Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Verður maður brúnn eða kannski gulur af því að borða gulrætur?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um gulrætur og húðlit. Meðal þeirra eru:
  • Er hægt að verða appelsínugulur af því að borða gulrætur og ef svo er hvað þarf mikið? (Jón Trausti)
  • Verður maður brúnn af því að borða gulrætur? (Valborg)
  • Er það satt að maður verður gulur af að borða mikið af gulrótum? (Margrét)

Ef borðað er mikið af gulrótum getur húðliturinn orðið svolítið gulrótarlegur, það er gul- eða appelsínugulleitur. Ástæðan fyrir þessu er litarefnið beta-karótín sem mikið er af í gulrótum, en karótín er djúpappelsínugult á lit. Þetta er fituleysanlegt efni sem safnast fyrir í fituvef líkamans.

Guli liturinn verður venjulega mest áberandi í lófum og á iljum. Þessi áhrif karótíns á húðlit eru ekki hættuleg og ef hætt er að borða gulrætur dofnar liturinn smátt og smátt þar til hann er orðinn eðlilegur á ný. Það getur þó tekið nokkrar vikur eða jafnvel mánuði.



Í gulrótum er litarefnið beta-karótín sem í stórum skömmtum getur gefið húðinni appelsínugulan blæ.

Mörg hinna rauðu, appelsínugulu og gulu litarefna í skærlitum fæðutegundum hafa svipuð áhrif á litarhaft og karótín. Sem dæmi má nefna rauða litarefnið í tómötum sem heitir lýkópen. Sum dökkgræn matvæli, eins og spínat og spergilkál, innihalda nokkur litarefni, þar á meðal karótín. Fólk sem er duglegt að borða litrík matvæli er ekki alveg eins viðkvæmt fyrir sólarljósi og fólk sem neytir þeirra í minna mæli. Þetta þýðir þó ekki að það veiti sólarvörn að fá sér nokkrar gulrætur eða tómata áður en farið er í sólbað!

Eftir neyslu karótíns breytir líkaminn því í A-vítamín. Þetta vítamín er fituleysanlegt líkt og forveri þess og er nauðsynlegt fyrir heilbrigði húðar og slímhúða. Einnig er það nauðsynlegt fyrir sjónina, en skortur á því getur valdið náttblindu. Við fáum A-vítamín beint úr lifur, lýsi og öðrum dýraafurðum, en karótín úr skærlitum jurtaafurðum.

Ekki er hægt að gefa endanlega uppskrift af því hversu mikið af gulrótum eða gulrótarsafa þarf að neyta til að áhrif komi fram á húðinni. Ástæðan er sú að einstaklingar eru mjög misjafnir þegar kemur að efnaskiptum og hvernig þeir vinna efni úr fæðunni.

Að lokum skal tekið fram að ekki er mælt með því hér að neyta karótíns í mjög stórum skömmtum til að dekkja húðlit sinn. Vísbendingar eru um að í miklu magni, þá mun meira en í venjulegu mataræði, sé það ekki algjörlega skaðlaust eins og stuttlega er fjallað um á heimasíðu Lýðheilsustöðvar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

21.9.2006

Spyrjandi

Jovan Rey Calderon
Jón Trausti
Valborg Guðmundsdóttir
Margrét Vignisdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Verður maður brúnn eða kannski gulur af því að borða gulrætur?“ Vísindavefurinn, 21. september 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6202.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 21. september). Verður maður brúnn eða kannski gulur af því að borða gulrætur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6202

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Verður maður brúnn eða kannski gulur af því að borða gulrætur?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6202>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Verður maður brúnn eða kannski gulur af því að borða gulrætur?
Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um gulrætur og húðlit. Meðal þeirra eru:

  • Er hægt að verða appelsínugulur af því að borða gulrætur og ef svo er hvað þarf mikið? (Jón Trausti)
  • Verður maður brúnn af því að borða gulrætur? (Valborg)
  • Er það satt að maður verður gulur af að borða mikið af gulrótum? (Margrét)

Ef borðað er mikið af gulrótum getur húðliturinn orðið svolítið gulrótarlegur, það er gul- eða appelsínugulleitur. Ástæðan fyrir þessu er litarefnið beta-karótín sem mikið er af í gulrótum, en karótín er djúpappelsínugult á lit. Þetta er fituleysanlegt efni sem safnast fyrir í fituvef líkamans.

Guli liturinn verður venjulega mest áberandi í lófum og á iljum. Þessi áhrif karótíns á húðlit eru ekki hættuleg og ef hætt er að borða gulrætur dofnar liturinn smátt og smátt þar til hann er orðinn eðlilegur á ný. Það getur þó tekið nokkrar vikur eða jafnvel mánuði.



Í gulrótum er litarefnið beta-karótín sem í stórum skömmtum getur gefið húðinni appelsínugulan blæ.

Mörg hinna rauðu, appelsínugulu og gulu litarefna í skærlitum fæðutegundum hafa svipuð áhrif á litarhaft og karótín. Sem dæmi má nefna rauða litarefnið í tómötum sem heitir lýkópen. Sum dökkgræn matvæli, eins og spínat og spergilkál, innihalda nokkur litarefni, þar á meðal karótín. Fólk sem er duglegt að borða litrík matvæli er ekki alveg eins viðkvæmt fyrir sólarljósi og fólk sem neytir þeirra í minna mæli. Þetta þýðir þó ekki að það veiti sólarvörn að fá sér nokkrar gulrætur eða tómata áður en farið er í sólbað!

Eftir neyslu karótíns breytir líkaminn því í A-vítamín. Þetta vítamín er fituleysanlegt líkt og forveri þess og er nauðsynlegt fyrir heilbrigði húðar og slímhúða. Einnig er það nauðsynlegt fyrir sjónina, en skortur á því getur valdið náttblindu. Við fáum A-vítamín beint úr lifur, lýsi og öðrum dýraafurðum, en karótín úr skærlitum jurtaafurðum.

Ekki er hægt að gefa endanlega uppskrift af því hversu mikið af gulrótum eða gulrótarsafa þarf að neyta til að áhrif komi fram á húðinni. Ástæðan er sú að einstaklingar eru mjög misjafnir þegar kemur að efnaskiptum og hvernig þeir vinna efni úr fæðunni.

Að lokum skal tekið fram að ekki er mælt með því hér að neyta karótíns í mjög stórum skömmtum til að dekkja húðlit sinn. Vísbendingar eru um að í miklu magni, þá mun meira en í venjulegu mataræði, sé það ekki algjörlega skaðlaust eins og stuttlega er fjallað um á heimasíðu Lýðheilsustöðvar.

Heimildir og mynd:...