Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Þegar við sjáum er allt á hvolfi en hvernig fer heilinn að snúa því við?

MBS

Sjónin er óneitanlega eitt mikilvægasta skynfæri mannsins og það sem við reiðum okkur mest á í daglegu lífi. Skynjun er hins vegar afar flókið og viðamikið ferli og erfitt getur reynst að útskýra alla þá þætti sem þar koma við sögu. Hér mun hins vegar reynt að setja fram á einfaldan hátt hvað það er sem gerist þegar okkur birtist umhverfið á myndrænana hátt.

Augu mannsins eru afar flókin að uppbyggingu. Ágætlega hefur verið fjallað um byggingu þeirra hér á Vísindavefnum í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Úr hverju er augað?Hér sést einfölduð útskýring á því hvernig augað nemur ljósbylgjur frá umhverfinu og beinir þeim á sjónuna. Sjónan "þýðir" svo boðin fyrir sjóntaugina sem tengist augnbotninum.

Eins og við vitum flest að þá er ljósið í raun bylgjur af mismunandi tíðni. Þegar ljósið fellur á hluti endurkasta þeir ákveðnum bylgjulengdum þess. Augað nemur þessar bylgjur og vinnur úr þeim í raun ekki ósvipað og myndavél. Þegar bylgjurnar lenda á sjónu augans í augnbotninum gefa þær, líkt og spyrjandi bendir glögglega á, öfuga mynd af hlutnum. Áður hafa ljósbylgjurnar farið í gegnum hornhimnu augans og augasteininn, sem líkt og linsa í myndavél beinir ljósbylgjunum á réttan stað á sjónuna. Ef við höldum okkur við myndlíkinguna um myndavélina að þá getum við ímyndað okkur að sjónan sé eins og filman og augasteinninn eins og linsan í vélinni.

Sjónan "þýðir" svo ljóseindirnar yfir í rafboð sem sjóntaugin (e. optical nerve) sem tengist augnbotninum getur lesið. Rafboðin berast svo eftir sjóntauginni til sjónstöðva sem staðsettar eru aftarlega í heilanum, í hnakkablaðinu (e. occipital lobe) nánar tiltekið. Það er svo í þessum sjónstöðvum í heilanum sem myndin er lesin úr þeim boðum sem bárust auganu. Það mætti líkja því við að þar fari framköllun filmunnar fram. Það má því segja að við sjáum í raun með heilanum en það séu augun sem "taki myndina". Við "framköllunina" les heilinn þannig úr boðunum frá auganu að "myndin" birtist rétt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2008

Spyrjandi

Karen

Tilvísun

MBS. „Þegar við sjáum er allt á hvolfi en hvernig fer heilinn að snúa því við?“ Vísindavefurinn, 17. október 2008. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49616.

MBS. (2008, 17. október). Þegar við sjáum er allt á hvolfi en hvernig fer heilinn að snúa því við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49616

MBS. „Þegar við sjáum er allt á hvolfi en hvernig fer heilinn að snúa því við?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2008. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49616>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Þegar við sjáum er allt á hvolfi en hvernig fer heilinn að snúa því við?
Sjónin er óneitanlega eitt mikilvægasta skynfæri mannsins og það sem við reiðum okkur mest á í daglegu lífi. Skynjun er hins vegar afar flókið og viðamikið ferli og erfitt getur reynst að útskýra alla þá þætti sem þar koma við sögu. Hér mun hins vegar reynt að setja fram á einfaldan hátt hvað það er sem gerist þegar okkur birtist umhverfið á myndrænana hátt.

Augu mannsins eru afar flókin að uppbyggingu. Ágætlega hefur verið fjallað um byggingu þeirra hér á Vísindavefnum í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Úr hverju er augað?Hér sést einfölduð útskýring á því hvernig augað nemur ljósbylgjur frá umhverfinu og beinir þeim á sjónuna. Sjónan "þýðir" svo boðin fyrir sjóntaugina sem tengist augnbotninum.

Eins og við vitum flest að þá er ljósið í raun bylgjur af mismunandi tíðni. Þegar ljósið fellur á hluti endurkasta þeir ákveðnum bylgjulengdum þess. Augað nemur þessar bylgjur og vinnur úr þeim í raun ekki ósvipað og myndavél. Þegar bylgjurnar lenda á sjónu augans í augnbotninum gefa þær, líkt og spyrjandi bendir glögglega á, öfuga mynd af hlutnum. Áður hafa ljósbylgjurnar farið í gegnum hornhimnu augans og augasteininn, sem líkt og linsa í myndavél beinir ljósbylgjunum á réttan stað á sjónuna. Ef við höldum okkur við myndlíkinguna um myndavélina að þá getum við ímyndað okkur að sjónan sé eins og filman og augasteinninn eins og linsan í vélinni.

Sjónan "þýðir" svo ljóseindirnar yfir í rafboð sem sjóntaugin (e. optical nerve) sem tengist augnbotninum getur lesið. Rafboðin berast svo eftir sjóntauginni til sjónstöðva sem staðsettar eru aftarlega í heilanum, í hnakkablaðinu (e. occipital lobe) nánar tiltekið. Það er svo í þessum sjónstöðvum í heilanum sem myndin er lesin úr þeim boðum sem bárust auganu. Það mætti líkja því við að þar fari framköllun filmunnar fram. Það má því segja að við sjáum í raun með heilanum en það séu augun sem "taki myndina". Við "framköllunina" les heilinn þannig úr boðunum frá auganu að "myndin" birtist rétt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

...