Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve margar geta krabbameinsfrumur í blóði orðið? Fer það eftir aldri eða tegund krabbameins eða einhverju öðru?

Krabbameinsfrumur af ýmsum tegundum geta komist í blóð, borist með því og sest síðan að annars staðar í líkamanum og myndað meinvörp. Þegar þetta gerist eru aldrei nema fáar krabbameinsfrumur á ferðinni í blóðstraumnum. Einu illkynja frumurnar sem eru í verulegum fjölda í blóði eru þær sem eiga uppruna sinn í blóðmyndandi vef. Slík mein heita einu nafni hvítblæði, en af því eru svo nokkrar undirtegundir. Fjöldi hvítblæðisfrumna í blóði getur orðið mjög mikill, eða allt að hundraðfaldur eðlilegur fjöldi hvítra blóðkorna sem er um það bil 5 til 10 þúsund á míkrólítra. Mér er ekki kunnugt um mesta fjölda sem fundist hefur, en fjöldinn hverju sinni hlýtur að fara eftir því annars vegar hversu hratt frumurnar fjölga sér og hins vegar hversu hratt þær deyja og eyðast og í raun er erfitt að komast að einhverjum hugsanlegum efri mörkum í því sambandi.

Sjá einnig eftirfarandi svör um krabbamein:

Eftir sama höfund:

Aðrir höfundar:

Útgáfudagur

21.9.2000

Spyrjandi

Sigþór Jóhannesson

Höfundur

prófessor í læknisfræði við HÍ

Tilvísun

Helga Ögmundsdóttir. „Hve margar geta krabbameinsfrumur í blóði orðið? Fer það eftir aldri eða tegund krabbameins eða einhverju öðru?“ Vísindavefurinn, 21. september 2000. Sótt 21. október 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=926.

Helga Ögmundsdóttir. (2000, 21. september). Hve margar geta krabbameinsfrumur í blóði orðið? Fer það eftir aldri eða tegund krabbameins eða einhverju öðru? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=926

Helga Ögmundsdóttir. „Hve margar geta krabbameinsfrumur í blóði orðið? Fer það eftir aldri eða tegund krabbameins eða einhverju öðru?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2000. Vefsíða. 21. okt. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=926>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sykrur

Sykur er ein tegund svonefndra sykra sem er að finna í einu eða öðru formi í öllum lifandi verum. Annað heiti yfir sykrur er kolvetni. Sykrur eru orkuefni sem frumur nota. Sykrur myndast við ljóstillífun plantna og eru helstu orkugjafar þeirra. Sykrur eru gerðar úr frumefnunum kolvetni, vetni og súrefni.