- Er hægt að verða appelsínugulur af því að borða gulrætur og ef svo er hvað þarf mikið? (Jón Trausti)
- Verður maður brúnn af því að borða gulrætur? (Valborg)
- Er það satt að maður verður gulur af að borða mikið af gulrótum? (Margrét)
Ef borðað er mikið af gulrótum getur húðliturinn orðið svolítið gulrótarlegur, það er gul- eða appelsínugulleitur. Ástæðan fyrir þessu er litarefnið beta-karótín sem mikið er af í gulrótum, en karótín er djúpappelsínugult á lit. Þetta er fituleysanlegt efni sem safnast fyrir í fituvef líkamans. Guli liturinn verður venjulega mest áberandi í lófum og á iljum. Þessi áhrif karótíns á húðlit eru ekki hættuleg og ef hætt er að borða gulrætur dofnar liturinn smátt og smátt þar til hann er orðinn eðlilegur á ný. Það getur þó tekið nokkrar vikur eða jafnvel mánuði.

Í gulrótum er litarefnið beta-karótín sem í stórum skömmtum getur gefið húðinni appelsínugulan blæ.
- Cornell Center for Materials Research
- Vegetarians in Paradise
- Carotenodermia á Wikipedia, the free encyclopedia
- Carrots á Wikipedia, the free encyclopedia
- Fresh orange carrots.jpg. (2017, 9. júní). Wikimedia Commons. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Fresh_orange_carrots.jpg