Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er hnúfubakur loðinn í munninum?

Hárin á skíðum hnúfubaka og annarra skíðishvala gegna mikilvægu hlutverki í fæðunámi þeirra. Skíðin eru föst við efri kjálka dýranna og sú hlið skíðanna sem snýr inn að munnholi er alsett hárum. Hnúfubakurinn hefur 330 pör af skíðum. Þau eru um 60 cm á lengd og rúmir 30 cm á breidd þar sem þau eru breiðust.Hér sést hnúfubakur gleypa sjó sem er fullur af átu.

Skíðishvalir gleypa gríðarlegt magn af sjó og geyma í munnholinu, síðan loka þeir munninum og þrýsta sjónum út á milli skíðanna. Hárin hjálpa þeim að halda eftir ýmsum smádýrum sem þeir sía úr sjónum. Þau sitja eftir í hárunum og hvalurinn gleypir þau síðan.Skíði úr gráhval

Helsta fæða hnúfubaka er ljósáta, ýmsar árfætlur (copepoda) og smáir fiskar, þar á meðal loðna, síld, síli og makríll. Hnúfubakar þurfa að éta mikið til að viðhalda sér enda eru fullorðin dýr venjulega um 30 til 50 tonn að þyngd. Vísindamenn telja að á hverjum degi þurfi fullvaxnir hvalir að hesthúsa 2000 - 2500 kg af sviflægri fæðu. Yfirleitt hafa þeir samvinnu við veiðarnar.

Útgáfudagur

21.6.2004

Spyrjandi

Lára Þórðardóttir
Halla Linberg
Olga Helena

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er hnúfubakur loðinn í munninum?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2004. Sótt 13. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4359.

Jón Már Halldórsson. (2004, 21. júní). Af hverju er hnúfubakur loðinn í munninum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4359

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er hnúfubakur loðinn í munninum?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2004. Vefsíða. 13. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4359>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Davíð Ólafsson

1971

Davíð Ólafsson er aðjúnkt í menningarfræði við Íslensku- og menningardeild HÍ. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina og iðkun.