Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar tegundir af kvefi?

Vitað er um meira en tvö hundruð veirur sem geta valdið kvefeinkennum enda er kvef einn algengasti smitsjúkdómur heims. Ekki er óalgengt að börn fái kvef 6-10 sinnum á ári og fullorðnir að meðaltali um 4 sinnum á ári. Það hversu margar veiru valda kvefi gerir það að verkum að við verðum ekki ónæm fyrir því eins og fjallað er um í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig vinnur ónæmiskerfið? Er hægt að verða ónæmur fyrir kvefi?

Í svari Þuríðar segir: „Í hvert skipti sem við fáum kvef erum við að kynnast nýjum sýkli. Það tekur ónæmiskerfi okkar svolítinn tíma (nokkra daga) að átta sig á nýjum vaka sýkilsins og mynda rétt mótefni og T-frumur gegn honum.“ Við verðum því ekki endanlega ónæm fyrir kvefi fyrr en við höfum kynnst öllum þeim kvefveirum sem til eru.

Nánar er fjallað um kvef í svari við spurningunni Af hverju fær maður kvef? þar sem meðal annars er komið inn á þann útbreidda misskilning að kuldi valdi kvefi. Á Vísindavefnum eru einnig fleiri svör sem tengjast þessu efni, til dæmis:

Útgáfudagur

12.5.2006

Spyrjandi

Þórey Bergsdóttir, f. 1993

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Hvað eru til margar tegundir af kvefi?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2006. Sótt 23. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=5913.

EDS. (2006, 12. maí). Hvað eru til margar tegundir af kvefi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5913

EDS. „Hvað eru til margar tegundir af kvefi?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2006. Vefsíða. 23. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5913>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Valdimar Sigurðsson

1978

Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir Valdimars hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu.