Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr hverju er augað?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Getið þið lýst líffræði augans?

Eins og önnur líffæri er augað gert úr mörgum mismunandi vefjum. Augað sjálft er knöttur úr þremur lögum og er um 2,5 cm í þvermál.



Ysta lagið er trefjahjúpur (e. fibrous tunic) sem er gerður úr glæru (e. cornea) að framan og hvítu (e. sclera) að aftan.

Hvítan er hjúpur úr þéttum bandvef sem þekur allan augnknöttinn nema glæruna. Hún gefur augnknettinum lögun sína, gerir hann stinnan og verndar innri hluta hans.

Glæran, sem er einnig nefnd hornhimna, er gegnsær trefjahjúpur sem þekur litu eða lithimnu augans (e. iris). Í glærunni eru engar æðar. Ytra borð hennar er þakið táru (e. conjunctiva) sem er þekjuvefur sem klæðir einnig auglokið að innan. Glæran brýtur ljósgeisla sem berast inn í augað og beinir þeim á réttan stað á augnbotni. Við það verður myndin skýr. Sé glæran ekki sveigð á réttan hátt verður mynd ekki stillt á það svæði augans þar sem sjónin er skörpust og sjónin verður óskýr. Hægt er að fjarlægja gallaða glæru og setja aðra með svipað þvermál í staðinn frá vefjagjafa. Þetta kallast glæruígræðsla (e. corneal transplant) og er árangursríkasta ígræðslan sem framkvæmd er þar sem engar æðar eru í glærunni og því lítil hætta á að ónæmiskerfi líkamans hafni henni.

Fyrir innan trefjahjúp augans er lag sem samanstendur af æðu (e. choroid), brárbaug (e. ciliary body) og litu. Æðan er þunn, dökkbrún himna sem þekur mestalla hvítuna að innan. Hún inniheldur æðar og mikið af litarefni. Æðan gleypir ljósgeisla svo að þeir endurkastist ekki innan augnknattarins og blóð í henni nærir sjónu augans (e. retina), þar sem fyrsta stig sjónskynjunar fer fram.

Framan á auganu verður æðan að brárbaug sem er gerður úr brárklökkum (e. ciliary processes) og brárvöðva. Háræðar í brárklökkum seyta vatnskenndum vökva, augnvökva (e. aqueous humor), en brárvöðvi er sléttur vöðvi sem breytir lögun augasteins í samræmi við fjarlægð þess sem horft er á.

Litan er hringlaga himna framan á auganu. Hún er gerð úr sléttum vöðvaþráðum, hringlaga og geislóttum. Gatið í miðju litu er sjáaldrið, sem er ljósop augans og hleypir ljósgeislum inn í það. Litan stjórnar ljósmagninu sem berst inn í augað. Í mikilli birtu dragast hringlaga vöðvaþræðirnir saman og þrengja ljósopið, en þegar birtan minnkar dragast geislóttu vöðvaþræðirnir saman og víkka ljósopið. Sjálfvirka taugakerfið stjórnar þessum vöðvum.


Litan eða lithimnan ræður augnlit fólks.

Innst í augnknettinum er þriðja lag hans sem heitir sjóna. Hún liggur reyndar ekki innan á öllum knettinum heldur aðeins á öftustu 3/4 hlutum hans. Meginhlutverk sjónu er sjónskynjun, sem sagt myndframköllun. Hún er gerð úr innra lagi taugunga og ytra lagi litarefnis.

Í taugungahluta sjónu eru þrjú lög af taugungum, það er að segja ljósnemar (e. photoreceptors), tvískautungar (e. bipolar cells) og hnoðfrumur (e. ganglion cells).

Ljósnemar eru af tveimur megingerðum sem kallast stafir og keilur í samræmi við lögun þeirra. Þetta eru mjög sérhæfðar sjónskynfrumur. Stafirnir eru sérhæfðir til að nema ljós í lítilli birtu. Þeir gera okkur kleift að greina á milli mismunandi blæbrigða af ljósu og dökku, mismunandi lögun og hreyfingu. Keilur eru aftur á móti sérhæfðar til að greina liti og mikla skerpu. Þær áreitast aðeins í mikilli birtu sem er ástæða þess að við sjáum ekki liti í tunglsljósi.

Fjöldi keilna er um 6 milljónir og stafa um 120 milljónir. Þéttleiki keilna er mestur í miðgróf sjónu (e. fovea) og þar er sjónin skörpust. Miðgrófin er í miðjum gula bletti sem er nákvæmlega í miðri sjónu. Guli bletturinn inniheldur enga stafi en þeim fjölgar eftir því sem fjær dregur honum í báðar áttir.

Þegar upplýsingar hafa borist í gegnum ljósnemana eru þær leiddar áfram til tvískautunganna og frá þeim í hnoðfrumurnar. Símar hnoðfrumna liggja allir aftur að litlu svæði í sjónu sem nefnist blindi blettur, því að engir ljósnemar eru þar. Símar hnoðfrumnanna mynda sjóntaugina sem ber sjónboð til sjónstöðva heilans þar sem þau eru túlkuð.

Augasteinn er linsa augans. Hann er glær og brýtur ljósgeisla þannig að þeir falli á sjónu. Augasteinninn er gerður úr nokkrum lögum af prótínþráðum. Svokallaðir beltisþræðir (e. suspensory ligaments) halda honum kyrrum fyrir aftan sjáaldrið. Inni í augnknettinum er stórt rými sem augasteinninn skiptir í tvennt, fremra augnhólf (e. anterior cavity) fyrir framan augasteininn og augnvökvahólf (e. vitreous cavity) fyrir aftan hann. Fremra hólfið inniheldur augnvökva sem minnir á heila- og mænuvökva. Hann er seyttur úr háræðum í brárklökkum. Í augnvökvahólfinu fyrir aftan augasteininn er glært augnhlaup (e. vitreous body). Saman halda augnvökvi og augnhlaup uppi þrýstingi í auganu sem gerir því kleift að halda lögun sinni og halda sjónu þétt upp að æðu svo að hún nái auðveldlega í næringu og geti þá gegnt hlutverki sínu vel. Augnhlaupið myndast á fósturskeiði og er ekki endurnýjað eins og augnvökvinn.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um augað eða sjón, til dæmis:

Heimild og myndir:
  • Gerard J. Tortora. 1997. Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. 4. útg., Biological Science Textbooks, Inc.
  • Skýringarmynd af auga: Image Gallery á heimasíðu Paul Avery.
  • Ljósmynd af auga: image*after.

Höfundur

Útgáfudagur

2.5.2006

Spyrjandi

Halla Kristjánsdóttir
Einar Valur Erlingsson
Elísabet Inga

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Úr hverju er augað?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2006, sótt 6. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5852.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 2. maí). Úr hverju er augað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5852

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Úr hverju er augað?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2006. Vefsíða. 6. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5852>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Úr hverju er augað?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Getið þið lýst líffræði augans?

Eins og önnur líffæri er augað gert úr mörgum mismunandi vefjum. Augað sjálft er knöttur úr þremur lögum og er um 2,5 cm í þvermál.



Ysta lagið er trefjahjúpur (e. fibrous tunic) sem er gerður úr glæru (e. cornea) að framan og hvítu (e. sclera) að aftan.

Hvítan er hjúpur úr þéttum bandvef sem þekur allan augnknöttinn nema glæruna. Hún gefur augnknettinum lögun sína, gerir hann stinnan og verndar innri hluta hans.

Glæran, sem er einnig nefnd hornhimna, er gegnsær trefjahjúpur sem þekur litu eða lithimnu augans (e. iris). Í glærunni eru engar æðar. Ytra borð hennar er þakið táru (e. conjunctiva) sem er þekjuvefur sem klæðir einnig auglokið að innan. Glæran brýtur ljósgeisla sem berast inn í augað og beinir þeim á réttan stað á augnbotni. Við það verður myndin skýr. Sé glæran ekki sveigð á réttan hátt verður mynd ekki stillt á það svæði augans þar sem sjónin er skörpust og sjónin verður óskýr. Hægt er að fjarlægja gallaða glæru og setja aðra með svipað þvermál í staðinn frá vefjagjafa. Þetta kallast glæruígræðsla (e. corneal transplant) og er árangursríkasta ígræðslan sem framkvæmd er þar sem engar æðar eru í glærunni og því lítil hætta á að ónæmiskerfi líkamans hafni henni.

Fyrir innan trefjahjúp augans er lag sem samanstendur af æðu (e. choroid), brárbaug (e. ciliary body) og litu. Æðan er þunn, dökkbrún himna sem þekur mestalla hvítuna að innan. Hún inniheldur æðar og mikið af litarefni. Æðan gleypir ljósgeisla svo að þeir endurkastist ekki innan augnknattarins og blóð í henni nærir sjónu augans (e. retina), þar sem fyrsta stig sjónskynjunar fer fram.

Framan á auganu verður æðan að brárbaug sem er gerður úr brárklökkum (e. ciliary processes) og brárvöðva. Háræðar í brárklökkum seyta vatnskenndum vökva, augnvökva (e. aqueous humor), en brárvöðvi er sléttur vöðvi sem breytir lögun augasteins í samræmi við fjarlægð þess sem horft er á.

Litan er hringlaga himna framan á auganu. Hún er gerð úr sléttum vöðvaþráðum, hringlaga og geislóttum. Gatið í miðju litu er sjáaldrið, sem er ljósop augans og hleypir ljósgeislum inn í það. Litan stjórnar ljósmagninu sem berst inn í augað. Í mikilli birtu dragast hringlaga vöðvaþræðirnir saman og þrengja ljósopið, en þegar birtan minnkar dragast geislóttu vöðvaþræðirnir saman og víkka ljósopið. Sjálfvirka taugakerfið stjórnar þessum vöðvum.


Litan eða lithimnan ræður augnlit fólks.

Innst í augnknettinum er þriðja lag hans sem heitir sjóna. Hún liggur reyndar ekki innan á öllum knettinum heldur aðeins á öftustu 3/4 hlutum hans. Meginhlutverk sjónu er sjónskynjun, sem sagt myndframköllun. Hún er gerð úr innra lagi taugunga og ytra lagi litarefnis.

Í taugungahluta sjónu eru þrjú lög af taugungum, það er að segja ljósnemar (e. photoreceptors), tvískautungar (e. bipolar cells) og hnoðfrumur (e. ganglion cells).

Ljósnemar eru af tveimur megingerðum sem kallast stafir og keilur í samræmi við lögun þeirra. Þetta eru mjög sérhæfðar sjónskynfrumur. Stafirnir eru sérhæfðir til að nema ljós í lítilli birtu. Þeir gera okkur kleift að greina á milli mismunandi blæbrigða af ljósu og dökku, mismunandi lögun og hreyfingu. Keilur eru aftur á móti sérhæfðar til að greina liti og mikla skerpu. Þær áreitast aðeins í mikilli birtu sem er ástæða þess að við sjáum ekki liti í tunglsljósi.

Fjöldi keilna er um 6 milljónir og stafa um 120 milljónir. Þéttleiki keilna er mestur í miðgróf sjónu (e. fovea) og þar er sjónin skörpust. Miðgrófin er í miðjum gula bletti sem er nákvæmlega í miðri sjónu. Guli bletturinn inniheldur enga stafi en þeim fjölgar eftir því sem fjær dregur honum í báðar áttir.

Þegar upplýsingar hafa borist í gegnum ljósnemana eru þær leiddar áfram til tvískautunganna og frá þeim í hnoðfrumurnar. Símar hnoðfrumna liggja allir aftur að litlu svæði í sjónu sem nefnist blindi blettur, því að engir ljósnemar eru þar. Símar hnoðfrumnanna mynda sjóntaugina sem ber sjónboð til sjónstöðva heilans þar sem þau eru túlkuð.

Augasteinn er linsa augans. Hann er glær og brýtur ljósgeisla þannig að þeir falli á sjónu. Augasteinninn er gerður úr nokkrum lögum af prótínþráðum. Svokallaðir beltisþræðir (e. suspensory ligaments) halda honum kyrrum fyrir aftan sjáaldrið. Inni í augnknettinum er stórt rými sem augasteinninn skiptir í tvennt, fremra augnhólf (e. anterior cavity) fyrir framan augasteininn og augnvökvahólf (e. vitreous cavity) fyrir aftan hann. Fremra hólfið inniheldur augnvökva sem minnir á heila- og mænuvökva. Hann er seyttur úr háræðum í brárklökkum. Í augnvökvahólfinu fyrir aftan augasteininn er glært augnhlaup (e. vitreous body). Saman halda augnvökvi og augnhlaup uppi þrýstingi í auganu sem gerir því kleift að halda lögun sinni og halda sjónu þétt upp að æðu svo að hún nái auðveldlega í næringu og geti þá gegnt hlutverki sínu vel. Augnhlaupið myndast á fósturskeiði og er ekki endurnýjað eins og augnvökvinn.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um augað eða sjón, til dæmis:

Heimild og myndir:
  • Gerard J. Tortora. 1997. Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. 4. útg., Biological Science Textbooks, Inc.
  • Skýringarmynd af auga: Image Gallery á heimasíðu Paul Avery.
  • Ljósmynd af auga: image*after.
...