Sólin Sólin Rís 08:23 • sest 18:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 25:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:26 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hvernig eru veirur greindar í mönnum?

Erna Magnúsdóttir

Í dag eru veirur að mestu leyti greindar með svonefndum kjarnsýrugreiningum (PCR). Í þeim er erfðaefni einangrað úr sýnum og veiruerfðaefni magnað upp og greint með vísum sem eru sértækir fyrir hverja veiru.[1]

Þessi aðferð mælir þó einungis hvort veiruerfðaefni finnist í sýninu en ekki hvort heilar veiruagnir (e. viral particles) séu þar og hvort þær hafi sýkingarhæfni. Til dæmis má stundum greina veirur í saur frá þeim sem hafa jafnað sig á veirusmiti og er þá oftast um að ræða niðurbrotið erfðaefni úr veirum sem ekki geta sýkst.

Til þess að mæla sýkingarhæfni veira er notað svokallað eyðupróf (e. plaque assay). Í eyðuprófi er hýsilfrumum tiltekinnar veiru sáð á ræktarskálar og þær látnar vaxa þar til þær þekja yfirborð skálarinnar alveg. Síðan er settur yfir þær vökvi sem inniheldur útþynnta lausn af veiruögnunum sem á að mæla. Þegar veira sýkir frumu fjölgar hún sér í frumunni og sprengir hana að lokum og losar þannig fleiri veiruagnir. Hýsilfrumurnar deyja þannig koll af kolli í kringum upphaflegu frumuna sem var sýkt, og þannig myndast eyður í annars samfelldu yfirborði hýsilfruma í ræktunarskálinni.

Eyðupróf af veirunni sem veldur Herpes simplex. Eyðupróf eru notuð til að mæla sýkingarhæfni veira.

Þvínæst er ræktin fest eða „fixeruð“ og lituð með lit sem merkir lifandi frumur og má þá sjá eyðurnar skýrt. Út frá fjölda eyða er þá hægt að reikna út hversu margar eyðumyndandi einingar voru í lausninni sem sett var á skálina. Enska skammstöfunin pfu (e. plaque forming units) er notuð til að tilgreina magn sýkingarhæfra veiruagna. Á íslensku mætti þýða þetta sem eyðumyndandi einingar.

Að lokum má geta þess að ekki er unnt að nota kjarnsýrugreiningar til þess að mæla hvort einstaklingur hafi sýkst af veiru eftir að hann hefur jafnað sig alveg á sýkingunni. Til þess að meta eftirá hvort einstaklingar hafi sýkst er stuðst við blóðvökvapróf (sermismælingar, e. serologic test).

Með blóðvökvaprófi má athuga hvort einstaklingur hafi myndað sértæk mótefni gegn ákveðinni veiru, en það gefur til kynna að einstaklingurinn hafi orðið fyrir sýkingu og því framleitt mótefni gegn veirunni. Með því að nota blóðvökvapróf má fá mynd af því eftirá hversu margir hafi sýkst af ákveðinni veiru, en passa verður að taka sýni ekki of snemma á meðan á sýkingu stendur því það tekur líkamann ákveðinn tíma að byrja að framleiða mótefnin.

Tilvísun:
  1. ^ Með vísum er átt við stuttar kjarnsýruraðir sem eru nauðsynlegar til að hefja fjölliðun á DNA. Vísarnir parast við samsvarandi röð í kjarnsýru og vísa þannig fjölliðunarensímum á ákveðinn stað þar sem fjölliðun hefst.

Mynd:

Höfundur

Erna Magnúsdóttir

dósent í lífeinda- og líffærafræði við læknadeild HÍ

Útgáfudagur

19.3.2020

Spyrjandi

Pálína Helga Þórarinsdóttir

Tilvísun

Erna Magnúsdóttir. „Hvernig eru veirur greindar í mönnum?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2020. Sótt 4. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78938.

Erna Magnúsdóttir. (2020, 19. mars). Hvernig eru veirur greindar í mönnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78938

Erna Magnúsdóttir. „Hvernig eru veirur greindar í mönnum?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2020. Vefsíða. 4. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78938>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru veirur greindar í mönnum?
Í dag eru veirur að mestu leyti greindar með svonefndum kjarnsýrugreiningum (PCR). Í þeim er erfðaefni einangrað úr sýnum og veiruerfðaefni magnað upp og greint með vísum sem eru sértækir fyrir hverja veiru.[1]

Þessi aðferð mælir þó einungis hvort veiruerfðaefni finnist í sýninu en ekki hvort heilar veiruagnir (e. viral particles) séu þar og hvort þær hafi sýkingarhæfni. Til dæmis má stundum greina veirur í saur frá þeim sem hafa jafnað sig á veirusmiti og er þá oftast um að ræða niðurbrotið erfðaefni úr veirum sem ekki geta sýkst.

Til þess að mæla sýkingarhæfni veira er notað svokallað eyðupróf (e. plaque assay). Í eyðuprófi er hýsilfrumum tiltekinnar veiru sáð á ræktarskálar og þær látnar vaxa þar til þær þekja yfirborð skálarinnar alveg. Síðan er settur yfir þær vökvi sem inniheldur útþynnta lausn af veiruögnunum sem á að mæla. Þegar veira sýkir frumu fjölgar hún sér í frumunni og sprengir hana að lokum og losar þannig fleiri veiruagnir. Hýsilfrumurnar deyja þannig koll af kolli í kringum upphaflegu frumuna sem var sýkt, og þannig myndast eyður í annars samfelldu yfirborði hýsilfruma í ræktunarskálinni.

Eyðupróf af veirunni sem veldur Herpes simplex. Eyðupróf eru notuð til að mæla sýkingarhæfni veira.

Þvínæst er ræktin fest eða „fixeruð“ og lituð með lit sem merkir lifandi frumur og má þá sjá eyðurnar skýrt. Út frá fjölda eyða er þá hægt að reikna út hversu margar eyðumyndandi einingar voru í lausninni sem sett var á skálina. Enska skammstöfunin pfu (e. plaque forming units) er notuð til að tilgreina magn sýkingarhæfra veiruagna. Á íslensku mætti þýða þetta sem eyðumyndandi einingar.

Að lokum má geta þess að ekki er unnt að nota kjarnsýrugreiningar til þess að mæla hvort einstaklingur hafi sýkst af veiru eftir að hann hefur jafnað sig alveg á sýkingunni. Til þess að meta eftirá hvort einstaklingar hafi sýkst er stuðst við blóðvökvapróf (sermismælingar, e. serologic test).

Með blóðvökvaprófi má athuga hvort einstaklingur hafi myndað sértæk mótefni gegn ákveðinni veiru, en það gefur til kynna að einstaklingurinn hafi orðið fyrir sýkingu og því framleitt mótefni gegn veirunni. Með því að nota blóðvökvapróf má fá mynd af því eftirá hversu margir hafi sýkst af ákveðinni veiru, en passa verður að taka sýni ekki of snemma á meðan á sýkingu stendur því það tekur líkamann ákveðinn tíma að byrja að framleiða mótefnin.

Tilvísun:
  1. ^ Með vísum er átt við stuttar kjarnsýruraðir sem eru nauðsynlegar til að hefja fjölliðun á DNA. Vísarnir parast við samsvarandi röð í kjarnsýru og vísa þannig fjölliðunarensímum á ákveðinn stað þar sem fjölliðun hefst.

Mynd: