Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins?

Helga Ögmundsdóttir

Áður en þessu er svarað beint er rétt að huga snöggvast að skilgreiningu á krabbameini.

Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ekki lengur rétt í samfélagi frumna. Er þá talað um að frumurnar séu illkynja. Þær ryðja sér braut inn í heilbrigðan vef og vaxa inn í blóðæðar og sogæðar. Þannig geta þær dreift sér víðs vegar um líkamann og myndað meinvörp. Um þetta má lesa nánar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein?.

Krabbameinum er skipt í þrjá flokka eftir því hvar þau eiga uppruna sinn. Algengust eru krabbamein í þekjuvef, það er húð, slímhúð (til dæmis í meltingarvegi) eða kirtilvef (til dæmis brjósti) og hafa þau latneska heitið carcinoma.Hvítblæði í eitilfrumu.

Krabbamein sem myndast í stoðvef (svo sem beini eða brjóski) heita sarcoma á latínu og hefur það verið íslenskað sem sarkmein.

Stundum er talað um illkynja sjúkdóma í blóðmyndandi vef sem blóðkrabba, en það orð heyrist þó sjaldan nú orðið. Slík mein koma fram sem hvítblæði, það er mikill fjöldi illkynja hvítfrumna í blóði. Illkynja vöxtur í eitlum lýsir sér með því að þeir stækka mikið en dæmi um slíkt er Hodgins-sjúkdómur.

Og þá er loksins komið að svarinu við spurningunni: Illkynja frumuvöxtur, eða krabbamein, lýsir sér langoftast sem æxlisvöxtur en undantekningin er hvítblæði.


Á Vísindavefnum er að finna mörg önnur svör um krabbamein, til dæmis:

Lesendur eru hvattir til að notfæra sér leitarvélina til að finna fleiri svör um krabbamein. Einnig má smella á efnisorðin neðan við svarið.

Mynd: Webshots.com

Höfundur

Helga Ögmundsdóttir

prófessor í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.9.2003

Spyrjandi

Hjalti Halldórson, f. 1988

Tilvísun

Helga Ögmundsdóttir. „Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins?“ Vísindavefurinn, 23. september 2003. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3752.

Helga Ögmundsdóttir. (2003, 23. september). Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3752

Helga Ögmundsdóttir. „Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2003. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3752>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins?
Áður en þessu er svarað beint er rétt að huga snöggvast að skilgreiningu á krabbameini.

Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ekki lengur rétt í samfélagi frumna. Er þá talað um að frumurnar séu illkynja. Þær ryðja sér braut inn í heilbrigðan vef og vaxa inn í blóðæðar og sogæðar. Þannig geta þær dreift sér víðs vegar um líkamann og myndað meinvörp. Um þetta má lesa nánar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein?.

Krabbameinum er skipt í þrjá flokka eftir því hvar þau eiga uppruna sinn. Algengust eru krabbamein í þekjuvef, það er húð, slímhúð (til dæmis í meltingarvegi) eða kirtilvef (til dæmis brjósti) og hafa þau latneska heitið carcinoma.Hvítblæði í eitilfrumu.

Krabbamein sem myndast í stoðvef (svo sem beini eða brjóski) heita sarcoma á latínu og hefur það verið íslenskað sem sarkmein.

Stundum er talað um illkynja sjúkdóma í blóðmyndandi vef sem blóðkrabba, en það orð heyrist þó sjaldan nú orðið. Slík mein koma fram sem hvítblæði, það er mikill fjöldi illkynja hvítfrumna í blóði. Illkynja vöxtur í eitlum lýsir sér með því að þeir stækka mikið en dæmi um slíkt er Hodgins-sjúkdómur.

Og þá er loksins komið að svarinu við spurningunni: Illkynja frumuvöxtur, eða krabbamein, lýsir sér langoftast sem æxlisvöxtur en undantekningin er hvítblæði.


Á Vísindavefnum er að finna mörg önnur svör um krabbamein, til dæmis:

Lesendur eru hvattir til að notfæra sér leitarvélina til að finna fleiri svör um krabbamein. Einnig má smella á efnisorðin neðan við svarið.

Mynd: Webshots.com...