Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað er gláka?

Magnús Jóhannsson



Gláka (glaucoma) er safn sjúkdóma sem einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Algengasti sjúkdómurinn af þessum flokki er gleiðhornsgláka. Þessir sjúkdómar einkennast af of háum þrýstingi inni í auganu. Þessi þrýstingur skemmir smám saman taugafrumur sjóntaugarinnar og getur á löngum tíma valdið sjónskerðingu og að lokum algerri blindu. Taugafrumur geta aldrei endurnýjað sig og skemmdir á sjóntaug eru þess vegna varanlegar.

Af þessu leiðir að mikilvægt er að finna sjúkdóminn snemma og hindra, með lyfjum eða aðgerð, að hann valdi varanlegri sjónskerðingu. Blinda af völdum gláku er sjaldgæfari hér á landi en víða í nágrannalöndunum og má sennilega þakka það góðri og skilvirkri augnlæknaþjónustu um land allt.

Augasteinninn og lithimnan skipta auganu í tvo hluta, stórt afturhólf og lítið framhólf. Í framhólfi augans myndast tær vökvi í sérstökum kirtlum. Þessi vökvi streymir um framhólfið og tæmist úr auganu í horninu sem myndast milli lithimnu að aftan og hornhimnu að framan. Í þessu horni er þéttriðið net sem augnvökvinn rennur í gegnum og út í sérstök göng sem liggja út úr auganu. Milli myndunar augnvökvans og frárennslis hans er jafnvægi sem ákvarðar þrýstinginn í auganu. Ef frárennslið er hindrað, hækkar augnþrýstingurinn, en með viðeigandi ráðstöfunum er hægt að lækka þrýstinginn með því að minnka myndun augnvökvans eða auðvelda frárennsli hans.

Við gláku raskast þetta jafnvægi og augnþrýstingurinn verður of hár fyrir viðkomandi einstakling, en það er nokkuð einstaklingsbundið hvaða augnþrýstingur er hæfilegur. Algengasta form gláku, gleiðhornsgláka, heitir svo vegna þess að áðurnefnt horn milli lithimnu og hornhimnu er gleitt. Af óþekktum orsökum er frárennsli augnvökvans ekki nógu greitt og þrýstingurinn hækkar. Í fyrstu er þessi tegund gláku oftast einkennalaus, sjónin helst eðlileg og ekki eru nein óþægindi. Smám saman fer sjóntaugin að skemmast og stundum tekur sjúklingurinn fyrst eftir því að sjónsviðið þrengist; hann sér ágætlega það sem er beint framundan en ver það sem er til hliðanna. Hjá sumum verður einnig brenglun á litaskyni. Ef ekkert er að gert heldur þetta áfram að versna þar til viðkomandi er orðinn algerlega blindur.

Mun sjaldgæfari tegund gláku er þrönghornsgláka en þá er hornið milli lithimnu og hornhimnu svo þröngt að frárennsli augnvökvans getur stöðvast skyndilega. Sjúklingurinn fær þá skyndilega kast með miklum augnverk, ógleði, roða í auganu og þokusýn. Slíkt glákukast krefst skjótra aðgerða vegna þess að án meðferðar getur augað orðið varanlega blint á einum eða tveimur dögum.

Allir geta fengið gláku en sumir eru í meiri hættu en aðrir. Hætta á gláku eykst með aldrinum og þá sérstaklega eftir 60 ára aldur. Gláka er einnig að einhverju leyti ættgeng og þeir sem eiga nána ættingja með gláku eru í meiri hættu en aðrir.

Stöðugt er unnið að rannsóknum á gláku og má þar nefna að nýlega fannst gen (erfðastofn) sem ber hættu á að fá vissa tegund gláku sem byrjar á barnsaldri. Þetta er fyrsta glákugenið sem menn finna og rannsóknir á því gætu hjálpað við að skilja betur eðli sjúkdómsins.

Hægt er að beita ýmiss konar meðferð við gláku. Algengast er að fyrst sé gripið til augndropa en hugsanlega síðar til aðgerðar með leysigeisla eða skurðaðgerðar. Lyfin sem notuð eru gera ýmist eða bæði að minnka myndun augnvökvans og auðvelda frárennsli hans. Með leysigeisla eru brennd 50-100 örsmá göt á netið í framhólfshorninu þar sem augnvökvinn rennur út og með skurðaðgerð er búið til nýtt frárennsli fyrir augnvökvann. Þessar aðgerðir eru litlar og tiltölulega hættulausar, árangur af þeim er oftast góður en hann endist mislengi. Aðgerðir með leysigeisla eða skurðhníf er hægt að endurtaka einu sinni eða tvisvar en venjulega ekki oftar. Stundum þarf að halda áfram lyfjameðferð þrátt fyrir slíkar aðgerðir þannig að þær leysa ekki allan vandann.



Mynd: merck.com

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

22.5.2001

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvað er gláka?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2001. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1631.

Magnús Jóhannsson. (2001, 22. maí). Hvað er gláka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1631

Magnús Jóhannsson. „Hvað er gláka?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2001. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1631>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er gláka?


Gláka (glaucoma) er safn sjúkdóma sem einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Algengasti sjúkdómurinn af þessum flokki er gleiðhornsgláka. Þessir sjúkdómar einkennast af of háum þrýstingi inni í auganu. Þessi þrýstingur skemmir smám saman taugafrumur sjóntaugarinnar og getur á löngum tíma valdið sjónskerðingu og að lokum algerri blindu. Taugafrumur geta aldrei endurnýjað sig og skemmdir á sjóntaug eru þess vegna varanlegar.

Af þessu leiðir að mikilvægt er að finna sjúkdóminn snemma og hindra, með lyfjum eða aðgerð, að hann valdi varanlegri sjónskerðingu. Blinda af völdum gláku er sjaldgæfari hér á landi en víða í nágrannalöndunum og má sennilega þakka það góðri og skilvirkri augnlæknaþjónustu um land allt.

Augasteinninn og lithimnan skipta auganu í tvo hluta, stórt afturhólf og lítið framhólf. Í framhólfi augans myndast tær vökvi í sérstökum kirtlum. Þessi vökvi streymir um framhólfið og tæmist úr auganu í horninu sem myndast milli lithimnu að aftan og hornhimnu að framan. Í þessu horni er þéttriðið net sem augnvökvinn rennur í gegnum og út í sérstök göng sem liggja út úr auganu. Milli myndunar augnvökvans og frárennslis hans er jafnvægi sem ákvarðar þrýstinginn í auganu. Ef frárennslið er hindrað, hækkar augnþrýstingurinn, en með viðeigandi ráðstöfunum er hægt að lækka þrýstinginn með því að minnka myndun augnvökvans eða auðvelda frárennsli hans.

Við gláku raskast þetta jafnvægi og augnþrýstingurinn verður of hár fyrir viðkomandi einstakling, en það er nokkuð einstaklingsbundið hvaða augnþrýstingur er hæfilegur. Algengasta form gláku, gleiðhornsgláka, heitir svo vegna þess að áðurnefnt horn milli lithimnu og hornhimnu er gleitt. Af óþekktum orsökum er frárennsli augnvökvans ekki nógu greitt og þrýstingurinn hækkar. Í fyrstu er þessi tegund gláku oftast einkennalaus, sjónin helst eðlileg og ekki eru nein óþægindi. Smám saman fer sjóntaugin að skemmast og stundum tekur sjúklingurinn fyrst eftir því að sjónsviðið þrengist; hann sér ágætlega það sem er beint framundan en ver það sem er til hliðanna. Hjá sumum verður einnig brenglun á litaskyni. Ef ekkert er að gert heldur þetta áfram að versna þar til viðkomandi er orðinn algerlega blindur.

Mun sjaldgæfari tegund gláku er þrönghornsgláka en þá er hornið milli lithimnu og hornhimnu svo þröngt að frárennsli augnvökvans getur stöðvast skyndilega. Sjúklingurinn fær þá skyndilega kast með miklum augnverk, ógleði, roða í auganu og þokusýn. Slíkt glákukast krefst skjótra aðgerða vegna þess að án meðferðar getur augað orðið varanlega blint á einum eða tveimur dögum.

Allir geta fengið gláku en sumir eru í meiri hættu en aðrir. Hætta á gláku eykst með aldrinum og þá sérstaklega eftir 60 ára aldur. Gláka er einnig að einhverju leyti ættgeng og þeir sem eiga nána ættingja með gláku eru í meiri hættu en aðrir.

Stöðugt er unnið að rannsóknum á gláku og má þar nefna að nýlega fannst gen (erfðastofn) sem ber hættu á að fá vissa tegund gláku sem byrjar á barnsaldri. Þetta er fyrsta glákugenið sem menn finna og rannsóknir á því gætu hjálpað við að skilja betur eðli sjúkdómsins.

Hægt er að beita ýmiss konar meðferð við gláku. Algengast er að fyrst sé gripið til augndropa en hugsanlega síðar til aðgerðar með leysigeisla eða skurðaðgerðar. Lyfin sem notuð eru gera ýmist eða bæði að minnka myndun augnvökvans og auðvelda frárennsli hans. Með leysigeisla eru brennd 50-100 örsmá göt á netið í framhólfshorninu þar sem augnvökvinn rennur út og með skurðaðgerð er búið til nýtt frárennsli fyrir augnvökvann. Þessar aðgerðir eru litlar og tiltölulega hættulausar, árangur af þeim er oftast góður en hann endist mislengi. Aðgerðir með leysigeisla eða skurðhníf er hægt að endurtaka einu sinni eða tvisvar en venjulega ekki oftar. Stundum þarf að halda áfram lyfjameðferð þrátt fyrir slíkar aðgerðir þannig að þær leysa ekki allan vandann.



Mynd: merck.com...