Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?

EDS

Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga.

Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilvikum en þreyta, álag og andleg streita geta komið þessum ósjálfráðu samdráttum af stað. Ekkert er hægt að gera til að fyrirbyggja fjörfisk nema að forðast þessa álagsþætti.

Í fjörfiski er um að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga.

Fjörfiskur gengur yfir af sjálfu sér og ekki er til nein sérstök meðferð við honum. Stundum getur hjálpað að leggja kaldan bakstur við ef kippirnir eru mjög óþægilegir.

Fjörfiskur er alveg hættulaus og ekki er ástæða til að hafa samband við lækni nema ef fjörfiskur hefur verið í auganu í meira en viku.

Til eru sjúkdómar sem lýsa sér með kippum í vöðvum kringum augum, en þeir eru sem betur fer sjaldgæfir. Einna þekktastur þeirra er ósjálfráður vöðvaherpingur í kringum auga, en þá lokast augu ósjálfrátt og viðkomandi getur ekki opnað augað eða augun.

Hægt er að lesa um fjörfisk á erlendum vefsíðum, til dæmis á MedlinePlus.

Mynd:


Það eru greinilega margir sem hafa áhuga á að vita eitthvað um fjörfisk því Vísindavefnum hefur borist fjöldi spurninga um þetta fyrirbæri. Aðrir spyrjendur eru:

Andri Þorvaldsson, Anna Sigurðardóttir, Ágúst Símonsen, Berglind Egilsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Birna Sævarsdóttir, Einar Sigurðsson, Elsý Vilhjálmsdóttir, Ester Þorsteinsdóttir, Guðrún Bjarkadóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Þorvaldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Hlynur Ingi Rúnarsson, Hrönn Egilsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Jóhanna Gísladóttir, Karl Hreiðarsson, Katelijne Beerten, Margeir Margeirsson, Ómar Jónsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Silja Dögg Sigurðardóttir, Steinar Óli Jónsson, Sunna Björk Þórarinsdóttir, Sveinn Haraldsson, Viðar Þorgeirsson og Þorbjörg Matthíasdóttir.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.5.2004

Síðast uppfært

17.1.2019

Spyrjandi

Gísli Jóhannesson

Tilvísun

EDS. „Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2004, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4255.

EDS. (2004, 14. maí). Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4255

EDS. „Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2004. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4255>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?
Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga.

Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilvikum en þreyta, álag og andleg streita geta komið þessum ósjálfráðu samdráttum af stað. Ekkert er hægt að gera til að fyrirbyggja fjörfisk nema að forðast þessa álagsþætti.

Í fjörfiski er um að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga.

Fjörfiskur gengur yfir af sjálfu sér og ekki er til nein sérstök meðferð við honum. Stundum getur hjálpað að leggja kaldan bakstur við ef kippirnir eru mjög óþægilegir.

Fjörfiskur er alveg hættulaus og ekki er ástæða til að hafa samband við lækni nema ef fjörfiskur hefur verið í auganu í meira en viku.

Til eru sjúkdómar sem lýsa sér með kippum í vöðvum kringum augum, en þeir eru sem betur fer sjaldgæfir. Einna þekktastur þeirra er ósjálfráður vöðvaherpingur í kringum auga, en þá lokast augu ósjálfrátt og viðkomandi getur ekki opnað augað eða augun.

Hægt er að lesa um fjörfisk á erlendum vefsíðum, til dæmis á MedlinePlus.

Mynd:


Það eru greinilega margir sem hafa áhuga á að vita eitthvað um fjörfisk því Vísindavefnum hefur borist fjöldi spurninga um þetta fyrirbæri. Aðrir spyrjendur eru:

Andri Þorvaldsson, Anna Sigurðardóttir, Ágúst Símonsen, Berglind Egilsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Birna Sævarsdóttir, Einar Sigurðsson, Elsý Vilhjálmsdóttir, Ester Þorsteinsdóttir, Guðrún Bjarkadóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Þorvaldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Hlynur Ingi Rúnarsson, Hrönn Egilsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Jóhanna Gísladóttir, Karl Hreiðarsson, Katelijne Beerten, Margeir Margeirsson, Ómar Jónsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Silja Dögg Sigurðardóttir, Steinar Óli Jónsson, Sunna Björk Þórarinsdóttir, Sveinn Haraldsson, Viðar Þorgeirsson og Þorbjörg Matthíasdóttir. ...