Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Geta kettir andað með nefinu?

Að öllu jöfnu anda kettir með nefinu. Á vefsíðum sem fjalla um heilbrigði katta kemur fram að ef köttur andar með munninum þá eigi að fara með hann tafarlaust til dýralæknis.Að jafnaði er það ekki eðlilegt að köttur andi með munninum.

Nokkrar skýringar eru á því að kettir beita munninum við öndun og engin þeirra er góð. Ein ástæðan er einkenni frá hjarta- og æðakerfi. Önnur algeng ástæða er sú að kötturinn hafi drukkið af misgáningi ertandi efni. Aðrar skýringar geta verið á því að kettir andi með munninum en í langflestum tilvikum er það merki um sjúklegt ástand.

Mynd: Ask The Cat Doctor. Sótt 26. 4. 2010.

Útgáfudagur

27.4.2010

Spyrjandi

Sara Rún Guðbjörnsdóttir, f. 1996

Efnisorð

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta kettir andað með nefinu?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2010. Sótt 21. mars 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=55870.

Jón Már Halldórsson. (2010, 27. apríl). Geta kettir andað með nefinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55870

Jón Már Halldórsson. „Geta kettir andað með nefinu?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2010. Vefsíða. 21. mar. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55870>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Áslaug Geirsdóttir

1955

Áslaug Geirsdóttir er prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og stundar rannsóknir í jöklajarðfræði og fornloftslagsfræðum. Hún hefur fengist við rannsóknir á loftslagsbreytingum á Íslandi og Norður-Atlantshafssvæðinu með sérstakri áherslu á jöklunarsögu Íslands.