Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Er hægt að mæla hvort bólusettur einstaklingur hafi fengið COVID-19?

Erna Magnúsdóttir

Upprunalega spurningarnar hljómuðu svona:
Ein spurning varðandi COVID-19 og bóluefni. Er hægt að mæla eða sjá hvort að bólusettir einstaklingar hafi komist í tæri við veiruna en ekki sýkst? Sem sagt að bóluefnið hafi virkað. (Herborg) Tvær spurningar? Er möguleiki á að fólk geti verið með COVID-19-sjúkdóminn án þess að hann greinist í PCR-prófi? Er mikilvægt fyrir fólk að fara í mótefnamælingu til að ganga úr skugga um hvort það hafi fengið COVID-19 sjúkdóminn eður ei? (Valgerður Anna).

Þegar einstaklingur smitast af veiru virkjast ónæmiskerfið og fer að framleiða sértæk mótefni gegn veirunni. Það er hægt að mæla tilvist þessara mótefna með blóðvökvagreiningum. Þannig er hægt að skoða hvort að einstaklingur framleiði mótefni sem þekkja prótín úr SARS-CoV-2-veirunni til að kanna hvort hann hafi sýkst af veirunni. Þannig mælast mótefni gegn veirunni í blóði þeirra einstaklinga sem hafa sýkst af veirunni. Þetta gildir hvort heldur sem einstaklingar hafa smitast og fengið einkenni eða smitast og ónæmiskerfi þeirra náð að ráða að viðurlögum veirunnar án þess að einkenna hafi orðið vart.

Hins vegar er ekki hægt að mæla hvort að einstaklingur hafi orðið útsettur fyrir veirunni án þess að smitast, þar sem þá nær veiran ekki að ræsa ónæmiskerfi viðkomandi einstaklings.

Skýringarmynd af veirunni SARS-CoV-2. Bóluefni sem hingað til hafa verið notuð gegn SARS-CoV-2 miða að því að vekja ónæmissvar gegn broddprótíni veirunnar. Hins vegar samanstendur veiran sjálf af mun fleiri prótínum. Við COVID-19-sýkingu myndast til dæmis mótefni gegn kjarnprótíni. Ef mótefni við því finnast í fólki eru allar líkur á því að viðkomandi hafi smitast af veirunni.

Til þess að greina hvort einstaklingar sem eru bólusettir hafi sýkst af veirunni, eftir að sýkingin er um garð gengin er einnig unnt að framkvæma blóðvökvapróf og mæla mótefni gegn veirunni. Hins vegar þarf þá að greina á milli hvort mótefnin hafi myndast við bólusetningu eða við sýkingu.

Þau bóluefni sem hingað til hafa verið notuð gegn SARS-CoV-2 miða að því að vekja ónæmissvar gegn broddprótíni (e. spike protein, einnig nefnt bindiprótín á íslensku) veirunnar og við bólusetningu myndast mótefni sem þekkja broddprótínið. Hins vegar samanstendur veiran sjálf af mun fleiri prótínum. Við sýkingu myndast til dæmis mótefni gegn kjarnprótíninu (e. nucleocapsid), en það er prótín sem binst við RNA-erfðamengi veirunnar. Þannig er hægt að mæla mótefni gegn kjarnprótíninu til þess að meta hvort einstaklingur hafi smitast af veirunni. Ef einstaklingur hefur verið bólusettur og hefur mótefni í blóði gegn broddprótíninu en ekki kjarnprótíninu er ólíklegt að hann hafi smitast af veirunni. Ef hann er hins vegar með mótefni gegn bæði broddprótíninu og kjarnprótíninu er útilokað að mótefnasvarið sé einungis vegna bólusetningarinnar og því allar líkur á að viðkomandi hafi smitast af veirunni.

Það er sjaldgæft en ekki útilokað að einstaklingur sýkist af SARS-CoV-2 en mælist ekki jákvæður á PCR-prófi. Það gæti til dæmis gerst ef sýni er tekið áður en einkenna verður vart, mjög snemma í sýkingunni, og jafnframt er alltaf möguleiki að mistök verði í sýnatöku. Í þeim tilvikum er möguleiki að staðfesta smit eftir á með því að mæla magn mótefna gegn veirunni með blóðvökvaprófi. Það er þó ekki hentug leið til að staðfesta sjúkdóm á meðan á virkri sýkingu stendur því að það tekur líkamann 1-3 vikur að ná að framleiða nógu mikið af sértæku mótefni gegn veirunni til þess að það verði mælanlegt í blóði.

Mynd:

Höfundur

Erna Magnúsdóttir

dósent í lífeinda- og líffærafræði við læknadeild HÍ

Útgáfudagur

21.1.2022

Spyrjandi

Valgerður Anna Þórisdóttir, Herborg Ingvarsdóttir

Tilvísun

Erna Magnúsdóttir. „Er hægt að mæla hvort bólusettur einstaklingur hafi fengið COVID-19? “ Vísindavefurinn, 21. janúar 2022. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83041.

Erna Magnúsdóttir. (2022, 21. janúar). Er hægt að mæla hvort bólusettur einstaklingur hafi fengið COVID-19? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83041

Erna Magnúsdóttir. „Er hægt að mæla hvort bólusettur einstaklingur hafi fengið COVID-19? “ Vísindavefurinn. 21. jan. 2022. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83041>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að mæla hvort bólusettur einstaklingur hafi fengið COVID-19?
Upprunalega spurningarnar hljómuðu svona:

Ein spurning varðandi COVID-19 og bóluefni. Er hægt að mæla eða sjá hvort að bólusettir einstaklingar hafi komist í tæri við veiruna en ekki sýkst? Sem sagt að bóluefnið hafi virkað. (Herborg) Tvær spurningar? Er möguleiki á að fólk geti verið með COVID-19-sjúkdóminn án þess að hann greinist í PCR-prófi? Er mikilvægt fyrir fólk að fara í mótefnamælingu til að ganga úr skugga um hvort það hafi fengið COVID-19 sjúkdóminn eður ei? (Valgerður Anna).

Þegar einstaklingur smitast af veiru virkjast ónæmiskerfið og fer að framleiða sértæk mótefni gegn veirunni. Það er hægt að mæla tilvist þessara mótefna með blóðvökvagreiningum. Þannig er hægt að skoða hvort að einstaklingur framleiði mótefni sem þekkja prótín úr SARS-CoV-2-veirunni til að kanna hvort hann hafi sýkst af veirunni. Þannig mælast mótefni gegn veirunni í blóði þeirra einstaklinga sem hafa sýkst af veirunni. Þetta gildir hvort heldur sem einstaklingar hafa smitast og fengið einkenni eða smitast og ónæmiskerfi þeirra náð að ráða að viðurlögum veirunnar án þess að einkenna hafi orðið vart.

Hins vegar er ekki hægt að mæla hvort að einstaklingur hafi orðið útsettur fyrir veirunni án þess að smitast, þar sem þá nær veiran ekki að ræsa ónæmiskerfi viðkomandi einstaklings.

Skýringarmynd af veirunni SARS-CoV-2. Bóluefni sem hingað til hafa verið notuð gegn SARS-CoV-2 miða að því að vekja ónæmissvar gegn broddprótíni veirunnar. Hins vegar samanstendur veiran sjálf af mun fleiri prótínum. Við COVID-19-sýkingu myndast til dæmis mótefni gegn kjarnprótíni. Ef mótefni við því finnast í fólki eru allar líkur á því að viðkomandi hafi smitast af veirunni.

Til þess að greina hvort einstaklingar sem eru bólusettir hafi sýkst af veirunni, eftir að sýkingin er um garð gengin er einnig unnt að framkvæma blóðvökvapróf og mæla mótefni gegn veirunni. Hins vegar þarf þá að greina á milli hvort mótefnin hafi myndast við bólusetningu eða við sýkingu.

Þau bóluefni sem hingað til hafa verið notuð gegn SARS-CoV-2 miða að því að vekja ónæmissvar gegn broddprótíni (e. spike protein, einnig nefnt bindiprótín á íslensku) veirunnar og við bólusetningu myndast mótefni sem þekkja broddprótínið. Hins vegar samanstendur veiran sjálf af mun fleiri prótínum. Við sýkingu myndast til dæmis mótefni gegn kjarnprótíninu (e. nucleocapsid), en það er prótín sem binst við RNA-erfðamengi veirunnar. Þannig er hægt að mæla mótefni gegn kjarnprótíninu til þess að meta hvort einstaklingur hafi smitast af veirunni. Ef einstaklingur hefur verið bólusettur og hefur mótefni í blóði gegn broddprótíninu en ekki kjarnprótíninu er ólíklegt að hann hafi smitast af veirunni. Ef hann er hins vegar með mótefni gegn bæði broddprótíninu og kjarnprótíninu er útilokað að mótefnasvarið sé einungis vegna bólusetningarinnar og því allar líkur á að viðkomandi hafi smitast af veirunni.

Það er sjaldgæft en ekki útilokað að einstaklingur sýkist af SARS-CoV-2 en mælist ekki jákvæður á PCR-prófi. Það gæti til dæmis gerst ef sýni er tekið áður en einkenna verður vart, mjög snemma í sýkingunni, og jafnframt er alltaf möguleiki að mistök verði í sýnatöku. Í þeim tilvikum er möguleiki að staðfesta smit eftir á með því að mæla magn mótefna gegn veirunni með blóðvökvaprófi. Það er þó ekki hentug leið til að staðfesta sjúkdóm á meðan á virkri sýkingu stendur því að það tekur líkamann 1-3 vikur að ná að framleiða nógu mikið af sértæku mótefni gegn veirunni til þess að það verði mælanlegt í blóði.

Mynd:...