Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða fæðutegundum er A-vítamín?

Lýðheilsustöð og Matvælastofnun standa saman að vefsíðu með upplýsingum og fræðslu um helstu vítamín og steinefni. Þar segir meðal annars um A-vítamín:
Góðir A-vítamíngjafar í fæðu eru lýsi og lifur, sérstaklega fisklifur en einnig lamba- og svínalifur. Þá er töluvert A-vítamín í mjólk, smjöri, osti, eggjum og smjörlíki en í því síðasttalda er vítamíninu bætt í við vinnslu. Í þessum vörum er A-vítamínið á formi retínóls. Í litsterku grænmeti og ávöxtum, t.d. gulrótum, papriku, apríkósum, grænkáli og spergilkáli, er mikið af beta-karótíni sem umbreytist í A-vítamín í líkamanum.

A-vítamín gegnir mörgum hlutverkum. Það hefur áhrif á fósturþroska og vöxt, stjórnar gerð og sérhæfingu fruma í húð og slímhúð, tekur þátt í stjórnun einstakra erfðavísa, er nauðsynlegt fyrir sjónina og fyrir starfsemi ónæmiskerfisins. Skortur á A-vítamíni getur lýst sér sem þurrkur í slímhúð, augnþurrkur, náttblinda og hornhimna augans verður hörð en það getur leitt til blindu.Við fáum A-vítamín beint úr lifur, lýsi og öðrum dýraafurðum, en karótín, sem líkaminn umbreytir í A-vítamín, úr skærlitum jurtaafurðum, til dæmis gulrótum.

A-vítamín er fituleysanlegt vítamín og skilst ekki út úr líkamanum með þvagi heldur safnast fyrir ef neyslan er umfram notkun. Það þýðir að ekki þarf að neyta A-vítamíns á hverjum degi þar sem líkaminn getur átt umfram birgðir til notkunar síðar, en jafnframt þýðir það að ef skammtarnir eru mjög stórir í langan tíma getur það valdið eitrun.

Einkenni A-vítamíneitrunar eru höfuðverkur, hárlos, ógleði, uppköst, flögnun húðar, lifrarskemmdir og óeðlilegur fósturþroski hjá barnshafandi konum. Of mikið A-vítamín á fyrsta þriðjungi meðgöngu hefur til dæmis verið tengt við fósturgalla, eins og andlits- og taugagalla. Nánar er fjallað um vítamíneitranir í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?

Á Vísindavefnum eru mörg önnur svör þar sem vítamín koma við sögu, til dæmis:

Mynd: Fresh Food Central. Sótt 26. 1. 2009.


Þetta svar er að mestu unnið upp úr umfjöllun um A-vítamín í Fræðslubanka um vítamín og steinefni sem Lýðheilsustöð og Matvælastofnun standa að og birt með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

27.1.2009

Spyrjandi

Jóhann Gíslason, f. 1991

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Í hvaða fæðutegundum er A-vítamín?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2009. Sótt 18. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=49779.

EDS. (2009, 27. janúar). Í hvaða fæðutegundum er A-vítamín? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49779

EDS. „Í hvaða fæðutegundum er A-vítamín?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2009. Vefsíða. 18. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49779>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigríður Matthíasdóttir

1965

Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna.