Sólin Sólin Rís 08:47 • sest 17:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 17:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:42 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 18:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:47 • sest 17:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 17:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:42 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 18:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?

Guðrún Kvaran

COVID-19 borði í flokk
Vilmundur Jónsson landlæknir stakk upp á heitinu veira snemma á sjötta áratug 20. aldar í stað tökuorðsins vírus sem notað hafði verið um skeið. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um veiru eru frá um 1955.

Sigurður Pétursson gerlafræðingur, sem kaus frekar orðið vírus, skrifaði grein í Náttúrufræðinginn (1954:147) þar sem hann gerði lítið úr orðinu veira. Vilmundur svaraði með annarri grein sem birtist í blaðinu Frjálsri þjóð, 7. maí 1955 undir heitinu Vörn fyrir veiru.

Orðið veira var til í málinu í merkingunni ‘feyra, fúaskemmd’. Lituð rafeindasmásjármynd af SARS-CoV-2-veirum sem hafa brotið sér leið út úr hýsilfrumu.

Vilmundur var áhugamaður um vandað íslenskt mál og valdi því íslenskt heiti í stað tökuorðsins. Báðar greinarnar eru aðgengilegar á Tímarit.is og er eindregið mælt með að lesendur líti í þær.

Orðið veira var þegar til í málinu í merkingunni ‘feyra, fúaskemmd’ og er meðal annars að finna í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 en virðist ekki hafa verið mikið notað. Enn lifa tökuorðið og íslenska orðið hlið við hlið.

Heimildir og frekara lesefn:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.3.2020

Síðast uppfært

8.10.2021

Spyrjandi

Eva, ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2020, sótt 24. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78902.

Guðrún Kvaran. (2020, 26. mars). Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78902

Guðrún Kvaran. „Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2020. Vefsíða. 24. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78902>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?
Vilmundur Jónsson landlæknir stakk upp á heitinu veira snemma á sjötta áratug 20. aldar í stað tökuorðsins vírus sem notað hafði verið um skeið. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um veiru eru frá um 1955.

Sigurður Pétursson gerlafræðingur, sem kaus frekar orðið vírus, skrifaði grein í Náttúrufræðinginn (1954:147) þar sem hann gerði lítið úr orðinu veira. Vilmundur svaraði með annarri grein sem birtist í blaðinu Frjálsri þjóð, 7. maí 1955 undir heitinu Vörn fyrir veiru.

Orðið veira var til í málinu í merkingunni ‘feyra, fúaskemmd’. Lituð rafeindasmásjármynd af SARS-CoV-2-veirum sem hafa brotið sér leið út úr hýsilfrumu.

Vilmundur var áhugamaður um vandað íslenskt mál og valdi því íslenskt heiti í stað tökuorðsins. Báðar greinarnar eru aðgengilegar á Tímarit.is og er eindregið mælt með að lesendur líti í þær.

Orðið veira var þegar til í málinu í merkingunni ‘feyra, fúaskemmd’ og er meðal annars að finna í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 en virðist ekki hafa verið mikið notað. Enn lifa tökuorðið og íslenska orðið hlið við hlið.

Heimildir og frekara lesefn:

Mynd:...