Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?

Steinn Jónsson, Sif Hansdóttir, Þórunn Rafnar og Tómas Guðbjartsson

Reykingar eru taldar valda að minnsta kosti um 85% tilfella lungnakrabbameins og þannig er meira vitað um orsakir þess en nokkurs annars krabbameins. Tengslin eru sterkust við flöguþekjukrabbamein og smáfrumukrabbamein, en heldur veikari fyrir kirtilmyndandi krabbamein.[1][2]

Í íslenskri rannsókn á 105 sjúklingum með lungnakrabbamein höfðu 93% reykt að meðaltali 20 sígarettur á dag en 7% höfðu aldrei reykt,[3] sem er ívið lægra en í flestum erlendum rannsóknum þar sem hlutfallið er oft í kringum 20%.[4] Hættan á lungnakrabbameini minnkar hjá þeim sem ná að hætta að reykja, og hjá þeim sem hætta fyrir miðjan aldur lækkar áhættan um 90%.[5] Einnig sýna fjölmargar rannsóknir að óbeinar reykingar auka áhættu á lungnakrabbameini hjá reyklausum,[6] og hafa meiri áhrif á börn og unglinga en fullorðna.[7] Loks geta ýmis eiturefni í umhverfi og á vinnustað aukið áhættuna verulega svo sem asbest, radon, arsen og fleiri slík efni.[8]

Reykingar eru taldar valda að minnsta kosti um 85% tilfella lungnakrabbameins. Með reykbindindi minnkar áhætta á lungnakrabbameini í 15 ár eftir að reykingum er hætt, eða úr allt að þrítugfaldri áhættu í um tvöfalda áhættu.

Með reykbindindi minnkar áhætta á lungnakrabbameini í 15 ár eftir að reykingum er hætt, eða úr allt að þrítugfaldri áhættu í um tvöfalda áhættu.[9][10] Vegna mikils fjölda fyrrverandi reykingamanna eru álíka mörg tilfelli lungnakrabbameins nú greind meðal fyrrverandi reykingamanna og þeirra sem enn reykja.[11] Svo virðist sem hátt hlutfall grænmetis og ávaxta í fæðu geti lækkað áhættu á lungnakrabbameinum,[12] en það hefur þó ekki verið sannað í framvirkum samanburðarrannsóknum.[13] Einstaklingar virðast misnæmir fyrir krabbameinsvaldandi efnum í tóbaksreyk sem endurspeglast í þeirri staðreynd að aðeins 16% reykingamanna fá lungnakrabbamein.[14] Ennfremur hafa sjúklingar með reykingatengda lungnateppu margfalt hærri tíðni lungnakrabbameins, sem ýtir stoðum undir að um sameiginlegan erfðaþátt sé að ræða í báðum þessum sjúkdómum.[15][16][17][18]

Tilvísanir:
 1. ^ Miller YE, Franklin WA. Molecular events in lung carcinogenesis. Hematol Oncol Clin North Am. 1997;11(2):215-234.
 2. ^ Wynder EL, Graham EA. Landmark article May 27, 1950: Tobacco Smoking as a possible etiologic factor in bronchiogenic carcinoma. A study of six hundred and eighty-four proved cases. By Ernest L. Wynder and Evarts A. Graham. Jama. 1985;253(20):2986-2994.
 3. ^ Sigurdsson A, Isaksson HJ, Kristjansson K, Jonsson S. Þáttur reykinga í myndun lungnakrabbameins á Íslandi. Rannsóknarráðstefna 4. árs læknanema (ágrip). 2001 (apríl).
 4. ^ Dias M, Linhas R, Campainha S, Conde S, Barroso A. Lung cancer in never-smokers - what are the differences? Acta Oncol. 2017;56(7):931-935.
 5. ^ Peto R, Darby S, Deo H, Silcocks P, Whitley E, Doll R. Smoking, smoking cessation, and lung cancer in the UK since 1950: combination of national statistics with two case-control studies. BMJ. 2000;321(7257):323-329.
 6. ^ Tobacco smoke and involuntary smoking. IARC Monogr Eval Carcinog Risks Hum. 2004;83:1- 1438.
 7. ^ Janerich DT, Thompson WD, Varela LR, Greenwald P, Chorost S, Tucci C, et al. Lung cancer and exposure to tobacco smoke in the household. N Engl J Med. 1990;323(10):632-636.
 8. ^ Turner MC, Andersen ZJ, Baccarelli A, Diver WR, Gapstur SM, Pope CA, 3rd, et al. Outdoor air pollution and cancer: An overview of the current evidence and public health recommendations. CA Cancer J Clin. 2020.
 9. ^ Anthonisen NR, Skeans MA, Wise RA, Manfreda J, Kanner RE, Connett JE. The effects of a smoking cessation intervention on 14.5-year mortality: a randomized clinical trial. Ann Intern Med. 2005;142(4):233-239.
 10. ^ Doll R, Peto R, Boreham J, Sutherland I. Mortality in relation to smoking: 50 years’ observations on male British doctors. Bmj. 2004;328(7455):1519.
 11. ^ Tong L, Spitz MR, Fueger JJ, Amos CA. Lung carcinoma in former smokers. Cancer. 1996;78(5):1004-1010
 12. ^ Skuladottir H, Tjoenneland A, Overvad K, Stripp C, Olsen JH. Does high intake of fruit and vegetables improve lung cancer survival? Lung Cancer. 2006;51(3):267-273.
 13. ^ Feskanich D, Ziegler RG, Michaud DS, Giovannucci EL, Speizer FE, Willett WC, et al. Prospective study of fruit and vegetable consumption and risk of lung cancer among men and women. J Natl Cancer Inst. 2000;92(22):1812-1823.
 14. ^ Sama heimild og í nr. 10.
 15. ^ Skillrud DM, Offord KP, Miller RD. Higher risk of lung cancer in chronic obstructive pulmonary disease. A prospective, matched, controlled study. Ann Intern Med. 1986;105(4):503-507.
 16. ^ Tockman MS, Anthonisen NR, Wright EC, Donithan MG. Airways obstruction and the risk for lung cancer. Ann Intern Med. 1987;106(4):512-518.
 17. ^ Petty TL. Are COPD and lung cancer two manifestations of the same disease? Chest. 2005;128(4):1895-1897.
 18. ^ Schwartz AG, Ruckdeschel JC. Familial lung cancer: genetic susceptibility and relationship to chronic obstructive pulmonary disease. Am J Respir Crit Care Med. 2006;173(1):16-22

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning (ritstjóri Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra bókarinnar.

Höfundar

Steinn Jónsson

lungnalæknir og prófessor emeritus

Sif Hansdóttir

lungnalæknir

Þórunn Rafnar

deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Útgáfudagur

6.3.2024

Spyrjandi

Örn Leó, ritstjórn

Tilvísun

Steinn Jónsson, Sif Hansdóttir, Þórunn Rafnar og Tómas Guðbjartsson. „Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2024. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86326.

Steinn Jónsson, Sif Hansdóttir, Þórunn Rafnar og Tómas Guðbjartsson. (2024, 6. mars). Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86326

Steinn Jónsson, Sif Hansdóttir, Þórunn Rafnar og Tómas Guðbjartsson. „Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2024. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86326>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?
Reykingar eru taldar valda að minnsta kosti um 85% tilfella lungnakrabbameins og þannig er meira vitað um orsakir þess en nokkurs annars krabbameins. Tengslin eru sterkust við flöguþekjukrabbamein og smáfrumukrabbamein, en heldur veikari fyrir kirtilmyndandi krabbamein.[1][2]

Í íslenskri rannsókn á 105 sjúklingum með lungnakrabbamein höfðu 93% reykt að meðaltali 20 sígarettur á dag en 7% höfðu aldrei reykt,[3] sem er ívið lægra en í flestum erlendum rannsóknum þar sem hlutfallið er oft í kringum 20%.[4] Hættan á lungnakrabbameini minnkar hjá þeim sem ná að hætta að reykja, og hjá þeim sem hætta fyrir miðjan aldur lækkar áhættan um 90%.[5] Einnig sýna fjölmargar rannsóknir að óbeinar reykingar auka áhættu á lungnakrabbameini hjá reyklausum,[6] og hafa meiri áhrif á börn og unglinga en fullorðna.[7] Loks geta ýmis eiturefni í umhverfi og á vinnustað aukið áhættuna verulega svo sem asbest, radon, arsen og fleiri slík efni.[8]

Reykingar eru taldar valda að minnsta kosti um 85% tilfella lungnakrabbameins. Með reykbindindi minnkar áhætta á lungnakrabbameini í 15 ár eftir að reykingum er hætt, eða úr allt að þrítugfaldri áhættu í um tvöfalda áhættu.

Með reykbindindi minnkar áhætta á lungnakrabbameini í 15 ár eftir að reykingum er hætt, eða úr allt að þrítugfaldri áhættu í um tvöfalda áhættu.[9][10] Vegna mikils fjölda fyrrverandi reykingamanna eru álíka mörg tilfelli lungnakrabbameins nú greind meðal fyrrverandi reykingamanna og þeirra sem enn reykja.[11] Svo virðist sem hátt hlutfall grænmetis og ávaxta í fæðu geti lækkað áhættu á lungnakrabbameinum,[12] en það hefur þó ekki verið sannað í framvirkum samanburðarrannsóknum.[13] Einstaklingar virðast misnæmir fyrir krabbameinsvaldandi efnum í tóbaksreyk sem endurspeglast í þeirri staðreynd að aðeins 16% reykingamanna fá lungnakrabbamein.[14] Ennfremur hafa sjúklingar með reykingatengda lungnateppu margfalt hærri tíðni lungnakrabbameins, sem ýtir stoðum undir að um sameiginlegan erfðaþátt sé að ræða í báðum þessum sjúkdómum.[15][16][17][18]

Tilvísanir:
 1. ^ Miller YE, Franklin WA. Molecular events in lung carcinogenesis. Hematol Oncol Clin North Am. 1997;11(2):215-234.
 2. ^ Wynder EL, Graham EA. Landmark article May 27, 1950: Tobacco Smoking as a possible etiologic factor in bronchiogenic carcinoma. A study of six hundred and eighty-four proved cases. By Ernest L. Wynder and Evarts A. Graham. Jama. 1985;253(20):2986-2994.
 3. ^ Sigurdsson A, Isaksson HJ, Kristjansson K, Jonsson S. Þáttur reykinga í myndun lungnakrabbameins á Íslandi. Rannsóknarráðstefna 4. árs læknanema (ágrip). 2001 (apríl).
 4. ^ Dias M, Linhas R, Campainha S, Conde S, Barroso A. Lung cancer in never-smokers - what are the differences? Acta Oncol. 2017;56(7):931-935.
 5. ^ Peto R, Darby S, Deo H, Silcocks P, Whitley E, Doll R. Smoking, smoking cessation, and lung cancer in the UK since 1950: combination of national statistics with two case-control studies. BMJ. 2000;321(7257):323-329.
 6. ^ Tobacco smoke and involuntary smoking. IARC Monogr Eval Carcinog Risks Hum. 2004;83:1- 1438.
 7. ^ Janerich DT, Thompson WD, Varela LR, Greenwald P, Chorost S, Tucci C, et al. Lung cancer and exposure to tobacco smoke in the household. N Engl J Med. 1990;323(10):632-636.
 8. ^ Turner MC, Andersen ZJ, Baccarelli A, Diver WR, Gapstur SM, Pope CA, 3rd, et al. Outdoor air pollution and cancer: An overview of the current evidence and public health recommendations. CA Cancer J Clin. 2020.
 9. ^ Anthonisen NR, Skeans MA, Wise RA, Manfreda J, Kanner RE, Connett JE. The effects of a smoking cessation intervention on 14.5-year mortality: a randomized clinical trial. Ann Intern Med. 2005;142(4):233-239.
 10. ^ Doll R, Peto R, Boreham J, Sutherland I. Mortality in relation to smoking: 50 years’ observations on male British doctors. Bmj. 2004;328(7455):1519.
 11. ^ Tong L, Spitz MR, Fueger JJ, Amos CA. Lung carcinoma in former smokers. Cancer. 1996;78(5):1004-1010
 12. ^ Skuladottir H, Tjoenneland A, Overvad K, Stripp C, Olsen JH. Does high intake of fruit and vegetables improve lung cancer survival? Lung Cancer. 2006;51(3):267-273.
 13. ^ Feskanich D, Ziegler RG, Michaud DS, Giovannucci EL, Speizer FE, Willett WC, et al. Prospective study of fruit and vegetable consumption and risk of lung cancer among men and women. J Natl Cancer Inst. 2000;92(22):1812-1823.
 14. ^ Sama heimild og í nr. 10.
 15. ^ Skillrud DM, Offord KP, Miller RD. Higher risk of lung cancer in chronic obstructive pulmonary disease. A prospective, matched, controlled study. Ann Intern Med. 1986;105(4):503-507.
 16. ^ Tockman MS, Anthonisen NR, Wright EC, Donithan MG. Airways obstruction and the risk for lung cancer. Ann Intern Med. 1987;106(4):512-518.
 17. ^ Petty TL. Are COPD and lung cancer two manifestations of the same disease? Chest. 2005;128(4):1895-1897.
 18. ^ Schwartz AG, Ruckdeschel JC. Familial lung cancer: genetic susceptibility and relationship to chronic obstructive pulmonary disease. Am J Respir Crit Care Med. 2006;173(1):16-22

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning (ritstjóri Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra bókarinnar....