Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju sér maður stundum bletti fyrir augunum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er það sem gerist þegar maður fær svokallaðar stjörnur fyrir augun?

Blettir fyrir augunum eru kallaðir „floaters“ á ensku, enda er líkt og þeir fljóti eða sveimi fyrir augunum. Hér er um að ræða örlitla klumpa af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi augans en það er glæra, hlaupkennda efnið sem fyllir augnknöttinn. Blettirnir geta verið af ýmsum stærðum og af mismunandi lögun svo sem punktar, lengjur, þræðir, krystallar eða loðin ský. Þeir virðast fljóta um og skjótast oft undan þegar reynt er að horfa beint á þá en skerða ekki sjónina. Fólk tekur oft frekar eftir þessum blettum þegar það horfir á eitthvað bjart eins og ský eða hvítan vegg.



Ýmislegt getur valdið þessum blettum. Í bernsku og snemma á fullorðinsárunum eru flestir þeirra vegna lítilla búta af æðum frá fósturskeiði sem orðið hafa eftir í glærhlaupinu eða litlir prótínflekkir sem innlimuðust við þroskun augans. Einnig getur verið um að ræða flekki af litarefni á vöðvaþráðunum sem fastir eru við lithimnu augans eða agnir sem hafa fest í tárahimnunni framan á auganu. Hjá eldra fólki eru blettirnir þó oftar eðlilegrar afleiðingar öldrunar. Glærhlaupið hrörnar og í því myndast krystalkenndir klumpar, en það ferli byrjar oftast á fimmtugsaldri.

Blettir fyrir augum geta komið fyrir hjá öllum og tengjast yfirleitt ekki alvarlegum sjúkdómum. Þeir eru algengari hjá nærsýnu fólki, þeim sem hafa þurft að fara í aðgerð vegna skýs á auga og þeim sem hafa slasast á auga eða fengið augnbólgur. Þeir geta þó einnig stafað af losun glærhlaups frá sjónunni, en sjónan er vefjalagið sem þekur augað að innan. Slíkt er nokkuð algengt en yfirleitt fylgja því ekki neinar rifur í sjónunni. Einnig er hugsanlegt að blettirnir séu fyrstu merki um skemmdir á sjónu tengdar sykursýki eða blæðingu í sjónu

Ekki er til nein meðferð við blettum fyrir augum, en þeir verða gjarnan minna áberandi með tímanum. Þegar venjulegir blettir fyrir augum verða mjög pirrandi getur verið gott ráð að horfa frá einni hlið til annarrar eða upp og niður á víxl. Þetta hrærir í glærhlaupinu og flytur blettinn frá sjónlínunni.



Varanlegir svartir eða hvítir blettir eða þeir sem koma aftur og aftur á sama stað á sjónsviðinu geta verið merki um ský á auganu eða annað alvarlegt augnvandamál. Ef skuggi eða slæða hefur áhrif á sjónsviðið getur það gefið til kynna rifu í sjónunni sem hefur síðan losnað frá glærhlaupinu. Ef slíkt er uppi á teningnum er ráðlegt að hafa strax samband við augnlækni.

Stjörnur fyrir augunum, blossar, blikkandi ljós eða eldingar eru falskir birtublossar sem sjóntaugin myndar. Flestir fullorðnir sjá slíka blossa einhvern tímann eftir fimmtugsaldurinn þegar glærhlaupið í augunum þykknar, sem er eðlilegur þáttur öldrunar. Við þetta losnar það svolítið frá sjónunni og nuddast við hana sem veldur því að sjóntaugin sendir falskt sjónboð. Þessi ljósfyrirbæri koma einnig fyrir hjá þeim sem fá mígrenihöfuðverk, stundum á undan höfuðverkinum sjálfum og hjá fólki sem hefur fengið höfuðáverka eða krampa í æðum heilans.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

7.1.2005

Spyrjandi

Birgitta Baldursdóttir
Jóhannes Eiríksson

Efnisorð

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju sér maður stundum bletti fyrir augunum?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2005, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4705.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2005, 7. janúar). Af hverju sér maður stundum bletti fyrir augunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4705

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju sér maður stundum bletti fyrir augunum?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2005. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4705>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju sér maður stundum bletti fyrir augunum?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað er það sem gerist þegar maður fær svokallaðar stjörnur fyrir augun?

Blettir fyrir augunum eru kallaðir „floaters“ á ensku, enda er líkt og þeir fljóti eða sveimi fyrir augunum. Hér er um að ræða örlitla klumpa af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi augans en það er glæra, hlaupkennda efnið sem fyllir augnknöttinn. Blettirnir geta verið af ýmsum stærðum og af mismunandi lögun svo sem punktar, lengjur, þræðir, krystallar eða loðin ský. Þeir virðast fljóta um og skjótast oft undan þegar reynt er að horfa beint á þá en skerða ekki sjónina. Fólk tekur oft frekar eftir þessum blettum þegar það horfir á eitthvað bjart eins og ský eða hvítan vegg.



Ýmislegt getur valdið þessum blettum. Í bernsku og snemma á fullorðinsárunum eru flestir þeirra vegna lítilla búta af æðum frá fósturskeiði sem orðið hafa eftir í glærhlaupinu eða litlir prótínflekkir sem innlimuðust við þroskun augans. Einnig getur verið um að ræða flekki af litarefni á vöðvaþráðunum sem fastir eru við lithimnu augans eða agnir sem hafa fest í tárahimnunni framan á auganu. Hjá eldra fólki eru blettirnir þó oftar eðlilegrar afleiðingar öldrunar. Glærhlaupið hrörnar og í því myndast krystalkenndir klumpar, en það ferli byrjar oftast á fimmtugsaldri.

Blettir fyrir augum geta komið fyrir hjá öllum og tengjast yfirleitt ekki alvarlegum sjúkdómum. Þeir eru algengari hjá nærsýnu fólki, þeim sem hafa þurft að fara í aðgerð vegna skýs á auga og þeim sem hafa slasast á auga eða fengið augnbólgur. Þeir geta þó einnig stafað af losun glærhlaups frá sjónunni, en sjónan er vefjalagið sem þekur augað að innan. Slíkt er nokkuð algengt en yfirleitt fylgja því ekki neinar rifur í sjónunni. Einnig er hugsanlegt að blettirnir séu fyrstu merki um skemmdir á sjónu tengdar sykursýki eða blæðingu í sjónu

Ekki er til nein meðferð við blettum fyrir augum, en þeir verða gjarnan minna áberandi með tímanum. Þegar venjulegir blettir fyrir augum verða mjög pirrandi getur verið gott ráð að horfa frá einni hlið til annarrar eða upp og niður á víxl. Þetta hrærir í glærhlaupinu og flytur blettinn frá sjónlínunni.



Varanlegir svartir eða hvítir blettir eða þeir sem koma aftur og aftur á sama stað á sjónsviðinu geta verið merki um ský á auganu eða annað alvarlegt augnvandamál. Ef skuggi eða slæða hefur áhrif á sjónsviðið getur það gefið til kynna rifu í sjónunni sem hefur síðan losnað frá glærhlaupinu. Ef slíkt er uppi á teningnum er ráðlegt að hafa strax samband við augnlækni.

Stjörnur fyrir augunum, blossar, blikkandi ljós eða eldingar eru falskir birtublossar sem sjóntaugin myndar. Flestir fullorðnir sjá slíka blossa einhvern tímann eftir fimmtugsaldurinn þegar glærhlaupið í augunum þykknar, sem er eðlilegur þáttur öldrunar. Við þetta losnar það svolítið frá sjónunni og nuddast við hana sem veldur því að sjóntaugin sendir falskt sjónboð. Þessi ljósfyrirbæri koma einnig fyrir hjá þeim sem fá mígrenihöfuðverk, stundum á undan höfuðverkinum sjálfum og hjá fólki sem hefur fengið höfuðáverka eða krampa í æðum heilans.

Heimildir og myndir:...