Sólin Sólin Rís 07:42 • sest 18:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:14 • Síðdegis: 18:26 í Reykjavík

Af hverju verður maður þróttlaus og þreyttur þegar maður fær flensu?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Líklegt svar við þessu er að sýkingin veldur því að efnaskiptahraði fruma líkamans eykst, ekki síst hjá þeim frumum sem tilheyra ónæmiskerfinu, en þær „fara á fullt” þegar sýkill berst inn í líkamann. Það krefst orku að mynda mótefni, önnur efni og frumur sem þarf til að ráða niðurlögum sýklanna.

Veikindum fylgir oft mikil þreyta. Einnig missum við iðulega lystina en það er talið æskilegt því þá fá bakteríur ekki járn og fleiri næringarefni.

Hegðun okkar breytist við veikindi. Einkenni eins og þreyta, þróttleysi, lystarleysi og fleiri almenn einkenni eru viðbrögð líkamans til að forgangsraða í þessum óeðlilegu kringumstæðum. Lystarleysi er til dæmis talið vera æskilegt því að þá fá bakteríur ekki járn og fleiri næringarefni sem hjálpa þeim að fjölga sér. Það má kannski segja að líkaminn meti ástandið þannig að það sé betra fyrir okkur að ganga á birgðir sem við eigum en ekki bæta við þær á meðan bakteríur gætu nýtt sér þær.

Þetta á reyndar ekki við um veirusýkingar (til dæmis þær sem valda inflúensu) þar sem veirur eru ekki fullgildar lífverur og stunda engin efnaskipti en geta nýtt efnaskipti í frumum okkar í sína þágu, til dæmis til að framleiða fleiri veirur. En bakteríusýkingar koma oft í kjölfar veirusýkinga á meðan ónæmiskerfið er upptekið við að berjast gegn veirunum.

Hiti er annað einkenni sem okkur finnst óþægilegt en er enn verra fyrir sýklana. Það má segja að líkaminn meti það svo að við verðum að láta okkur hafa hitann því að hann örvar ónæmiskerfið til dáða og flýtir fyrir að við losnum við sýklana.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

6.2.2013

Spyrjandi

Stefán Páll Ragnarsson, f. 1994

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju verður maður þróttlaus og þreyttur þegar maður fær flensu?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2013. Sótt 3. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=52942.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2013, 6. febrúar). Af hverju verður maður þróttlaus og þreyttur þegar maður fær flensu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52942

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju verður maður þróttlaus og þreyttur þegar maður fær flensu?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2013. Vefsíða. 3. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52942>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju verður maður þróttlaus og þreyttur þegar maður fær flensu?
Líklegt svar við þessu er að sýkingin veldur því að efnaskiptahraði fruma líkamans eykst, ekki síst hjá þeim frumum sem tilheyra ónæmiskerfinu, en þær „fara á fullt” þegar sýkill berst inn í líkamann. Það krefst orku að mynda mótefni, önnur efni og frumur sem þarf til að ráða niðurlögum sýklanna.

Veikindum fylgir oft mikil þreyta. Einnig missum við iðulega lystina en það er talið æskilegt því þá fá bakteríur ekki járn og fleiri næringarefni.

Hegðun okkar breytist við veikindi. Einkenni eins og þreyta, þróttleysi, lystarleysi og fleiri almenn einkenni eru viðbrögð líkamans til að forgangsraða í þessum óeðlilegu kringumstæðum. Lystarleysi er til dæmis talið vera æskilegt því að þá fá bakteríur ekki járn og fleiri næringarefni sem hjálpa þeim að fjölga sér. Það má kannski segja að líkaminn meti ástandið þannig að það sé betra fyrir okkur að ganga á birgðir sem við eigum en ekki bæta við þær á meðan bakteríur gætu nýtt sér þær.

Þetta á reyndar ekki við um veirusýkingar (til dæmis þær sem valda inflúensu) þar sem veirur eru ekki fullgildar lífverur og stunda engin efnaskipti en geta nýtt efnaskipti í frumum okkar í sína þágu, til dæmis til að framleiða fleiri veirur. En bakteríusýkingar koma oft í kjölfar veirusýkinga á meðan ónæmiskerfið er upptekið við að berjast gegn veirunum.

Hiti er annað einkenni sem okkur finnst óþægilegt en er enn verra fyrir sýklana. Það má segja að líkaminn meti það svo að við verðum að láta okkur hafa hitann því að hann örvar ónæmiskerfið til dáða og flýtir fyrir að við losnum við sýklana.

Heimildir og mynd:

...