Ein spurning varðandi COVID-19 og bóluefni. Er hægt að mæla eða sjá hvort að bólusettir einstaklingar hafi komist í tæri við veiruna en ekki sýkst? Sem sagt að bóluefnið hafi virkað. (Herborg) Tvær spurningar? Er möguleiki á að fólk geti verið með COVID-19-sjúkdóminn án þess að hann greinist í PCR-prófi? Er mikilvægt fyrir fólk að fara í mótefnamælingu til að ganga úr skugga um hvort það hafi fengið COVID-19 sjúkdóminn eður ei? (Valgerður Anna).Þegar einstaklingur smitast af veiru virkjast ónæmiskerfið og fer að framleiða sértæk mótefni gegn veirunni. Það er hægt að mæla tilvist þessara mótefna með blóðvökvagreiningum. Þannig er hægt að skoða hvort að einstaklingur framleiði mótefni sem þekkja prótín úr SARS-CoV-2-veirunni til að kanna hvort hann hafi sýkst af veirunni. Þannig mælast mótefni gegn veirunni í blóði þeirra einstaklinga sem hafa sýkst af veirunni. Þetta gildir hvort heldur sem einstaklingar hafa smitast og fengið einkenni eða smitast og ónæmiskerfi þeirra náð að ráða að viðurlögum veirunnar án þess að einkenna hafi orðið vart. Hins vegar er ekki hægt að mæla hvort að einstaklingur hafi orðið útsettur fyrir veirunni án þess að smitast, þar sem þá nær veiran ekki að ræsa ónæmiskerfi viðkomandi einstaklings.
Útgáfudagur
21.1.2022
Síðast uppfært
25.1.2022
Spyrjandi
Valgerður Anna Þórisdóttir, Herborg Ingvarsdóttir
Tilvísun
Erna Magnúsdóttir. „Er hægt að mæla hvort bólusettur einstaklingur hafi fengið COVID-19?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2022, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83041.
Erna Magnúsdóttir. (2022, 21. janúar). Er hægt að mæla hvort bólusettur einstaklingur hafi fengið COVID-19? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83041
Erna Magnúsdóttir. „Er hægt að mæla hvort bólusettur einstaklingur hafi fengið COVID-19?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2022. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83041>.