Sólin Sólin Rís 08:48 • sest 18:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:00 • Sest 09:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:23 • Síðdegis: 17:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 23:51 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið gardína og er rétt að nota það í samsetningunni gluggagardína?

Guðrún Kvaran

Orðið gardína er tökuorð frá 19. öld úr dönsku gardin ‛gluggatjald’. Þangað er það líklega komið úr háþýsku Gardine sem aftur tók orðið að láni úr miðhollensku gardine sem notað var um forhengi við rúm. Í hollensku barst orðið úr frönsku courtine, úr kirkjulatínu cortīna ‛forhengi’. Orðið gardína var talsvert notað alla 20. öld og er af mjög mörgum notað enn. Ýmsar samsetningar eru til eins og gardínuefni, gardínuband og gardínustöng.

Til eru verslanirnar Gardínubrautir, Gardínubúðin, Gardínuhúsið og Gardínumarkaðurinn sem sýnir að orðið lifir góðu lífi enn og er gluggagardína því eðlileg samsetning. Í stað danska tökuorðsins var þegar á 19. öld mælt með orðinu gluggatjald sem mikið er notað nú en hefur samt ekki rutt gardínunni burt í daglegu máli.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.3.2011

Spyrjandi

Lovísa Þorsteinsdóttir, f. 1992

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið gardína og er rétt að nota það í samsetningunni gluggagardína?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2011. Sótt 25. febrúar 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=19624.

Guðrún Kvaran. (2011, 9. mars). Hvaðan kemur orðið gardína og er rétt að nota það í samsetningunni gluggagardína? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=19624

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið gardína og er rétt að nota það í samsetningunni gluggagardína?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2011. Vefsíða. 25. feb. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=19624>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið gardína og er rétt að nota það í samsetningunni gluggagardína?
Orðið gardína er tökuorð frá 19. öld úr dönsku gardin ‛gluggatjald’. Þangað er það líklega komið úr háþýsku Gardine sem aftur tók orðið að láni úr miðhollensku gardine sem notað var um forhengi við rúm. Í hollensku barst orðið úr frönsku courtine, úr kirkjulatínu cortīna ‛forhengi’. Orðið gardína var talsvert notað alla 20. öld og er af mjög mörgum notað enn. Ýmsar samsetningar eru til eins og gardínuefni, gardínuband og gardínustöng.

Til eru verslanirnar Gardínubrautir, Gardínubúðin, Gardínuhúsið og Gardínumarkaðurinn sem sýnir að orðið lifir góðu lífi enn og er gluggagardína því eðlileg samsetning. Í stað danska tökuorðsins var þegar á 19. öld mælt með orðinu gluggatjald sem mikið er notað nú en hefur samt ekki rutt gardínunni burt í daglegu máli.

Mynd:...