Hvað eru gerilveirur og hver er virkni þeirra?Gerill er gamalt orð yfir bakteríu og gerilveira er því veira sem sýkir bakteríu. Slíkar veirur eru oftast kallaðar fagar (e. bacteriophages, phages). Fagar hafa verið þekktir lengi og sumir þeirra hafa reynst mikilvægir við rannsóknir og uppgötvanir í veirufræði og erfðafræði. Fagar geta ekki fjölgað sér utan fruma frekar en aðrar veirur og eru því algjörlega háðir hýslum sínum. Þeir sýkja dreifkjörnunga, það er bakteríur eða arkeur. Fyrsta skrefið er að fagi ber kennsl á og binst réttri frumu. Því næst kemur hann erfðaefni sínu inn í frumuna (mynd 1) en þar er það eftirmyndað og nýtt veiruefni búið til. Faginn nýtir því kerfi hýsilfrumunnar til að framleiða nýjar veiruagnir. Oft endar sýkingin á því að fruman hreinlega springur og veiruagnir losna út og geta þá sýkt fleiri frumur. T4-veiran sem sýkir bakteríuna Escherichia coli fjölgar sér með rofi (e. lysis) á þennan hátt.[1]

Mynd 1. Fagi sem sprautar erfðaefni sínu inn í bakteríufrumu.

Mynd 2. A) Fagi með haus og fót. B) Fagi með langan fót. C) Hringlaga fagi.
- ^ Willey, J. o.fl. (2020). Prescott´s Microbiology, 11. útgáfa, McGraw Hill.
- ^ Suttle, C.A. (2007). Marine viruses – major players in the global ecosystem. Nature Rev. Microbiol 5, 801-812. (Sótt 18.6.2020).
- ^ Koskella , B., Brockhurst, M.A. (2014). Bacteria-phage coevolution as a driver of ecological and evolutionary processes in microbial communities. FMES Microbiol. Rev. 38, 916-931. (Sótt 18.6.2020).
- ^ Keen, E.C., Dantas, G. (2018). Close encounters of three kinds: bacteriophages, commensal bacteria, and host immunity. Trends Microbiol. 26, 943-954. (Sótt 18.6.2020).
- Phage injecting its genome into bacteria.svg - Wikimedia Commons. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. (Sótt 18.6.2020).
- Rombouts S o.fl. (2016) Characterization of Novel Bacteriophages for Biocontrol of Bacterial Blight in Leek Caused by Pseudomonas syringae pv. porri. Front. Microbiol. 7:279. Birt undir Creative Commons Attribution 4.0 International License leyfi. (Sótt 18.6.2020).
- Piligrimova, E.G. o.fl. (2019). Bacillus Phage vB_BtS_B83 Previously Designated as a Plasmid May Represent a New Siphoviridae Genus. Viruses, 11(7), 624. Birt undir Creative Commons Attribution 4.0 International License leyfi. (Sótt 18.6.2020).
- Gill, J.J. o.fl. (2018). Characterization of a Novel Tectivirus Phage Toil and Its Potential as an Agent for Biolipid Extraction. Sci Rep, 8, 1062. Birt undir Creative Commons Attribution 4.0 International License leyfi. (Sótt 18.6.2020).