicotinic acetylcholine receptor, nAChR) og tengjast því nikótínfíkn.[3]

Meðal annarra erfðabreytileika sem hafa áhrif á hættu á krabbameini í lungum má nefna breytileika í BRCA2-geninu sem finnst í um 2% fólks af evrópskum uppruna.[4] Þessi erfðabreytileiki hefur þá sérstöðu að tengjast ekki áhættu á krabbameini í brjóstum og eggjastokkum heldur einungis krabbameinum sem hafa sterkan umhverfisþátt eins og lungnakrabbamein, og húðkrabbamein. Gera má ráð fyrir að þekking sem byggist á erfðarannsóknum muni á næstu árum nýtast í forvarnarskyni og fræðslu til almennings, og mögulega einnig við skimun og þróun nýrra meðferða.

Tilvísanir:
  1. ^ Jonsson S, Thorsteinsdottir U, Gudbjartsson DF, Jonsson HH, Kristjansson K, Arnason S, et al. Familial risk of lung carcinoma in the Icelandic population. Jama. 2004;292(24):2977- 2983.
  2. ^ Bailey-Wilson JE, Amos CI, Pinney SM, Petersen GM, de Andrade M, Wiest JS, et al. A major lung cancer susceptibility locus maps to chromosome 6q23-25. Am J Hum Genet. 2004;75(3):460-474.
  3. ^ Thorgeirsson TE, Geller F, Sulem P, Rafnar T, Wiste A, Magnusson KP, et al. A variant associated with nicotine dependence, lung cancer and peripheral arterial disease. Nature. 2008;452(7187):638-642.
  4. ^ Rafnar T, Sigurjonsdottir GR, Stacey SN, Halldorsson G, Sulem P, Pardo LM, et al. association of BRCA2 K3326* with small cell lung cancer and squamous cell cancer of the skin. J Natl Cancer Inst. 2018;110(9):967-974

Þetta svar er fengið úr bókinni Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning (ritstjóri Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Myndin kemur úr sama riti. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra bókarinnar.

Höfundar

Steinn Jónsson

lungnalæknir og prófessor emeritus

Sif Hansdóttir

lungnalæknir

Þórunn Rafnar

deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Útgáfudagur

12.3.2024

Spyrjandi

Guðrún Thorarensen

Tilvísun

Steinn Jónsson, Sif Hansdóttir, Þórunn Rafnar og Tómas Guðbjartsson. „Getur lungnakrabbamein verið ættgengur sjúkdómur?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2024, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81943.

Steinn Jónsson, Sif Hansdóttir, Þórunn Rafnar og Tómas Guðbjartsson. (2024, 12. mars). Getur lungnakrabbamein verið ættgengur sjúkdómur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81943

Steinn Jónsson, Sif Hansdóttir, Þórunn Rafnar og Tómas Guðbjartsson. „Getur lungnakrabbamein verið ættgengur sjúkdómur?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2024. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81943>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur lungnakrabbamein verið ættgengur sjúkdómur?
Stutta svarið við spurningunni er já, lungnakrabbamein geta legið í ættum. Hins vegar er rétt að ítreka að reykingar eru langstærsti orsakaþáttur lungnakrabbameins. Þær eru taldar valda um 85% tilfella sjúkdómsins, aðallega beinar reykingar en einnig óbeinar. Meira er fjallað um helstu áhættuþætti í svari við spurningunni Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?

Íslensk rannsókn sem byggði á gögnum úr krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands og ættfræðigrunni Íslenskrar erfðagreiningar sýndi meira en tvöfalda áhættu á lungnakrabbameini hjá nákomnum ættingjum lungnakrabbameinssjúklinga (sjá mynd). Einnig sást marktækt aukin áhætta hjá fjarskyldari ættingjum sem ýtir stoðum undir tilvist erfðaþátta, enda sameiginleg umhverfisáhrif síður til staðar hjá þeim en nákomnum ættingjum.[1]

Reykingar eru langstærsti áhættuþáttur lungnakrabbameins, en erfðaþættir skipta líka máli eins og sést á því að lungnakrabbamein er algengara í ættingjum lungnakrabbameinssjúklinga en almennu þýði. Myndin sýnir þrjár tilbúnar fjölskyldur þar sem karlar með lungnakrabbamein eru merktir með dökkum ferningi og konur með dökkum hring. Mynd: Tómas Guðbjartsson.

Keimlíkar niðurstöður fengust í safngreiningu (e. meta analysis) og þykir renna frekari stoðum undir hlutverk erfða í lungnakrabbameini.[2] Rannsóknir með erfðamengisleit (e. genome wide association studies), meðal annars hér á landi, hafa leitt í ljós nokkra algenga erfðabreytileika sem tengjast áhættu á krabbameini í lungum og efri loftvegum. Það er áhugavert að sterkustu tengslin eru við erfðabreytileika á svæði sem inniheldur gen sem skrá fyrir nikotínviðtaka (e. nicotinic acetylcholine receptor, nAChR) og tengjast því nikótínfíkn.[3]

Meðal annarra erfðabreytileika sem hafa áhrif á hættu á krabbameini í lungum má nefna breytileika í BRCA2-geninu sem finnst í um 2% fólks af evrópskum uppruna.[4] Þessi erfðabreytileiki hefur þá sérstöðu að tengjast ekki áhættu á krabbameini í brjóstum og eggjastokkum heldur einungis krabbameinum sem hafa sterkan umhverfisþátt eins og lungnakrabbamein, og húðkrabbamein. Gera má ráð fyrir að þekking sem byggist á erfðarannsóknum muni á næstu árum nýtast í forvarnarskyni og fræðslu til almennings, og mögulega einnig við skimun og þróun nýrra meðferða.

Tilvísanir:
  1. ^ Jonsson S, Thorsteinsdottir U, Gudbjartsson DF, Jonsson HH, Kristjansson K, Arnason S, et al. Familial risk of lung carcinoma in the Icelandic population. Jama. 2004;292(24):2977- 2983.
  2. ^ Bailey-Wilson JE, Amos CI, Pinney SM, Petersen GM, de Andrade M, Wiest JS, et al. A major lung cancer susceptibility locus maps to chromosome 6q23-25. Am J Hum Genet. 2004;75(3):460-474.
  3. ^ Thorgeirsson TE, Geller F, Sulem P, Rafnar T, Wiste A, Magnusson KP, et al. A variant associated with nicotine dependence, lung cancer and peripheral arterial disease. Nature. 2008;452(7187):638-642.
  4. ^ Rafnar T, Sigurjonsdottir GR, Stacey SN, Halldorsson G, Sulem P, Pardo LM, et al. association of BRCA2 K3326* with small cell lung cancer and squamous cell cancer of the skin. J Natl Cancer Inst. 2018;110(9):967-974

Þetta svar er fengið úr bókinni Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning (ritstjóri Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Myndin kemur úr sama riti. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra bókarinnar....