Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hver er lífmassi allra veira á jörðinni?

Snædís Huld Björnsdóttir og Jón Gunnar Þorsteinsson

Veirur eru þær örverur sem finnast í mestum fjölda á jörðinni. Þær eru líklega alls staðar þar sem líf þrífst, allt frá köldum heimskautasvæðum til sjóðandi hvera. Veirur sýkja allar gerðir lífvera, eins og menn, plöntur, sveppi, fiska, skordýr, amöbur og bakteríur.

Flestir telja veirur ekki til lífvera því að þær verða að komast inn í frumur hýsils til að fjölga sér. Þar láta þær hýsilinn um að framleiða efni sem verður að nýjum veiruögnum (e. virion). Veiruagnirnar eru því samsettar úr lífrænum sameindum líkt og hýsilfrumurnar, það er úr prótínum, kjarnsýrum og stundum fituefnum. Slík efni eiga það sameiginlegt að innihalda frumefnið kolefni (C).[1]

Vísindamenn styðjast oft við kolefni þegar þeir meta lífmassa (e. biomass) sem magn þess efnis sem bundið er í lífverum. Hugtakið lífmassi getur beinst að ákveðnum hópi lífvera og svæði. Þannig er til dæmis hægt að tala um lífmassa allra þörunga í tilteknu stöðuvatni eða jafnvel allra lífvera á jörðinni. Hægt er að telja veirur til lífmassa jarðar þar sem þær eru samsettar úr lífrænum efnum sem eiga uppruna innan lífvera.

Myndir sem sýna áætlaðan lífmassa veira og ýmissa lífveruhópa á jörðinni. Lífmassi dýra er sundurgreindur frekar á myndinni hægra megin, en hann er metinn um tífalt meiri en lífmassi veira. Mælieiningin er gígatonn kolefnis (Gt C). Myndirnar og allar tölur eru fengnar úr heimildinni sem vísað er til í neðanmálsgrein 2.

Allur lífmassi jarðar hefur verið áætlaður sem samsvarar um 550 gígatonnum af kolefni,[2] en forskeytið gíga er 109. Eitt tonn er 1.000 kg og gígatonn er milljaður tonna eða þúsund milljónir tonna! Plöntur mynda langstærstan hluta lífmassa jarðar eða um 450 af 550 gígatonnum (sjá mynd). Lífmassi allra dýra á jörðinni er ekki nema um 2 Gt af kolefni samkvæmt þessu mati og þar af er lífmassi manna aðeins um 0,06 Gt C.

Þrátt fyrir að fjöldi veira á jörðinni sé talinn gífurlegur er lífmassi þeirra lítill í samanburði við lífverur eða um 0,2 Gt C (sjá mynd). Ástæðan er sú að veirur eru agnarsmáar. Lífmassi þeirra er þó talinn um þrefalt meiri en heildarmassi allra manna á jörðinni! Hafa ber í huga að einungis örlítið brot þessara veira getur sýkt menn því að þær eru mjög sérhæfðar með tilliti til hýsils.

Þær veirur sem taldar eru flestar og fjölbreyttastar kallast fagar (e. phages) og sýkja dreifkjörnunga (bakteríur og veirur). Langstærsti hluti faga er enn óþekktur en miðað er við að þeir séu um tífalt fleiri en hýslarnir. Matið á lífmassa veira byggir meðal annars á þeirri spá.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá nánar hér: Vísindavefurinn: Hver er munurinn á örveru og lífrænu efnasambandi? (Sótt 18.05.2020).
  2. ^ Bar-On, Y.M., Phillips, R. og Milo R. (2018). The biomass distribution on Earth. Proceedings of the National Academy of Sciences, 115(25), 6506-6511. (Sótt 18.5.2020).

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:
  • Bar-On, Y.M., Phillips, R. og Milo R. (2018). The biomass distribution on Earth. Proceedings of the National Academy of Sciences, 115(25), 6506-6511. (Sótt 18.5.2020). Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins.

Spurningu Kristins er hér svarað að hluta.

Höfundar

Snædís Huld Björnsdóttir

sameindalíffræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.5.2020

Spyrjandi

Kristinn

Tilvísun

Snædís Huld Björnsdóttir og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er lífmassi allra veira á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2020. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79332.

Snædís Huld Björnsdóttir og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2020, 19. maí). Hver er lífmassi allra veira á jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79332

Snædís Huld Björnsdóttir og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er lífmassi allra veira á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2020. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79332>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er lífmassi allra veira á jörðinni?
Veirur eru þær örverur sem finnast í mestum fjölda á jörðinni. Þær eru líklega alls staðar þar sem líf þrífst, allt frá köldum heimskautasvæðum til sjóðandi hvera. Veirur sýkja allar gerðir lífvera, eins og menn, plöntur, sveppi, fiska, skordýr, amöbur og bakteríur.

Flestir telja veirur ekki til lífvera því að þær verða að komast inn í frumur hýsils til að fjölga sér. Þar láta þær hýsilinn um að framleiða efni sem verður að nýjum veiruögnum (e. virion). Veiruagnirnar eru því samsettar úr lífrænum sameindum líkt og hýsilfrumurnar, það er úr prótínum, kjarnsýrum og stundum fituefnum. Slík efni eiga það sameiginlegt að innihalda frumefnið kolefni (C).[1]

Vísindamenn styðjast oft við kolefni þegar þeir meta lífmassa (e. biomass) sem magn þess efnis sem bundið er í lífverum. Hugtakið lífmassi getur beinst að ákveðnum hópi lífvera og svæði. Þannig er til dæmis hægt að tala um lífmassa allra þörunga í tilteknu stöðuvatni eða jafnvel allra lífvera á jörðinni. Hægt er að telja veirur til lífmassa jarðar þar sem þær eru samsettar úr lífrænum efnum sem eiga uppruna innan lífvera.

Myndir sem sýna áætlaðan lífmassa veira og ýmissa lífveruhópa á jörðinni. Lífmassi dýra er sundurgreindur frekar á myndinni hægra megin, en hann er metinn um tífalt meiri en lífmassi veira. Mælieiningin er gígatonn kolefnis (Gt C). Myndirnar og allar tölur eru fengnar úr heimildinni sem vísað er til í neðanmálsgrein 2.

Allur lífmassi jarðar hefur verið áætlaður sem samsvarar um 550 gígatonnum af kolefni,[2] en forskeytið gíga er 109. Eitt tonn er 1.000 kg og gígatonn er milljaður tonna eða þúsund milljónir tonna! Plöntur mynda langstærstan hluta lífmassa jarðar eða um 450 af 550 gígatonnum (sjá mynd). Lífmassi allra dýra á jörðinni er ekki nema um 2 Gt af kolefni samkvæmt þessu mati og þar af er lífmassi manna aðeins um 0,06 Gt C.

Þrátt fyrir að fjöldi veira á jörðinni sé talinn gífurlegur er lífmassi þeirra lítill í samanburði við lífverur eða um 0,2 Gt C (sjá mynd). Ástæðan er sú að veirur eru agnarsmáar. Lífmassi þeirra er þó talinn um þrefalt meiri en heildarmassi allra manna á jörðinni! Hafa ber í huga að einungis örlítið brot þessara veira getur sýkt menn því að þær eru mjög sérhæfðar með tilliti til hýsils.

Þær veirur sem taldar eru flestar og fjölbreyttastar kallast fagar (e. phages) og sýkja dreifkjörnunga (bakteríur og veirur). Langstærsti hluti faga er enn óþekktur en miðað er við að þeir séu um tífalt fleiri en hýslarnir. Matið á lífmassa veira byggir meðal annars á þeirri spá.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá nánar hér: Vísindavefurinn: Hver er munurinn á örveru og lífrænu efnasambandi? (Sótt 18.05.2020).
  2. ^ Bar-On, Y.M., Phillips, R. og Milo R. (2018). The biomass distribution on Earth. Proceedings of the National Academy of Sciences, 115(25), 6506-6511. (Sótt 18.5.2020).

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:
  • Bar-On, Y.M., Phillips, R. og Milo R. (2018). The biomass distribution on Earth. Proceedings of the National Academy of Sciences, 115(25), 6506-6511. (Sótt 18.5.2020). Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins.

Spurningu Kristins er hér svarað að hluta....