Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast lungnakrabbamein?

Halla Skúladóttir

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvernig myndast lungnakrabbamein og hvaða áhrif hefur það á reglulega starfsemi lungnanna?

Lungnakrabbamein verður til við illkynja breytingu í lungnavef. Á hverjum degi öndum við að okkur 10.000 lítrum af lofti sem inniheldur ógrynnin öll af smáum eindum sem geta bæði beint og óbeint haft skaðleg áhrif á lungun. Þetta geta meðal annars verið krabbameinsvaldandi efni, svo sem tóbaksreykur eða útblástur bifreiða. Þessi efni erta öndunarfæraþekjuna og valda breytingum í henni, frumurnar fá óeðlilegt útlit og mynda óeðlilega þykk lög. Síðar getur hin viðkvæma öndunarfæraþekja umbreyst í flöguþekju, sem er harðari af sér. Loks fara að myndast forstigsbreytingar krabbameins sem geta með tímanum orðið að krabbameini.

Á meðan þessar sýnilegu breytingar eiga sér stað verða líka breytingar í erfðaefni frumanna. Krabbameinsvaldandi efni bindast erfðaefninu óafturkræft og mynda þannig fyrirferðir utan á kjarnsýrunum. Það veldur truflun í afritun erfðaefnisins þegar frumurnar skipta sér og það veldur breytingum á erfðaefninu í dótturfrumum. Þannig geta dótturfrumurnar misst þýðingarmikla eiginleika sem móðurfruman hafði, til dæmis hæfileikann til frumudauða. Eins geta þær fengið eiginleika sem móðurfruman hafði ekki, til dæmis óstöðvandi framleiðslu vaxtarþátta sem hvetja frumuna til skiptingar. Við það verður til vöxtur sem lýtur ekki eðlilegri stjórn. Nánar má lesa um óeðlilegan frumuvöxt og skiptingu í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein?

Lungnakrabbamein myndast oftast í öndunarfæraþekjunni. Áhrif þess á starfsemi lungnanna fer eftir því hvar æxlið situr. Ef það situr í berkju, eins og oft gerist, þá skagar æxlið inn í holrúm berkjunnar og hamlar flæði súrefnis neðar í lungað. Æxlið kemur líka í veg fyrir að slím sem myndast neðan þess nái að hreinsast upp á eðlilegan hátt. Uppsafnað slím er gróðrarstía fyrir bakteríur og því uppgötvast lungnakrabbamein stundum í tengslum við lungnabólgu sem ekki hreinsast vel á venjulegum sýklalyfjum.

Stundum sitja æxlin á útjöðrum lungnanna, úti við fleiðruna, en það er himna sem umlykur lungun og brjóstvegginn innanverðan. Þau geta vaxið út í gegnum fleiðruna og valdið verk og ertingu sem fleiðran svarar með því að mynda vökva á milli lungans og brjóstveggjarins.

Um 16% reykingamanna sem halda áfram að reykja ævilangt fá lungnakrabbamein.

Það er áætlað að tveir af hverjum þremur reykingamönnum sem eiga að baki 20 pakkaár (eitt pakkaár = einn pakki af sígarettum daglega í eitt ár) hafi vaxtarbreytingar einhvers staðar í öndunarþekjunni, það er annað hvort umbreytingu yfir í flöguþekju eða forstigsbreytingar. Hætti menn að reykja ganga breytingarnar flestar til baka.

Um 16% reykingamanna sem halda áfram að reykja ævilangt fá lungnakrabbamein. Hætti menn að reykja 60 ára gamlir minnkar áhættan á að fá lungnakrabbamein einhvern tímann á ævinni um 40% niður í 10% og hætti menn að reykja 50 ára gamlir minnkar áhættan um 60% niður í 6%. Líkurnar á lungnakrabbameini hjá fólki sem hættir að reykja 40 og 30 ára eru 3% og 1,5%. Það er því aldrei of seint að hætta.

Myndir:

Höfundur

yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala

Útgáfudagur

30.3.2006

Síðast uppfært

5.11.2024

Spyrjandi

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir

Tilvísun

Halla Skúladóttir. „Hvernig myndast lungnakrabbamein?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5745.

Halla Skúladóttir. (2006, 30. mars). Hvernig myndast lungnakrabbamein? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5745

Halla Skúladóttir. „Hvernig myndast lungnakrabbamein?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5745>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast lungnakrabbamein?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvernig myndast lungnakrabbamein og hvaða áhrif hefur það á reglulega starfsemi lungnanna?

Lungnakrabbamein verður til við illkynja breytingu í lungnavef. Á hverjum degi öndum við að okkur 10.000 lítrum af lofti sem inniheldur ógrynnin öll af smáum eindum sem geta bæði beint og óbeint haft skaðleg áhrif á lungun. Þetta geta meðal annars verið krabbameinsvaldandi efni, svo sem tóbaksreykur eða útblástur bifreiða. Þessi efni erta öndunarfæraþekjuna og valda breytingum í henni, frumurnar fá óeðlilegt útlit og mynda óeðlilega þykk lög. Síðar getur hin viðkvæma öndunarfæraþekja umbreyst í flöguþekju, sem er harðari af sér. Loks fara að myndast forstigsbreytingar krabbameins sem geta með tímanum orðið að krabbameini.

Á meðan þessar sýnilegu breytingar eiga sér stað verða líka breytingar í erfðaefni frumanna. Krabbameinsvaldandi efni bindast erfðaefninu óafturkræft og mynda þannig fyrirferðir utan á kjarnsýrunum. Það veldur truflun í afritun erfðaefnisins þegar frumurnar skipta sér og það veldur breytingum á erfðaefninu í dótturfrumum. Þannig geta dótturfrumurnar misst þýðingarmikla eiginleika sem móðurfruman hafði, til dæmis hæfileikann til frumudauða. Eins geta þær fengið eiginleika sem móðurfruman hafði ekki, til dæmis óstöðvandi framleiðslu vaxtarþátta sem hvetja frumuna til skiptingar. Við það verður til vöxtur sem lýtur ekki eðlilegri stjórn. Nánar má lesa um óeðlilegan frumuvöxt og skiptingu í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein?

Lungnakrabbamein myndast oftast í öndunarfæraþekjunni. Áhrif þess á starfsemi lungnanna fer eftir því hvar æxlið situr. Ef það situr í berkju, eins og oft gerist, þá skagar æxlið inn í holrúm berkjunnar og hamlar flæði súrefnis neðar í lungað. Æxlið kemur líka í veg fyrir að slím sem myndast neðan þess nái að hreinsast upp á eðlilegan hátt. Uppsafnað slím er gróðrarstía fyrir bakteríur og því uppgötvast lungnakrabbamein stundum í tengslum við lungnabólgu sem ekki hreinsast vel á venjulegum sýklalyfjum.

Stundum sitja æxlin á útjöðrum lungnanna, úti við fleiðruna, en það er himna sem umlykur lungun og brjóstvegginn innanverðan. Þau geta vaxið út í gegnum fleiðruna og valdið verk og ertingu sem fleiðran svarar með því að mynda vökva á milli lungans og brjóstveggjarins.

Um 16% reykingamanna sem halda áfram að reykja ævilangt fá lungnakrabbamein.

Það er áætlað að tveir af hverjum þremur reykingamönnum sem eiga að baki 20 pakkaár (eitt pakkaár = einn pakki af sígarettum daglega í eitt ár) hafi vaxtarbreytingar einhvers staðar í öndunarþekjunni, það er annað hvort umbreytingu yfir í flöguþekju eða forstigsbreytingar. Hætti menn að reykja ganga breytingarnar flestar til baka.

Um 16% reykingamanna sem halda áfram að reykja ævilangt fá lungnakrabbamein. Hætti menn að reykja 60 ára gamlir minnkar áhættan á að fá lungnakrabbamein einhvern tímann á ævinni um 40% niður í 10% og hætti menn að reykja 50 ára gamlir minnkar áhættan um 60% niður í 6%. Líkurnar á lungnakrabbameini hjá fólki sem hættir að reykja 40 og 30 ára eru 3% og 1,5%. Það er því aldrei of seint að hætta.

Myndir:...