Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Snjóar á Mars?

Ský hafa verið þekkt á Mars í marga áratugi enda er hægt að greina þau frá jörðinni. Á Mars eru ský allt árið um kring en það var þó ekki fyrr árið 2008 sem það uppgötvaðist að það snjóar á Mars. Uppgötvunina gerði Phoenix-geimfarið.


Mynd af skýjum á Mars. Flest ský á Mars eru úr frosnu koltvíildi.

Snjórinn sem geimfarið nam átti upptök sín í skýjum sem voru í fjögurra kílómetra hæð yfir geimfarinu og hann féll ekki á yfirborð Mars heldur gufaði upp í loftinu á niðurleið. Flest ský á Mars eru samsett úr frosnu koltvíildi (CO2), aðallega þau sem eru í háloftunum, en þó fyrirfinnast einnig ský úr frosnu vatni. Snjórinn úr þessum tilteknu skýjum, sem snjóuðu 2008, var samsettur úr vatni en ekki koltvíildi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Útgáfudagur

15.11.2010

Spyrjandi

Pétur Gunnarsson f. 1998

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Snjóar á Mars?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2010. Sótt 19. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=51384.

Emelía Eiríksdóttir. (2010, 15. nóvember). Snjóar á Mars? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51384

Emelía Eiríksdóttir. „Snjóar á Mars?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2010. Vefsíða. 19. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51384>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigurjón Baldur Hafsteinsson

1964

Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Sigurjóns Baldurs hafa meðal annars snúið að viðhorfi Íslendinga til dauða og sorgar, en þau viðhorf eru tengd félagspólitískum breytingum sem orðið hafa á Íslandi á undanförnum þrjátíu árum.