Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fer sýnataka vegna lungnakrabbameins fram?

Hrönn Harðardóttir, Pétur H. Hannesson og Tómas Guðbjartsson

Sýnataka úr æxli eða meinvarpi er nauðsynleg til greiningar á lungnakrabbameini. Auk hefðbundinnar vefjagreiningar er nauðsynlegt að sýnið sé nægilega stórt þannig að hægt sé að gera á því ónæmis-, sameinda- og stökkbreytingarannsóknir, sérstaklega ef fyrirhuguð er krabbameinslyfjameðferð.

Berkjuspeglun nýtist ekki aðeins til greiningar heldur einnig til svonefndrar stigunar (mynd 1). Er næmi hennar best við æxli miðlægt í lunganu[1], en þegar æxli liggur utarlega í lungnablaði og er staðsett fjarri stærri berkjugreinum, getur verið erfitt að komast að því með hefðbundinni berkjuspeglun. Þá er oftast náð í vefjasýni með nálarstungu í gegnum brjóstvegg, og er ástungan nær alltaf gerð með aðstoð tölvusneiðmyndar (mynd 1). Eftir slíka ástungu næst sýni til greiningar í 70-90% tilfella, en fyrir hnúta undir 1 cm að stærð er hlutfallið lægra.[2][3] Loftbrjóst er algengasti fylgikvillinn í kjölfar ástungu og sést í allt að 39% tilfella eftir ástungu með grófnál, en 24% með fínnálarástungu.[4] Oftast nægir að fylgjast með loftbrjóstinu, en fimmtungur sjúklinga þarf brjóstholskera.[5] Víða erlendis er farið að nota óm (e. radial endobronchial ultrasound) og segulmiðun (e. navigational bronchoscpy) við berkjuspeglun til að staðsetja betur og ná sýnum úr æxlum sem liggja utarlega í lungum.[6]

Mynd 1: Berkjuómspeglun (EBUS).

Sé læknandi meðferð talin möguleg hjá sjúklingi með stækkaða eða jáeindaskanna-jákvæða miðmætiseitla er gerð sýnataka til að staðfesta meinvarpið.[7] Unnt er að taka sýni úr miðmætiseitlum með nál sem stungið er í gegnum berkju og kallast berkjuómspeglun (e. endobronchial ultrasound, EBUS), en einnig er hægt að fara í gegnum vélinda og kallast vélindaómspeglun (e. eosophageal ultrasound, EUS). Er notast við ómstýringu í báðum tilvikum (mynd 1). Þetta er örugg aðferð við stigun miðmætiseitla, sérstaklega þá sem liggja nálægt stærri loftvegum og eru >10 mm að stærð. Er berkjuómspeglun því ráðlögð sem fyrsta rannsóknaraðferð til sýnatöku úr miðmætiseitlum. Ástunga í gegnum vélinda kemur síðan til greina við eitlastækkanir í neðri hluta miðmætis, en erfitt getur verið að ná til þeirra með berkju- eða miðmætisspeglun.[8] Bæði berkju- og vélindaómspeglun má framkvæma í slævingu eða stuttri svæfingu og er sértækni beggja rannsókna há (83-92%) og tíðni fylgikvilla (blæðing, sýking í miðmæti, loftbrjóst) lág (minni en 1%).[9]

Eftir að berkju- og vélindaómspeglun kom til sögunnar hefur miðmætisspeglunum (mediastinoscopy) fækkað stórlega. Hún getur þó komið til greina fáist greining á miðmætiseitlum ekki með öðrum hætti.[10] Þá er í svæfingu gerður 2-3 cm skurður á neðanverðum hálsi og röri með ljósgjafa rennt eftir framanverðum barka niður í miðmæti. Hægt er að ná sýnum úr eitlum í ofanverðu miðmæti sömu megin og æxlið (N2-eitlastöð), eða gagnstæðu megin (N3-eitlastöð) (mynd 2). Næmi miðmætisspeglunar í greiningu eitilmeinvarpa er 90% og sértæki 100%,[11][12] en með henni næst þó ekki til eitla í neðanverðu miðmæti eða eitla í vinstra lungnaporti. Miðmætisspeglun er örugg aðgerð, og eru fylgikvillar eins og blæðing, áverki á vinstri raddbandstaug og skurð sýkingar sjaldgæfar (minni en 1%).[13][14]

Mynd 2: Miðmætisspeglun.

Loks getur brjóstholsspeglun (e. video assisted thoracoscopy) komið til greina þegar sterkur grunur leikur á meinvörpum í fleiðru, til dæmis ef endurtekin frumurannsókn á fleiðruvökva er neikvæð og æxli ekki sjáanleg á TS.[15]

Tilvísanir:
  1. ^ Schreiber G, McCrory DC. Performance characteristics of different modalities for diagnosis of suspected lung cancer: summary of published evidence. Chest. 2003;123(1 Suppl):115s- 128s.
  2. ^ Rivera MP, Mehta AC, Wahidi MM. Establishing the diagnosis of lung cancer: Diagnosis and management of lung cancer, 3rd ed: American College of Chest Physicians evidence-based clinical practice guidelines. Chest. 2013;143(5 Suppl):e142S-e165S.
  3. ^ Li H, Boiselle PM, Shepard JO, Trotman-Dickenson B, McLoud TC. Diagnostic accuracy and safety of CT-guided percutaneous needle aspiration biopsy of the lung: comparison of small and large pulmonary nodules. AJR Am J Roentgenol. 1996;167(1):105-109.
  4. ^ Heerink WJ, de Bock GH, de Jonge GJ, Groen HJ, Vliegenthart R, Oudkerk M. Complication rates of CT-guided transthoracic lung biopsy: meta-analysis. Eur Radiol. 2017;27(1):138-148.
  5. ^ Sama heimild og í nr. 3.
  6. ^ Ma L, Fang Y, Zhang T, Xue P, Bo L, Liu W, et al. Comparison in efficacy and safety of forceps biopsy for peripheral lung lesions guided by endobronchial ultrasound-guided sheath (EBUS-GS) and electromagnetic navigation bronchoscopy combined with EBUS (ENB- EBUS). Am J Transl Res. 2020;12(8):4604-4611.
  7. ^ De Leyn P, Dooms C, Kuzdzal J, Lardinois D, Passlick B, Rami-Porta R, et al. Revised ESTS guidelines for preoperative mediastinal lymph node staging for non-small-cell lung cancer. Eur J Cardiothorac Surg. 2014;45(5):787-798.
  8. ^ Annema JT, Versteegh MI, Veseliç M, Voigt P, Rabe KF. Endoscopic ultrasound-guided fine-needle aspiration in the diagnosis and staging of lung cancer and its impact on surgical staging. J Clin Oncol. 2005;23(33):8357-8361.
  9. ^ Zhang R, Ying K, Shi L, Zhang L, Zhou L. Combined endobronchial and endoscopic ultrasound-guided fine needle aspiration for mediastinal lymph node staging of lung cancer: a meta-analysis. Eur J Cancer. 2013;49(8):1860-1867.
  10. ^ Sama heimild og í nr. 7.
  11. ^ Sama heimild og í nr. 7.
  12. ^ Detterbeck FC, Jantz MA, Wallace M, Vansteenkiste J, Silvestri GA. Invasive mediastinal staging of lung cancer: ACCP evidence-based clinical practice guidelines (2nd edition). Chest. 2007;132(3 Suppl):202s-220s.
  13. ^ Sama heimild og í nr. 12.
  14. ^ Olafsdottir TS, Gudmundsson G, Bjornsson J, Gudbjartsson T. [Mediastinoscopy in Iceland: indications and surgical outcome]. Læknablaðið. 2010;96(6):399-403.
  15. ^ Silvestri GA, Gonzalez AV, Jantz MA, Margolis ML, Gould MK, Tanoue LT, et al. Methods for staging non-small cell lung cancer: Diagnosis and management of lung cancer, 3rd ed: American College of Chest Physicians evidence-based clinical practice guidelines. Chest. 2013;143(5 Suppl):e211S-e250S.

Þetta svar er fengið úr bókinni Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning (ritstjóri Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Myndin kemur úr sama riti. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra bókarinnar.

Höfundar

Hrönn Harðardóttir

lungnalæknir og doktorsnemi við læknadeild HÍ

Pétur H. Hannesson

yfirlæknir röntgendeildar Landspíta

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Útgáfudagur

16.4.2024

Spyrjandi

Þóra

Tilvísun

Hrönn Harðardóttir, Pétur H. Hannesson og Tómas Guðbjartsson. „Hvernig fer sýnataka vegna lungnakrabbameins fram?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2024, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86469.

Hrönn Harðardóttir, Pétur H. Hannesson og Tómas Guðbjartsson. (2024, 16. apríl). Hvernig fer sýnataka vegna lungnakrabbameins fram? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86469

Hrönn Harðardóttir, Pétur H. Hannesson og Tómas Guðbjartsson. „Hvernig fer sýnataka vegna lungnakrabbameins fram?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2024. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86469>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fer sýnataka vegna lungnakrabbameins fram?
Sýnataka úr æxli eða meinvarpi er nauðsynleg til greiningar á lungnakrabbameini. Auk hefðbundinnar vefjagreiningar er nauðsynlegt að sýnið sé nægilega stórt þannig að hægt sé að gera á því ónæmis-, sameinda- og stökkbreytingarannsóknir, sérstaklega ef fyrirhuguð er krabbameinslyfjameðferð.

Berkjuspeglun nýtist ekki aðeins til greiningar heldur einnig til svonefndrar stigunar (mynd 1). Er næmi hennar best við æxli miðlægt í lunganu[1], en þegar æxli liggur utarlega í lungnablaði og er staðsett fjarri stærri berkjugreinum, getur verið erfitt að komast að því með hefðbundinni berkjuspeglun. Þá er oftast náð í vefjasýni með nálarstungu í gegnum brjóstvegg, og er ástungan nær alltaf gerð með aðstoð tölvusneiðmyndar (mynd 1). Eftir slíka ástungu næst sýni til greiningar í 70-90% tilfella, en fyrir hnúta undir 1 cm að stærð er hlutfallið lægra.[2][3] Loftbrjóst er algengasti fylgikvillinn í kjölfar ástungu og sést í allt að 39% tilfella eftir ástungu með grófnál, en 24% með fínnálarástungu.[4] Oftast nægir að fylgjast með loftbrjóstinu, en fimmtungur sjúklinga þarf brjóstholskera.[5] Víða erlendis er farið að nota óm (e. radial endobronchial ultrasound) og segulmiðun (e. navigational bronchoscpy) við berkjuspeglun til að staðsetja betur og ná sýnum úr æxlum sem liggja utarlega í lungum.[6]

Mynd 1: Berkjuómspeglun (EBUS).

Sé læknandi meðferð talin möguleg hjá sjúklingi með stækkaða eða jáeindaskanna-jákvæða miðmætiseitla er gerð sýnataka til að staðfesta meinvarpið.[7] Unnt er að taka sýni úr miðmætiseitlum með nál sem stungið er í gegnum berkju og kallast berkjuómspeglun (e. endobronchial ultrasound, EBUS), en einnig er hægt að fara í gegnum vélinda og kallast vélindaómspeglun (e. eosophageal ultrasound, EUS). Er notast við ómstýringu í báðum tilvikum (mynd 1). Þetta er örugg aðferð við stigun miðmætiseitla, sérstaklega þá sem liggja nálægt stærri loftvegum og eru >10 mm að stærð. Er berkjuómspeglun því ráðlögð sem fyrsta rannsóknaraðferð til sýnatöku úr miðmætiseitlum. Ástunga í gegnum vélinda kemur síðan til greina við eitlastækkanir í neðri hluta miðmætis, en erfitt getur verið að ná til þeirra með berkju- eða miðmætisspeglun.[8] Bæði berkju- og vélindaómspeglun má framkvæma í slævingu eða stuttri svæfingu og er sértækni beggja rannsókna há (83-92%) og tíðni fylgikvilla (blæðing, sýking í miðmæti, loftbrjóst) lág (minni en 1%).[9]

Eftir að berkju- og vélindaómspeglun kom til sögunnar hefur miðmætisspeglunum (mediastinoscopy) fækkað stórlega. Hún getur þó komið til greina fáist greining á miðmætiseitlum ekki með öðrum hætti.[10] Þá er í svæfingu gerður 2-3 cm skurður á neðanverðum hálsi og röri með ljósgjafa rennt eftir framanverðum barka niður í miðmæti. Hægt er að ná sýnum úr eitlum í ofanverðu miðmæti sömu megin og æxlið (N2-eitlastöð), eða gagnstæðu megin (N3-eitlastöð) (mynd 2). Næmi miðmætisspeglunar í greiningu eitilmeinvarpa er 90% og sértæki 100%,[11][12] en með henni næst þó ekki til eitla í neðanverðu miðmæti eða eitla í vinstra lungnaporti. Miðmætisspeglun er örugg aðgerð, og eru fylgikvillar eins og blæðing, áverki á vinstri raddbandstaug og skurð sýkingar sjaldgæfar (minni en 1%).[13][14]

Mynd 2: Miðmætisspeglun.

Loks getur brjóstholsspeglun (e. video assisted thoracoscopy) komið til greina þegar sterkur grunur leikur á meinvörpum í fleiðru, til dæmis ef endurtekin frumurannsókn á fleiðruvökva er neikvæð og æxli ekki sjáanleg á TS.[15]

Tilvísanir:
  1. ^ Schreiber G, McCrory DC. Performance characteristics of different modalities for diagnosis of suspected lung cancer: summary of published evidence. Chest. 2003;123(1 Suppl):115s- 128s.
  2. ^ Rivera MP, Mehta AC, Wahidi MM. Establishing the diagnosis of lung cancer: Diagnosis and management of lung cancer, 3rd ed: American College of Chest Physicians evidence-based clinical practice guidelines. Chest. 2013;143(5 Suppl):e142S-e165S.
  3. ^ Li H, Boiselle PM, Shepard JO, Trotman-Dickenson B, McLoud TC. Diagnostic accuracy and safety of CT-guided percutaneous needle aspiration biopsy of the lung: comparison of small and large pulmonary nodules. AJR Am J Roentgenol. 1996;167(1):105-109.
  4. ^ Heerink WJ, de Bock GH, de Jonge GJ, Groen HJ, Vliegenthart R, Oudkerk M. Complication rates of CT-guided transthoracic lung biopsy: meta-analysis. Eur Radiol. 2017;27(1):138-148.
  5. ^ Sama heimild og í nr. 3.
  6. ^ Ma L, Fang Y, Zhang T, Xue P, Bo L, Liu W, et al. Comparison in efficacy and safety of forceps biopsy for peripheral lung lesions guided by endobronchial ultrasound-guided sheath (EBUS-GS) and electromagnetic navigation bronchoscopy combined with EBUS (ENB- EBUS). Am J Transl Res. 2020;12(8):4604-4611.
  7. ^ De Leyn P, Dooms C, Kuzdzal J, Lardinois D, Passlick B, Rami-Porta R, et al. Revised ESTS guidelines for preoperative mediastinal lymph node staging for non-small-cell lung cancer. Eur J Cardiothorac Surg. 2014;45(5):787-798.
  8. ^ Annema JT, Versteegh MI, Veseliç M, Voigt P, Rabe KF. Endoscopic ultrasound-guided fine-needle aspiration in the diagnosis and staging of lung cancer and its impact on surgical staging. J Clin Oncol. 2005;23(33):8357-8361.
  9. ^ Zhang R, Ying K, Shi L, Zhang L, Zhou L. Combined endobronchial and endoscopic ultrasound-guided fine needle aspiration for mediastinal lymph node staging of lung cancer: a meta-analysis. Eur J Cancer. 2013;49(8):1860-1867.
  10. ^ Sama heimild og í nr. 7.
  11. ^ Sama heimild og í nr. 7.
  12. ^ Detterbeck FC, Jantz MA, Wallace M, Vansteenkiste J, Silvestri GA. Invasive mediastinal staging of lung cancer: ACCP evidence-based clinical practice guidelines (2nd edition). Chest. 2007;132(3 Suppl):202s-220s.
  13. ^ Sama heimild og í nr. 12.
  14. ^ Olafsdottir TS, Gudmundsson G, Bjornsson J, Gudbjartsson T. [Mediastinoscopy in Iceland: indications and surgical outcome]. Læknablaðið. 2010;96(6):399-403.
  15. ^ Silvestri GA, Gonzalez AV, Jantz MA, Margolis ML, Gould MK, Tanoue LT, et al. Methods for staging non-small cell lung cancer: Diagnosis and management of lung cancer, 3rd ed: American College of Chest Physicians evidence-based clinical practice guidelines. Chest. 2013;143(5 Suppl):e211S-e250S.

Þetta svar er fengið úr bókinni Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning (ritstjóri Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Myndin kemur úr sama riti. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra bókarinnar....