Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvers vegna sofum við?

Heiða María Sigurðardóttir

Aðrir spyrjendur eru: Ásgeir Ingvarsson, Heiðrún Lilja, Ragnar Sigurmundsson, Auður Arna Sigurðardóttir, f. 1996, Jón Þór, Gunnlaugur Sverrisson, Lára, Hrafn Ásgeirsson og Karvel Arnarsson.


Ein leið til að kanna gagnsemi svefns er að athuga hvað gerist þegar sofið er of lítið. Svefnleysi hefur óæskileg áhrif á líkamsstarfsemi bæði manna og dýra. Vansvefta dýr verða veikburða og missa getuna til að stjórna líkamshita sínum. Efnaskipti verða hraðari svo dýrin þurfa að éta mun meira en áður, en þau horast samt niður. Að lokum deyja dýrin. Flest bendir því til þess að svefn sé dýrum afar mikilvægur – ef ekki lífsnauðsynlegur – eins og lesa má um í svarinu Hvers vegna, eftir milljóna ára þróun, þurfa flestar lífverur að sofa? eftir Jón Má Halldórsson.

Af siðferðisástæðum hafa ekki verið gerðar rannsóknir á því hvort langvarandi svefnleysi dragi fólk að lokum til dauða. Rannsóknir á mönnum hafa samt leitt í ljós að fólk sem ekki fær að sofa verður slappt og sljótt og líkamshiti þess breytist. Athyglisvert er að svefnleysi hefur yfirleitt ekki mikil áhrif á getu manna til líkamlegrar vinnu. Sömuleiðis hefur komið í ljós að fólk sem hreyfir sig mikið þarf yfirleitt ekki á meiri svefni að halda en kyrrsetufólk. Ólíkt hugmyndum almennings virðist aðaltilgangur svefns því ekki endilega vera að hvíla líkamann; hann er hægt að hvíla með því að leggjast upp í sófa án þess að sofna. Flestir hallast fremur að því að svefns sé aðallega þörf til að endurnæra huga og heila.


Mikilvægi svefns fyrir hugarstarf sést ekki síst á fólki sem ekki fær nægan svefn. Svefnleysi gerir fólk ruglað, sljótt og einbeitingarlítið og viðbragðsflýtir minnkar til muna. Enginn ætti því að sinna störfum sem krefjast árvekni, eins og að aka bíl, eftir langar andvökunætur. Lítill svefn getur einnig haft í för með sér skynbrenglun, jafnvel ofskynjanir. Einnig geta komið fram breytingar á persónuleika, svo sem að fólk verði óvenjuuppstökkt og ört.

Margt bendir til þess að svefnstig sem kallast hægbylgjusvefn (e. slow-wave sleep) sé nauðsynlegt til að hvíla heilann. Á þessu var gerð skemmtileg tilraun. Þátttakendum var sagt að þeir ættu að taka þátt í rannsókn á lestrarfærni. Þegar þeir mættu í tilraunina var þeim tilkynnt að því miður gætu prófanir ekki farið fram þann dag (en það var einungis yfirskyn). Í skaðabætur bauðst þeim að fara í skemmtiferð þar sem þeir heimsóttu meðal annars dýragarð, fóru á listasýningu, í verslunarleiðangur, á safn, í skemmtigarð og í bíó. Þátttakendur þurftu ekki að reyna á sig líkamlega þar sem þeir voru keyrðir á milli staða. Aftur á móti mætti segja að andleg áreynsla væri umtalsverð því heilinn þurfti að vinna úr alls konar nýjum upplýsingum. Þegar öllu þessu var lokið voru þátttakendur orðnir þreyttir og fóru að sofa. Þeir sváfu jafn lengi og venjulega en eyddu meiri tíma í hægbylgjusvefni en gengur og gerist – alveg eins og við mætti búast ef hægbylgjusvefninn væri mikilvægur til að koma heilastarfseminni í samt lag eftir átök dagsins.

Það svefnstig sem talið er sérstaklega mikilvægt fyrir breytingar á taugakerfinu, svo sem við myndun nýrra minninga, kallast REM-svefn (e. REM sleep, einnig kallaður bliksvefn eða draumsvefn). Dýr sem sífellt eru vakin af REM-svefni, en fá að öðru leyti að sofa óáreitt, eiga erfiðara með að læra nýja hluti. REM-svefn virðist einnig skipta máli fyrir minni og nám hjá mönnum. Til að mynda eyða námsmenn í prófum meiri tíma í REM-svefn en á öðrum tímum árs. Sömuleiðis fer hátt hlutfall svefns bráðgerra barna í REM-svefn en lágt hlutfall svefns þroskaheftra barna. Margir halda því fram að þetta sé vegna þess að í REM-svefni styrkist nýjar minningar og tengist við eldri. Þess vegna skýrist algengi drauma á þessu svefnstigi ef til vill einfaldlega af því að verið er að „taka til“ í heilanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Carlson, N. R. (2001). Physiology of behavior (7. útgáfa). Needham Heights, MA: Allyn and Bacon.
  • Guerilla film fest. Úr myndinni Home Game.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

20.12.2005

Spyrjandi

Andrés Baldursson, f. 1990
Kolbrún Lilja, f. 1989
og fleiri

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvers vegna sofum við?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5498.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 20. desember). Hvers vegna sofum við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5498

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvers vegna sofum við?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5498>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna sofum við?
Aðrir spyrjendur eru: Ásgeir Ingvarsson, Heiðrún Lilja, Ragnar Sigurmundsson, Auður Arna Sigurðardóttir, f. 1996, Jón Þór, Gunnlaugur Sverrisson, Lára, Hrafn Ásgeirsson og Karvel Arnarsson.


Ein leið til að kanna gagnsemi svefns er að athuga hvað gerist þegar sofið er of lítið. Svefnleysi hefur óæskileg áhrif á líkamsstarfsemi bæði manna og dýra. Vansvefta dýr verða veikburða og missa getuna til að stjórna líkamshita sínum. Efnaskipti verða hraðari svo dýrin þurfa að éta mun meira en áður, en þau horast samt niður. Að lokum deyja dýrin. Flest bendir því til þess að svefn sé dýrum afar mikilvægur – ef ekki lífsnauðsynlegur – eins og lesa má um í svarinu Hvers vegna, eftir milljóna ára þróun, þurfa flestar lífverur að sofa? eftir Jón Má Halldórsson.

Af siðferðisástæðum hafa ekki verið gerðar rannsóknir á því hvort langvarandi svefnleysi dragi fólk að lokum til dauða. Rannsóknir á mönnum hafa samt leitt í ljós að fólk sem ekki fær að sofa verður slappt og sljótt og líkamshiti þess breytist. Athyglisvert er að svefnleysi hefur yfirleitt ekki mikil áhrif á getu manna til líkamlegrar vinnu. Sömuleiðis hefur komið í ljós að fólk sem hreyfir sig mikið þarf yfirleitt ekki á meiri svefni að halda en kyrrsetufólk. Ólíkt hugmyndum almennings virðist aðaltilgangur svefns því ekki endilega vera að hvíla líkamann; hann er hægt að hvíla með því að leggjast upp í sófa án þess að sofna. Flestir hallast fremur að því að svefns sé aðallega þörf til að endurnæra huga og heila.


Mikilvægi svefns fyrir hugarstarf sést ekki síst á fólki sem ekki fær nægan svefn. Svefnleysi gerir fólk ruglað, sljótt og einbeitingarlítið og viðbragðsflýtir minnkar til muna. Enginn ætti því að sinna störfum sem krefjast árvekni, eins og að aka bíl, eftir langar andvökunætur. Lítill svefn getur einnig haft í för með sér skynbrenglun, jafnvel ofskynjanir. Einnig geta komið fram breytingar á persónuleika, svo sem að fólk verði óvenjuuppstökkt og ört.

Margt bendir til þess að svefnstig sem kallast hægbylgjusvefn (e. slow-wave sleep) sé nauðsynlegt til að hvíla heilann. Á þessu var gerð skemmtileg tilraun. Þátttakendum var sagt að þeir ættu að taka þátt í rannsókn á lestrarfærni. Þegar þeir mættu í tilraunina var þeim tilkynnt að því miður gætu prófanir ekki farið fram þann dag (en það var einungis yfirskyn). Í skaðabætur bauðst þeim að fara í skemmtiferð þar sem þeir heimsóttu meðal annars dýragarð, fóru á listasýningu, í verslunarleiðangur, á safn, í skemmtigarð og í bíó. Þátttakendur þurftu ekki að reyna á sig líkamlega þar sem þeir voru keyrðir á milli staða. Aftur á móti mætti segja að andleg áreynsla væri umtalsverð því heilinn þurfti að vinna úr alls konar nýjum upplýsingum. Þegar öllu þessu var lokið voru þátttakendur orðnir þreyttir og fóru að sofa. Þeir sváfu jafn lengi og venjulega en eyddu meiri tíma í hægbylgjusvefni en gengur og gerist – alveg eins og við mætti búast ef hægbylgjusvefninn væri mikilvægur til að koma heilastarfseminni í samt lag eftir átök dagsins.

Það svefnstig sem talið er sérstaklega mikilvægt fyrir breytingar á taugakerfinu, svo sem við myndun nýrra minninga, kallast REM-svefn (e. REM sleep, einnig kallaður bliksvefn eða draumsvefn). Dýr sem sífellt eru vakin af REM-svefni, en fá að öðru leyti að sofa óáreitt, eiga erfiðara með að læra nýja hluti. REM-svefn virðist einnig skipta máli fyrir minni og nám hjá mönnum. Til að mynda eyða námsmenn í prófum meiri tíma í REM-svefn en á öðrum tímum árs. Sömuleiðis fer hátt hlutfall svefns bráðgerra barna í REM-svefn en lágt hlutfall svefns þroskaheftra barna. Margir halda því fram að þetta sé vegna þess að í REM-svefni styrkist nýjar minningar og tengist við eldri. Þess vegna skýrist algengi drauma á þessu svefnstigi ef til vill einfaldlega af því að verið er að „taka til“ í heilanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Carlson, N. R. (2001). Physiology of behavior (7. útgáfa). Needham Heights, MA: Allyn and Bacon.
  • Guerilla film fest. Úr myndinni Home Game.
...