Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu?

Jóhannes Kári Kristinsson



Augnlokin gegna ákaflega mikilvægu hlutverki og má segja að hér eigi við hið fornkveðna: "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Þau verja augun fyrir umhverfi sínu, svo sem aðskotahlutum, ryki og ljósi, og halda auganu röku með því að dreifa táravökva yfir það með reglulegu millibili. Tárin verja augað gegn sýkingum. Án augnlokanna þornar augað upp á nokkrum mínútum og innan nokkurra klukkutíma geta alvarleg vandamál siglt í kjölfarið. Sár geta komið á hornhimnuna, sem er gagnsær kúpull fyrir framan lithimnuna, með alvarlegum afleiðingum. Ef sýking kemst í augað getur viðkomandi misst sjón, eða jafnvel augað sjálft.

Við blikkum augunum ósjálfrátt um 12 sinnum á mínútu. Ef við blikkum augunum sjaldnar en það getum við fundið fyrir ertingu vegna augnþurrks.

Vinna við tölvur og ástundun tölvuleikja þar sem horft er á skjá minnkar "blikktíðni" um helming, niður í um það bil 6 blikk á mínútu, sem getur valdið vægum augnþurrki. Augnþurrkur getur valdið óþægindum í augum og er hægt að meðhöndla þau með svokölluðum gervitárum sem fást í öllum lyfjabúðum án lyfseðils. Augnþurrkur getur einnig orðið til vegna þess að táramagn er af skornum skammti. Eitt af aðaleinkennum augnþurrks er að við blikkum oftar til að dreifa sem best þeim tárum sem til eru.

Flest okkar hafa fengið korn í augað og vitum við hversu óþægilegt það er. Hornhimnan er næmasta svæði líkamans og við minnstu ertingu eru send boð til heilans sem síðan sendir boð til stóra tárakirtilsins um að búa til meira af tárum og til vöðvanna í kringum augun að blikka oftar, til að reyna að sópa burt aðskotahlutnum.

Ósjálfráður krampi í vöðvunum í kringum augun getur einnig valdið því að við blikkum oftar en eðlilegt er. Til er sjúkdómur sem nefnist "blepharospasm", eða hvarmakrampi, sem veldur því að viðkomandi blikkar oftar og kröftugar en eðlilegt er, oft aðeins öðru megin. Þetta er unnt að meðhöndla með lyfjum.

Tíð augnblikk sjást oft í kækjum barna og unglinga, en skoða þarf þó augu viðkomandi til að útiloka aðrar orsakir. Að lokum má geta þess að sumar tegundir flogaveiki geta valdið því að barn blikkar oft augunum, oft samhliða því að barnið virðist utan við sig.

Sjá einnig: Fara lítil sjónvörp eða skjáir illa með sjónina?

Höfundur

Jóhannes Kári Kristinsson

sérfræðingur í augnlækningum

Útgáfudagur

15.3.2000

Spyrjandi

Björk Hólm Þorsteinsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Jóhannes Kári Kristinsson. „Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2000. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=239.

Jóhannes Kári Kristinsson. (2000, 15. mars). Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=239

Jóhannes Kári Kristinsson. „Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2000. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=239>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu?


Augnlokin gegna ákaflega mikilvægu hlutverki og má segja að hér eigi við hið fornkveðna: "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Þau verja augun fyrir umhverfi sínu, svo sem aðskotahlutum, ryki og ljósi, og halda auganu röku með því að dreifa táravökva yfir það með reglulegu millibili. Tárin verja augað gegn sýkingum. Án augnlokanna þornar augað upp á nokkrum mínútum og innan nokkurra klukkutíma geta alvarleg vandamál siglt í kjölfarið. Sár geta komið á hornhimnuna, sem er gagnsær kúpull fyrir framan lithimnuna, með alvarlegum afleiðingum. Ef sýking kemst í augað getur viðkomandi misst sjón, eða jafnvel augað sjálft.

Við blikkum augunum ósjálfrátt um 12 sinnum á mínútu. Ef við blikkum augunum sjaldnar en það getum við fundið fyrir ertingu vegna augnþurrks.

Vinna við tölvur og ástundun tölvuleikja þar sem horft er á skjá minnkar "blikktíðni" um helming, niður í um það bil 6 blikk á mínútu, sem getur valdið vægum augnþurrki. Augnþurrkur getur valdið óþægindum í augum og er hægt að meðhöndla þau með svokölluðum gervitárum sem fást í öllum lyfjabúðum án lyfseðils. Augnþurrkur getur einnig orðið til vegna þess að táramagn er af skornum skammti. Eitt af aðaleinkennum augnþurrks er að við blikkum oftar til að dreifa sem best þeim tárum sem til eru.

Flest okkar hafa fengið korn í augað og vitum við hversu óþægilegt það er. Hornhimnan er næmasta svæði líkamans og við minnstu ertingu eru send boð til heilans sem síðan sendir boð til stóra tárakirtilsins um að búa til meira af tárum og til vöðvanna í kringum augun að blikka oftar, til að reyna að sópa burt aðskotahlutnum.

Ósjálfráður krampi í vöðvunum í kringum augun getur einnig valdið því að við blikkum oftar en eðlilegt er. Til er sjúkdómur sem nefnist "blepharospasm", eða hvarmakrampi, sem veldur því að viðkomandi blikkar oftar og kröftugar en eðlilegt er, oft aðeins öðru megin. Þetta er unnt að meðhöndla með lyfjum.

Tíð augnblikk sjást oft í kækjum barna og unglinga, en skoða þarf þó augu viðkomandi til að útiloka aðrar orsakir. Að lokum má geta þess að sumar tegundir flogaveiki geta valdið því að barn blikkar oft augunum, oft samhliða því að barnið virðist utan við sig.

Sjá einnig: Fara lítil sjónvörp eða skjáir illa með sjónina?

...