Sólin Sólin Rís 05:35 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:31 • Sest 22:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:40 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:20 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 05:35 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:31 • Sest 22:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:40 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:20 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að gulrætur geti læknað mann af náttblindu?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Um „bábiljur eða blákaldar staðreyndir“ - er það rétt að borða gulrætur geti læknað mann af náttblindu?

Margir kannast eflaust við þá fullyrðingu að gulrætur bæti sjón fólks, sér í lagi þegar myrkur er. Að hluta til er þetta rétt, ef vítamínskortur sem getur valdið náttblindu er til staðar, þá getur neysla gulróta hjálpað. Hjá heilbrigðu fólki sem ekki skortir tiltekið vítamín hefur mikið gulrótarát þó engin áhrif á sjón fólks.

Í gulrótum er mikið af litarefninu beta-karótín sem líkaminn breytir í A-vítamín þegar þess er neytt. A-vítamín kemur víða við sögu í líkamsstarfseminni, það er meðal annars mikilvægt fyrir húð og slímhimnur líkamans, ónæmiskerfið, fósturþroska og vöxt og ekki síst fyrir sjónina sem hér er einmitt spurt um.

A-vítamín er nauðsynlegt til að mynda sjónpurpura (e. rhodopsin), litarefni sem augun þurfa til að sjá vel í lítilli birtu. Skortur á A-vítamíni dregur úr framleiðslu þessa litarefnis og er náttblinda eitt af fyrstu einkennum A-vítamínsskorts. Það er því ekki bábilja að með neyslu gulróta, eða annarra fæðu sem gefur A-vítamín, sé unnið gegn því ástandi. Þó er rétt að hafa í huga að náttblinda getur átt sér aðra orsakir en skort á vítamíni og þá þarf að leita annarra leiða.[1]

Skortur á A-vítamíni getur ekki aðeins leitt af sér náttblindu heldur er það ein helsta ástæða fyrirbyggjanlegrar blindu meðal barna í þróunarlöndum samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. WHO). A-vítamín er nauðsynlegt fyrir heilbrigði hornhimnu augans og getur skortur á því orsakað að hornhimnana verður hörð og stökk og það getur leitt til blindu.

Eins nauðsynlegt og A-vítamín er fyrir augun þá mun stór skammtur af gulrótum ekki veita heilbrigðu fólki ofurnætursjón. Ástæðan er sú að umfram skammtur af vítamíninu eykur ekki við það sem þegar er í lagi.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá: Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 1. júlí). Hvað er náttblinda og hvað veldur henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58830

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.8.2025

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er það rétt að gulrætur geti læknað mann af náttblindu?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2025, sótt 20. ágúst 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=81297.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2025, 20. ágúst). Er það rétt að gulrætur geti læknað mann af náttblindu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81297

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er það rétt að gulrætur geti læknað mann af náttblindu?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2025. Vefsíða. 20. ágú. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81297>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að gulrætur geti læknað mann af náttblindu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Um „bábiljur eða blákaldar staðreyndir“ - er það rétt að borða gulrætur geti læknað mann af náttblindu?

Margir kannast eflaust við þá fullyrðingu að gulrætur bæti sjón fólks, sér í lagi þegar myrkur er. Að hluta til er þetta rétt, ef vítamínskortur sem getur valdið náttblindu er til staðar, þá getur neysla gulróta hjálpað. Hjá heilbrigðu fólki sem ekki skortir tiltekið vítamín hefur mikið gulrótarát þó engin áhrif á sjón fólks.

Í gulrótum er mikið af litarefninu beta-karótín sem líkaminn breytir í A-vítamín þegar þess er neytt. A-vítamín kemur víða við sögu í líkamsstarfseminni, það er meðal annars mikilvægt fyrir húð og slímhimnur líkamans, ónæmiskerfið, fósturþroska og vöxt og ekki síst fyrir sjónina sem hér er einmitt spurt um.

A-vítamín er nauðsynlegt til að mynda sjónpurpura (e. rhodopsin), litarefni sem augun þurfa til að sjá vel í lítilli birtu. Skortur á A-vítamíni dregur úr framleiðslu þessa litarefnis og er náttblinda eitt af fyrstu einkennum A-vítamínsskorts. Það er því ekki bábilja að með neyslu gulróta, eða annarra fæðu sem gefur A-vítamín, sé unnið gegn því ástandi. Þó er rétt að hafa í huga að náttblinda getur átt sér aðra orsakir en skort á vítamíni og þá þarf að leita annarra leiða.[1]

Skortur á A-vítamíni getur ekki aðeins leitt af sér náttblindu heldur er það ein helsta ástæða fyrirbyggjanlegrar blindu meðal barna í þróunarlöndum samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. WHO). A-vítamín er nauðsynlegt fyrir heilbrigði hornhimnu augans og getur skortur á því orsakað að hornhimnana verður hörð og stökk og það getur leitt til blindu.

Eins nauðsynlegt og A-vítamín er fyrir augun þá mun stór skammtur af gulrótum ekki veita heilbrigðu fólki ofurnætursjón. Ástæðan er sú að umfram skammtur af vítamíninu eykur ekki við það sem þegar er í lagi.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá: Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 1. júlí). Hvað er náttblinda og hvað veldur henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58830

Heimildir og mynd:...