Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er frunsa?

Magnús Jóhannsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Getið þig sagt mér hvað frunsa er? Hvers vegna fær sumt fólk frunsu en annað ekki? Er hægt að koma í veg fyrir frunsumyndun?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Eru frunsur smitandi? Ef svo er, geta þær smitast um allan líkamann?

Frunsur eða áblástur er veirusýking af völdum svokallaðra herpesveira (herpes simplex). Á að giska annar hver einstaklingur er smitaður af þessum veirum, flestir smitast í æsku en fólk getur smitast hvenær sem er ævinnar. Ef smit á sér stað, sama hvar á líkamanum það er, losnar viðkomandi aldrei við veirurnar.

Lengst af eru veirurnar í dvala en við vissar aðstæður blossar sýkingin upp og viðkomandi fær áblástur eða frunsur. Vessinn sem kemur úr frunsunum í upphafi sýkingar inniheldur veirur og getur smitað, hvort sem er annan stað á sama einstaklingi eða annan einstakling. Það er því mikilvægt að sýna varúð og hreinlæti þegar sjúkdómurinn er á þessu stigi.

Algengast er að sýkingin sé á vörum eða umhverfis þær en hún getur verið nánast hvar sem er á líkamanum. Aðrir algengir staðir eru munnhol, augu og kynfæri. Einstaka sinnum geta herpesveirur valdið alvarlegum og jafnvel lífshættulegum sýkingum og er þá einkum um að ræða nýbura eða sjúklinga með bælt ónæmiskerfi.

Yfirleitt er ekki vitað af hverju sýking af völdum veiranna blossar upp. Stundum er það sólarljós eða annað útfjólublátt ljós en í öðrum tilvikum kemur áblástur í kjölfar kvefs, flensu eða annarra sýkinga. Einnig getur útivera í köldu veðri eða streita sett af stað áblástur.

Fyrstu merki um frunsu eru oft kláði eða fiðringur í einn sólarhring eða svo, síðan koma blöðrur sem springa og þá hrúður. Þetta ferli tekur gjarnan um 1-2 vikur. Best er að blöðrur og sár fái að þorna og því á ekki að hylja þau með neinu.

Varasalvi hindrar þornun og getur gert illt verra. Betra er að nota zinkpasta (Zinkoxíð Delta) vegna þess að það þurrkar húðina. Zovirax krem (einnig krem sem heita Zovir og Veban en þessi krem innihalda öll virka efnið acíklóvír) gerir takmarkað gagn nema það sé borið á svæðið í upphafi sýkingar en þegar blöðrur hafa myndast gerir það lítið gagn. Þegar um mikla eða alvarlega sýkingu er að ræða eru áðurnefnd lyf gefin í töfluformi eða í æð.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað er vitað um munnangur og er til lækning við því?

Á doktor.is er einnig að finna tvo pistla um þetta efni; Frunsur - Áblástur og Sjúkdómar í slímhúð munns.

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

12.2.2004

Spyrjandi

Páll Sigurðsson
Friðrik Auðunsson

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvað er frunsa?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2004, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3998.

Magnús Jóhannsson. (2004, 12. febrúar). Hvað er frunsa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3998

Magnús Jóhannsson. „Hvað er frunsa?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2004. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3998>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er frunsa?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Getið þig sagt mér hvað frunsa er? Hvers vegna fær sumt fólk frunsu en annað ekki? Er hægt að koma í veg fyrir frunsumyndun?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Eru frunsur smitandi? Ef svo er, geta þær smitast um allan líkamann?

Frunsur eða áblástur er veirusýking af völdum svokallaðra herpesveira (herpes simplex). Á að giska annar hver einstaklingur er smitaður af þessum veirum, flestir smitast í æsku en fólk getur smitast hvenær sem er ævinnar. Ef smit á sér stað, sama hvar á líkamanum það er, losnar viðkomandi aldrei við veirurnar.

Lengst af eru veirurnar í dvala en við vissar aðstæður blossar sýkingin upp og viðkomandi fær áblástur eða frunsur. Vessinn sem kemur úr frunsunum í upphafi sýkingar inniheldur veirur og getur smitað, hvort sem er annan stað á sama einstaklingi eða annan einstakling. Það er því mikilvægt að sýna varúð og hreinlæti þegar sjúkdómurinn er á þessu stigi.

Algengast er að sýkingin sé á vörum eða umhverfis þær en hún getur verið nánast hvar sem er á líkamanum. Aðrir algengir staðir eru munnhol, augu og kynfæri. Einstaka sinnum geta herpesveirur valdið alvarlegum og jafnvel lífshættulegum sýkingum og er þá einkum um að ræða nýbura eða sjúklinga með bælt ónæmiskerfi.

Yfirleitt er ekki vitað af hverju sýking af völdum veiranna blossar upp. Stundum er það sólarljós eða annað útfjólublátt ljós en í öðrum tilvikum kemur áblástur í kjölfar kvefs, flensu eða annarra sýkinga. Einnig getur útivera í köldu veðri eða streita sett af stað áblástur.

Fyrstu merki um frunsu eru oft kláði eða fiðringur í einn sólarhring eða svo, síðan koma blöðrur sem springa og þá hrúður. Þetta ferli tekur gjarnan um 1-2 vikur. Best er að blöðrur og sár fái að þorna og því á ekki að hylja þau með neinu.

Varasalvi hindrar þornun og getur gert illt verra. Betra er að nota zinkpasta (Zinkoxíð Delta) vegna þess að það þurrkar húðina. Zovirax krem (einnig krem sem heita Zovir og Veban en þessi krem innihalda öll virka efnið acíklóvír) gerir takmarkað gagn nema það sé borið á svæðið í upphafi sýkingar en þegar blöðrur hafa myndast gerir það lítið gagn. Þegar um mikla eða alvarlega sýkingu er að ræða eru áðurnefnd lyf gefin í töfluformi eða í æð.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað er vitað um munnangur og er til lækning við því?

Á doktor.is er einnig að finna tvo pistla um þetta efni; Frunsur - Áblástur og Sjúkdómar í slímhúð munns.

Mynd:...