Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Hrefna Sigurjónsdóttir er prófessor í líffræði við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Rannsóknir Hrefnu eru á sviði dýraatferlisfræði. Hún hefur rannsakað vistfræði og æxlunarhegðun mykjuflugu og bleikju þar sem áhrif kynvals á hegðun karldýranna var í brennidepli. Í báðum tilvikum haga karldýrin sér eftir aðstæðum.

Síðustu 20 árin hefur Hrefna rannsakað félagshegðun hesta hér á landi, einkum í hópum sem er haldið í stórum girðingum.

Síðustu 20 árin hefur Hrefna rannsakað félagshegðun hesta hér á landi, einkum í hópum sem er haldið í stórum girðingum. Áherslan hefur verið á að skoða virðingarraðir, hvað ræður stöðu einstaklinganna og hvernig félagsnetið er, það er hve mörgum hestarnir tengjast vinaböndum og hverjum. Komið hefur í ljós að eldri hestar eru að jafnaði meira ríkjandi en þeir yngri og kynið skiptir máli, geldingar eru með hærri stöðu en álíka gamlar hryssur. Hestar sem eru nýkomnir í hópinn eru til að byrja með neðarlega í virðingaröðinni. Tilhneiging er að vinabönd séu á milli einstaklinga af sama kyni og á svipuðum aldri. Eftir því sem samsetning í hópnum er stöðugri því minna er um neikvæð samskipti eins og ógnanir, árásir og bardaga. Samanburður á 20 hópum sem voru misjafnir að samsetningu leiddi í ljós þá áhugaverðu niðurstöðu að friðsamlegast var í stóðhestagirðingunum, þar sem einn eða fleiri stóðhestar voru með hóp hryssna, nýköstuð folöld og nokkur trippi. Mest var um neikvæð samskipti í hópum jafnaldra trippa sem voru alveg ókunnug í byrjun. Þessar rannsóknir hafa augljós hagnýt gildi fyrir alla hestaeigendur því samsetning hópanna hefur mikil áhrif á hversu hvers eðlis samskiptin eru og þar með hversu vel hestunum líður.

Hrefna og samstarfsmenn hennar hafa birt margar fræðigreinar um þessar rannsóknir, bæði á erlendum vettvangi og nokkrar á íslensku. Auk þess hefur hún birt greinar um hegðun geita og sela með nemendum sínum. Hún hefur hlotið verkefnastyrki frá Rannís í rannsóknir á öllum þessum tegundum. Hún hefur unnið með sérfræðingum við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Hafrannsóknastofnun, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólanum á Hólum og erlendum hestafræðingum í Hollandi og Frakklandi.

Auk rannsókna í líffræði hefur Hrefna skrifað námsbækur fyrir grunnskóla og skrifað kennsluleiðbeiningar sem og skrifað greinar um kennslufræði líffræðinnar og umhverfismennt.

Hrefna er fædd í Reykjavík 1950. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970, BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 1973, framhaldsprófi í líffræði frá sama skóla 1974, meistaraprófi í vistfræði frá Háskólanum í Wales, Bangor 1977, doktorsprófi í dýrafræði frá Liverpool-háskóla, Englandi 1980 og prófi í kennsluréttindum frá Háskóla Íslands 1982.

Hrefna var ráðinn lektor í líffræði við Kennaraháskóla Íslands 1982, varð dósent 1988 og hefur verið prófessor frá 1998. Hún hefur kennt kennaranemum og starfandi kennurum ýmsar greinar líffræði og kennslufræði líffræðinnar auk þess að hafa leiðbeint mörgum við gerð lokaverkefna, bæði á grunn- og meistarastigi. Hún hefur einnig kennt dýraatferlisfræði við Líf- og umhverfisdeild frá 1981 og leiðbeint meistaranemum þar, og kennt í hestafræðideild Háskólans á Hólum.

Mynd:
  • Úr safni HS.

Útgáfudagur

3.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 3. október 2018. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=76366.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 3. október). Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76366

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2018. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76366>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað?
Hrefna Sigurjónsdóttir er prófessor í líffræði við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Rannsóknir Hrefnu eru á sviði dýraatferlisfræði. Hún hefur rannsakað vistfræði og æxlunarhegðun mykjuflugu og bleikju þar sem áhrif kynvals á hegðun karldýranna var í brennidepli. Í báðum tilvikum haga karldýrin sér eftir aðstæðum.

Síðustu 20 árin hefur Hrefna rannsakað félagshegðun hesta hér á landi, einkum í hópum sem er haldið í stórum girðingum.

Síðustu 20 árin hefur Hrefna rannsakað félagshegðun hesta hér á landi, einkum í hópum sem er haldið í stórum girðingum. Áherslan hefur verið á að skoða virðingarraðir, hvað ræður stöðu einstaklinganna og hvernig félagsnetið er, það er hve mörgum hestarnir tengjast vinaböndum og hverjum. Komið hefur í ljós að eldri hestar eru að jafnaði meira ríkjandi en þeir yngri og kynið skiptir máli, geldingar eru með hærri stöðu en álíka gamlar hryssur. Hestar sem eru nýkomnir í hópinn eru til að byrja með neðarlega í virðingaröðinni. Tilhneiging er að vinabönd séu á milli einstaklinga af sama kyni og á svipuðum aldri. Eftir því sem samsetning í hópnum er stöðugri því minna er um neikvæð samskipti eins og ógnanir, árásir og bardaga. Samanburður á 20 hópum sem voru misjafnir að samsetningu leiddi í ljós þá áhugaverðu niðurstöðu að friðsamlegast var í stóðhestagirðingunum, þar sem einn eða fleiri stóðhestar voru með hóp hryssna, nýköstuð folöld og nokkur trippi. Mest var um neikvæð samskipti í hópum jafnaldra trippa sem voru alveg ókunnug í byrjun. Þessar rannsóknir hafa augljós hagnýt gildi fyrir alla hestaeigendur því samsetning hópanna hefur mikil áhrif á hversu hvers eðlis samskiptin eru og þar með hversu vel hestunum líður.

Hrefna og samstarfsmenn hennar hafa birt margar fræðigreinar um þessar rannsóknir, bæði á erlendum vettvangi og nokkrar á íslensku. Auk þess hefur hún birt greinar um hegðun geita og sela með nemendum sínum. Hún hefur hlotið verkefnastyrki frá Rannís í rannsóknir á öllum þessum tegundum. Hún hefur unnið með sérfræðingum við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Hafrannsóknastofnun, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólanum á Hólum og erlendum hestafræðingum í Hollandi og Frakklandi.

Auk rannsókna í líffræði hefur Hrefna skrifað námsbækur fyrir grunnskóla og skrifað kennsluleiðbeiningar sem og skrifað greinar um kennslufræði líffræðinnar og umhverfismennt.

Hrefna er fædd í Reykjavík 1950. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970, BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 1973, framhaldsprófi í líffræði frá sama skóla 1974, meistaraprófi í vistfræði frá Háskólanum í Wales, Bangor 1977, doktorsprófi í dýrafræði frá Liverpool-háskóla, Englandi 1980 og prófi í kennsluréttindum frá Háskóla Íslands 1982.

Hrefna var ráðinn lektor í líffræði við Kennaraháskóla Íslands 1982, varð dósent 1988 og hefur verið prófessor frá 1998. Hún hefur kennt kennaranemum og starfandi kennurum ýmsar greinar líffræði og kennslufræði líffræðinnar auk þess að hafa leiðbeint mörgum við gerð lokaverkefna, bæði á grunn- og meistarastigi. Hún hefur einnig kennt dýraatferlisfræði við Líf- og umhverfisdeild frá 1981 og leiðbeint meistaranemum þar, og kennt í hestafræðideild Háskólans á Hólum.

Mynd:
  • Úr safni HS.

...