Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fara lítil sjónvörp eða skjáir illa með sjónina?

Svarið við þessari spurningu er einfalt. Ekki hefur verið sýnt fram á að sjónvörp eða skjáir skaði beinlínis sjónina á einn eða annan hátt. Þó er vitað að vinna við tölvur og ástundun tölvuleikja þar sem horft er á skjá minnkar „blikktíðni“ um það bil um helming, það er úr um það bil 12 blikkum á mínútu niður í 6 blikk á mínútu, sem getur valdið vægum augnþurrki. Augnþurrkur getur valdið óþægindum í augum og er hægt að meðhöndla þau með svokölluðum gervitárum, sem fá má í öllum lyfjabúðum án lyfseðils.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

15.3.2000

Spyrjandi

Halldór V. Einarsson

Höfundur

sérfræðingur í augnlækningum

Tilvísun

Jóhannes Kári Kristinsson. „Fara lítil sjónvörp eða skjáir illa með sjónina?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2000. Sótt 19. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=238.

Jóhannes Kári Kristinsson. (2000, 15. mars). Fara lítil sjónvörp eða skjáir illa með sjónina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=238

Jóhannes Kári Kristinsson. „Fara lítil sjónvörp eða skjáir illa með sjónina?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2000. Vefsíða. 19. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=238>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigurjón Baldur Hafsteinsson

1964

Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Sigurjóns Baldurs hafa meðal annars snúið að viðhorfi Íslendinga til dauða og sorgar, en þau viðhorf eru tengd félagspólitískum breytingum sem orðið hafa á Íslandi á undanförnum þrjátíu árum.