Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Hvað er náttblinda og hvað veldur henni?

Þórdís Kristinsdóttir

Náttblinda (e. nyctalopia) er vangeta til að sjá í lítilli birtu eða erfiðleikar við að aðlagast minnkaðri birtu. Náttblinda er í sjálfu sér ekki sjúkdómur heldur fremur einkenni annarra augnkvilla.

Náttblinda stafar af galla í sjónu (e. retina). Sjóna er sá hluti augans sem liggur innan á þremur fjórðu öftustu hlutum augnknattarins og hennar helsta hlutverk er sjónskynjun. Hún er gerð úr innra lagi taugunga og ytra lagi litarefnis. Í taugungahluta eru ljósnemar (e. photoreceptors), tvískautafrumur (e. bipolar cells) og hnoðfrumur (e. ganglion cells). Ljósnemar eru af tveimur gerðum, stafir (e. rods) eru sérhæfðir til að nema ljós í lítilli birtu, lögun og hreyfingu en keilur (e. cones) greina liti og virkjast aðeins í miklu ljósi. Fjöldi keila er um 6 milljónir en stafa um 120 milljónir. Upplýsingar frá ljósnemum berast áfram til tvískautafrumna og þaðan til hnoðfrumna en símar þeirra mynda sjóntaugina (e. optic nerve) sem ber sjónboð til sjónsvæðis í heila þar sem þau eru túlkuð í mynd.

Náttblinda gerir mönnum erfiðara um vik að sjá þegar dimma tekur.

Náttblinda getur verið vegna nærsýni, lyfja við gláku, skýja á augasteini (e. cataract), retinitis pigmentosa, næringarskorts eða fæðingargalla. Nærsýni er sjónkvilli þar sem myndpunktur augans lendir fyrir framan sjónu svo fólk á erfitt með að sjá hluti sem eru langt í burtu. Gláka er kvilli í sjóntauginni og er helsta orsök blindu, sérstaklega hjá eldra fólki. Ský á augasteini valda því að hann hættir að vera tær og gegnsær en verður þéttur og ógegnsær svo ljós nær ekki til sjónu. Retinitis pigmentosa er nafn yfir hóp erfðasjúkdóma sem valda hrörnun á ljósnemum sjónu og er náttblinda oft fyrsta einkennið ásamt sjónsviðsskerðingu. A-vítamín er mikilvægt efni í litarefni í sjónu og skortur á því getur leitt til náttblindu og jafnvel blindu. A-vítamín finnst til dæmis í eggjum, lifur og dökku grænmeti og ávöxtum, svo sem gulrótum, spínati og grænkáli. Ýmsir fæðingargallar geta einnig valdið göllum í sjónu.

Meðferð við náttblindu fer eftir örsök hennar. Hún getur verið einföld, til dæmis það að skipta um sjóngler í gleraugum eða fá ný lyf við gláku. Ef orsök er ský á augasteininum er skurðaðgerð nauðsynleg en við retinitis pigmentosa og fæðingargöllum er engin meðferð í boði enn sem komið er.

Heimildir:

Mynd:

Einnig var spurt:
Eru einhver úrræði við náttblindu?

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

1.7.2011

Spyrjandi

Aðalbjörg Ellertsdóttir, f. 1993, Þorgeir Lárus Árnason, f. 1992, Helga Lillian

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er náttblinda og hvað veldur henni? “ Vísindavefurinn, 1. júlí 2011. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58830.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 1. júlí). Hvað er náttblinda og hvað veldur henni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58830

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er náttblinda og hvað veldur henni? “ Vísindavefurinn. 1. júl. 2011. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58830>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er náttblinda og hvað veldur henni?
Náttblinda (e. nyctalopia) er vangeta til að sjá í lítilli birtu eða erfiðleikar við að aðlagast minnkaðri birtu. Náttblinda er í sjálfu sér ekki sjúkdómur heldur fremur einkenni annarra augnkvilla.

Náttblinda stafar af galla í sjónu (e. retina). Sjóna er sá hluti augans sem liggur innan á þremur fjórðu öftustu hlutum augnknattarins og hennar helsta hlutverk er sjónskynjun. Hún er gerð úr innra lagi taugunga og ytra lagi litarefnis. Í taugungahluta eru ljósnemar (e. photoreceptors), tvískautafrumur (e. bipolar cells) og hnoðfrumur (e. ganglion cells). Ljósnemar eru af tveimur gerðum, stafir (e. rods) eru sérhæfðir til að nema ljós í lítilli birtu, lögun og hreyfingu en keilur (e. cones) greina liti og virkjast aðeins í miklu ljósi. Fjöldi keila er um 6 milljónir en stafa um 120 milljónir. Upplýsingar frá ljósnemum berast áfram til tvískautafrumna og þaðan til hnoðfrumna en símar þeirra mynda sjóntaugina (e. optic nerve) sem ber sjónboð til sjónsvæðis í heila þar sem þau eru túlkuð í mynd.

Náttblinda gerir mönnum erfiðara um vik að sjá þegar dimma tekur.

Náttblinda getur verið vegna nærsýni, lyfja við gláku, skýja á augasteini (e. cataract), retinitis pigmentosa, næringarskorts eða fæðingargalla. Nærsýni er sjónkvilli þar sem myndpunktur augans lendir fyrir framan sjónu svo fólk á erfitt með að sjá hluti sem eru langt í burtu. Gláka er kvilli í sjóntauginni og er helsta orsök blindu, sérstaklega hjá eldra fólki. Ský á augasteini valda því að hann hættir að vera tær og gegnsær en verður þéttur og ógegnsær svo ljós nær ekki til sjónu. Retinitis pigmentosa er nafn yfir hóp erfðasjúkdóma sem valda hrörnun á ljósnemum sjónu og er náttblinda oft fyrsta einkennið ásamt sjónsviðsskerðingu. A-vítamín er mikilvægt efni í litarefni í sjónu og skortur á því getur leitt til náttblindu og jafnvel blindu. A-vítamín finnst til dæmis í eggjum, lifur og dökku grænmeti og ávöxtum, svo sem gulrótum, spínati og grænkáli. Ýmsir fæðingargallar geta einnig valdið göllum í sjónu.

Meðferð við náttblindu fer eftir örsök hennar. Hún getur verið einföld, til dæmis það að skipta um sjóngler í gleraugum eða fá ný lyf við gláku. Ef orsök er ský á augasteininum er skurðaðgerð nauðsynleg en við retinitis pigmentosa og fæðingargöllum er engin meðferð í boði enn sem komið er.

Heimildir:

Mynd:

Einnig var spurt:
Eru einhver úrræði við náttblindu?
...