Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gegna veirur hlutverki í mannslíkamanum?

Snædís Huld Björnsdóttir

COVID-19 borði í flokk
Óhætt er að fullyrða að veirur gegni hlutverki í mannslíkamanum þrátt fyrir að þekking á því sé enn afar takmörkuð. Fyrst ber að nefna að veirur hafa mikil áhrif í þróun lífsins og flutningi gena á milli lífvera og að stór hluti erfðamengis mannsins virðist kominn frá veirum.

Ef einblínt er á veirur sem finnast í mannslíkamanum í dag er ljóst að áhrif þeirra eru mismunandi og fara eftir eðli hverrar veiru. Sumar veirur yfirgefa líkamann að lokinni sýkingu en aðrar ílengjast og þá er erfðaefni þeirra gjarnan innlimað í erfðamengi mannafruma. Nýlegar aðferðir í sameindalíffræði hafa sýnt fram á mikið og fjölbreytt veiruerfðaefni í mannslíkamanum[1] en erfitt er að meta hvort það tilheyri veirum í dvala eða óvirkum veirum sem ekki eru færar um að mynda veiruagnir. Sumar veirur mannslíkamans eru þekktir sýklar en líklega eru flestar alveg skaðlausar þó að erfitt sé að sýna fram á slíkt. Einnig eru þekkt dæmi um jákvæð áhrif veirusýkinga á frumur spendýra og tengjast þá gjarnan vörnum gegn öðrum sýkingum.[2]

Veirur sem sýkja bakteríur, fagar, eru stór hluti þeirra örvera sem finnast í líkamanum. Myndin sýnir frumur þarmabakteríunnar Escherichia coli og faga sem sýkja hana.

Langflestar veirur í líkamanum sýkja þó alls ekki mannafrumur heldur bakteríur sem eru í samlífi með okkur.[3] Þær eru fagar og finnast í mestum fjölda í líkamanum þar sem mikið er um örverur eins og í ristlinum. Örverurnar eru afar mikilvægar fyrir starfsemi líkamans og fagarnir hafa því án efa mikil áhrif til góðs eða ills, bæði á örverurnar og hýsilinn sem þær búa í. Sumir fagar bera gen til baktería sem auðvelda þeim að verjast lyfjum eða valda sjúkdómseinkennum í fólki. Aðrir gætu jafnvel verið hluti af vörnum líkamans og komið í veg fyrir sýkingar af völdum ákveðinna baktería.[4] Vitað er að fagar hafa mikil áhrif á örverusamfélög í náttúrunni og tilraunir hafa að einhverju leyti sýnt fram á slíkt í dýrum.[5] Veirur eru því hluti af flóknu en þýðingarmiklu samfélagi örvera í mannslíkamanum.

Tilvísanir:
  1. ^ Pride D., 2020, The viruses inside you, Scientific American 323, 6, 46-53.
  2. ^ Roossinck MJ, 2015, Move over, bacteria! Viruses make their mark as mutualistic microbial symbionts. Journal of Virology 29, 13, 6532-6534.
  3. ^ Sama heimild og í nr. 1.
  4. ^ Sama heimild og í nr. 1 og 2.
  5. ^ Hsu BB o.fl. 2019, Dynamic modulation of the gut microbiota and metabolome by bacteriophages in a mouse model. Cell Host and Microbe 25, 803-814.

Mynd:

Höfundur

Snædís Huld Björnsdóttir

sameindalíffræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Útgáfudagur

13.10.2021

Spyrjandi

Birna Dís

Tilvísun

Snædís Huld Björnsdóttir. „Gegna veirur hlutverki í mannslíkamanum?“ Vísindavefurinn, 13. október 2021, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82372.

Snædís Huld Björnsdóttir. (2021, 13. október). Gegna veirur hlutverki í mannslíkamanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82372

Snædís Huld Björnsdóttir. „Gegna veirur hlutverki í mannslíkamanum?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2021. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82372>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gegna veirur hlutverki í mannslíkamanum?
Óhætt er að fullyrða að veirur gegni hlutverki í mannslíkamanum þrátt fyrir að þekking á því sé enn afar takmörkuð. Fyrst ber að nefna að veirur hafa mikil áhrif í þróun lífsins og flutningi gena á milli lífvera og að stór hluti erfðamengis mannsins virðist kominn frá veirum.

Ef einblínt er á veirur sem finnast í mannslíkamanum í dag er ljóst að áhrif þeirra eru mismunandi og fara eftir eðli hverrar veiru. Sumar veirur yfirgefa líkamann að lokinni sýkingu en aðrar ílengjast og þá er erfðaefni þeirra gjarnan innlimað í erfðamengi mannafruma. Nýlegar aðferðir í sameindalíffræði hafa sýnt fram á mikið og fjölbreytt veiruerfðaefni í mannslíkamanum[1] en erfitt er að meta hvort það tilheyri veirum í dvala eða óvirkum veirum sem ekki eru færar um að mynda veiruagnir. Sumar veirur mannslíkamans eru þekktir sýklar en líklega eru flestar alveg skaðlausar þó að erfitt sé að sýna fram á slíkt. Einnig eru þekkt dæmi um jákvæð áhrif veirusýkinga á frumur spendýra og tengjast þá gjarnan vörnum gegn öðrum sýkingum.[2]

Veirur sem sýkja bakteríur, fagar, eru stór hluti þeirra örvera sem finnast í líkamanum. Myndin sýnir frumur þarmabakteríunnar Escherichia coli og faga sem sýkja hana.

Langflestar veirur í líkamanum sýkja þó alls ekki mannafrumur heldur bakteríur sem eru í samlífi með okkur.[3] Þær eru fagar og finnast í mestum fjölda í líkamanum þar sem mikið er um örverur eins og í ristlinum. Örverurnar eru afar mikilvægar fyrir starfsemi líkamans og fagarnir hafa því án efa mikil áhrif til góðs eða ills, bæði á örverurnar og hýsilinn sem þær búa í. Sumir fagar bera gen til baktería sem auðvelda þeim að verjast lyfjum eða valda sjúkdómseinkennum í fólki. Aðrir gætu jafnvel verið hluti af vörnum líkamans og komið í veg fyrir sýkingar af völdum ákveðinna baktería.[4] Vitað er að fagar hafa mikil áhrif á örverusamfélög í náttúrunni og tilraunir hafa að einhverju leyti sýnt fram á slíkt í dýrum.[5] Veirur eru því hluti af flóknu en þýðingarmiklu samfélagi örvera í mannslíkamanum.

Tilvísanir:
  1. ^ Pride D., 2020, The viruses inside you, Scientific American 323, 6, 46-53.
  2. ^ Roossinck MJ, 2015, Move over, bacteria! Viruses make their mark as mutualistic microbial symbionts. Journal of Virology 29, 13, 6532-6534.
  3. ^ Sama heimild og í nr. 1.
  4. ^ Sama heimild og í nr. 1 og 2.
  5. ^ Hsu BB o.fl. 2019, Dynamic modulation of the gut microbiota and metabolome by bacteriophages in a mouse model. Cell Host and Microbe 25, 803-814.

Mynd: