Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Þola veirur vel frost, hvað með veiruna sem veldur COVID-19?

Stefán Ragnar Jónsson

Almennt má segja að veirur þoli betur kulda en hita. Veirur eru margar frostþolnar en fer það nokkuð eftir gerð veiranna og ekki síst eftir því í hvaða umhverfi veiran er. Vísindamenn sem vinna við veirurannsóknir geyma veirur í sermisríkum frumuræktunarvökva við -80°C. Hægt er að geyma þær á þann hátt árum saman án þess að þær tapi miklu af sýkingarmætti sínum.

Vísindamenn sem vinna við veirurannsóknir geyma veirur í sermisríkum frumuræktunarvökva við -80°C. Enn sem komið er hafa ekki verið birtar niðurstöður á frostþoli SARS-CoV-2, veirunni sem veldur COVID-19, en ef litið er til rannsókna á öðrum kórónuveirum þá virðast þær þola frystingu vel. Á myndinni sjást inflúensuveirusýni í kæliskáp.

Frystar í vatni geymast veirur fremur stutt vegna lágs sýrustigs vatnsins en ef þær eru umluktar lífrænu efni svo sem vefjum eða úrgangi (saur) geta þær haldist sýkingarhæfar lengur og geta nokkrar af þeim veirum sem valda matareitrunum, svo sem nóróveirur, borist með smituðum frosnum matvælum.[1] Þá þola flestar veirur endurfrystingu illa og tapast stór hluti sýkingarhæfra veiruagna í hvert sinn.

Enn sem komið er hafa ekki verið birtar niðurstöður á frostþoli SARS-CoV-2, veirunni sem veldur COVID-19, en ef litið er til rannsókna á öðrum kórónuveirum þá virðast þær þola frystingu vel. Bæði virðast þær þola endurfrystingu í nokkur skipti[2] og rannsóknir hafa sýnt að SARS-CoV og MERS-CoV geta haldist sýkingarhæfar við -20°C í allt að 2 ár.[3].

Árið 2014 uppgötvaðist í 30 þúsund ára sífrera í Síberíu, forn risaveira sem kallast á fræðimáli Pithovirus sibericum. Við þessa uppgötvun vakna spurningar hvort líkur séu á því, með aukinni bráðnun jökla og sífrera, að veirur sem legið hafa í dvala láti aftur á sér kræla.

Þá eru dæmi um að veirur geti legið í dvala í mjög langan tíma en 2014 uppgötvaðist í 30 þúsund ára gömlum ís úr síberískum sífrera veira af tegund pandóruveira,[4] en þær eru með allra stærstu veirum sem finnast (1.5 míkrómetri í þvermál sem er á stærð við bakteríu og ríflega tífalt þvermál kórónuveiru). Þessi forna risaveira sýkir þó einungis einfrumunga af ætt amaba. Við þessa uppgötvun vakna þó spurningar hvort líkur séu á því, með aukinni bráðnun jökla og sífrera, að veirur sem legið hafa í dvala láti aftur á sér kræla.

Tilvísanir:
  1. ^ Nasheri N, Vester A, Petronella N (2019). Foodborne viral outbreaks associated with frozen produce. Epidemiology and Infection 147, e291, 1–8. https://doi.org/10.1017/S0950268819001791. (Sótt 2.04.2020).
  2. ^ Hofmann M and Wyler R (1989). Quantitation, Biological and Physicochemical Properties of Cell Culture-adapted Porcine Epidemic Diarrhea Coronavirus (PEDV). Veterinary Microbiology, 20, 131 – 142.
  3. ^ World Health Organization. Coronavirus disease 2019 (COVID-19) Situation Report – 32 https://www.who.int/docs/default-source/coronaviruse/situation-reports/20200221-sitrep-32-covid-19.pdf.
  4. ^ Legendre M et al. (2014). Thirty-thousand-year-old distant relative of giant icosahedral DNA viruses with a pandoravirus morphology. Proc Natl Acad Sci U S A. 111(11):4274-9.

Myndir:

Margir hafa spurt Vísindavefinn sambærilegra spurninga um áhrif frosts á veirur, sérstaklega hvaða áhrif frost hefur á kórónuveirur eins og SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19. Hér er þessum spurningum svarað.

Ívar spurði: Er fryst kórónuveira virk eftir uppþýðingu, t.d. á frosnum matvælum?

Eyjólfur spurði: Hver eru frostþolmörk kórónuveirunnar? T.d í frystikistu.

Höfundur

Útgáfudagur

3.4.2020

Spyrjandi

Þórunn Þórðardóttir, Kristján Sigtryggsson, Ívar Pálsson, Eyjólfur Finnsson, Guðrún Harðardóttir

Tilvísun

Stefán Ragnar Jónsson. „Þola veirur vel frost, hvað með veiruna sem veldur COVID-19?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79122.

Stefán Ragnar Jónsson. (2020, 3. apríl). Þola veirur vel frost, hvað með veiruna sem veldur COVID-19? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79122

Stefán Ragnar Jónsson. „Þola veirur vel frost, hvað með veiruna sem veldur COVID-19?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79122>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Þola veirur vel frost, hvað með veiruna sem veldur COVID-19?

Almennt má segja að veirur þoli betur kulda en hita. Veirur eru margar frostþolnar en fer það nokkuð eftir gerð veiranna og ekki síst eftir því í hvaða umhverfi veiran er. Vísindamenn sem vinna við veirurannsóknir geyma veirur í sermisríkum frumuræktunarvökva við -80°C. Hægt er að geyma þær á þann hátt árum saman án þess að þær tapi miklu af sýkingarmætti sínum.

Vísindamenn sem vinna við veirurannsóknir geyma veirur í sermisríkum frumuræktunarvökva við -80°C. Enn sem komið er hafa ekki verið birtar niðurstöður á frostþoli SARS-CoV-2, veirunni sem veldur COVID-19, en ef litið er til rannsókna á öðrum kórónuveirum þá virðast þær þola frystingu vel. Á myndinni sjást inflúensuveirusýni í kæliskáp.

Frystar í vatni geymast veirur fremur stutt vegna lágs sýrustigs vatnsins en ef þær eru umluktar lífrænu efni svo sem vefjum eða úrgangi (saur) geta þær haldist sýkingarhæfar lengur og geta nokkrar af þeim veirum sem valda matareitrunum, svo sem nóróveirur, borist með smituðum frosnum matvælum.[1] Þá þola flestar veirur endurfrystingu illa og tapast stór hluti sýkingarhæfra veiruagna í hvert sinn.

Enn sem komið er hafa ekki verið birtar niðurstöður á frostþoli SARS-CoV-2, veirunni sem veldur COVID-19, en ef litið er til rannsókna á öðrum kórónuveirum þá virðast þær þola frystingu vel. Bæði virðast þær þola endurfrystingu í nokkur skipti[2] og rannsóknir hafa sýnt að SARS-CoV og MERS-CoV geta haldist sýkingarhæfar við -20°C í allt að 2 ár.[3].

Árið 2014 uppgötvaðist í 30 þúsund ára sífrera í Síberíu, forn risaveira sem kallast á fræðimáli Pithovirus sibericum. Við þessa uppgötvun vakna spurningar hvort líkur séu á því, með aukinni bráðnun jökla og sífrera, að veirur sem legið hafa í dvala láti aftur á sér kræla.

Þá eru dæmi um að veirur geti legið í dvala í mjög langan tíma en 2014 uppgötvaðist í 30 þúsund ára gömlum ís úr síberískum sífrera veira af tegund pandóruveira,[4] en þær eru með allra stærstu veirum sem finnast (1.5 míkrómetri í þvermál sem er á stærð við bakteríu og ríflega tífalt þvermál kórónuveiru). Þessi forna risaveira sýkir þó einungis einfrumunga af ætt amaba. Við þessa uppgötvun vakna þó spurningar hvort líkur séu á því, með aukinni bráðnun jökla og sífrera, að veirur sem legið hafa í dvala láti aftur á sér kræla.

Tilvísanir:
  1. ^ Nasheri N, Vester A, Petronella N (2019). Foodborne viral outbreaks associated with frozen produce. Epidemiology and Infection 147, e291, 1–8. https://doi.org/10.1017/S0950268819001791. (Sótt 2.04.2020).
  2. ^ Hofmann M and Wyler R (1989). Quantitation, Biological and Physicochemical Properties of Cell Culture-adapted Porcine Epidemic Diarrhea Coronavirus (PEDV). Veterinary Microbiology, 20, 131 – 142.
  3. ^ World Health Organization. Coronavirus disease 2019 (COVID-19) Situation Report – 32 https://www.who.int/docs/default-source/coronaviruse/situation-reports/20200221-sitrep-32-covid-19.pdf.
  4. ^ Legendre M et al. (2014). Thirty-thousand-year-old distant relative of giant icosahedral DNA viruses with a pandoravirus morphology. Proc Natl Acad Sci U S A. 111(11):4274-9.

Myndir:

Margir hafa spurt Vísindavefinn sambærilegra spurninga um áhrif frosts á veirur, sérstaklega hvaða áhrif frost hefur á kórónuveirur eins og SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19. Hér er þessum spurningum svarað.

Ívar spurði: Er fryst kórónuveira virk eftir uppþýðingu, t.d. á frosnum matvælum?

Eyjólfur spurði: Hver eru frostþolmörk kórónuveirunnar? T.d í frystikistu....