Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Hvað er tunguhaft?

Tunguhaftið tengir tunguna við munnbotninn. Það sést ekki nema að tungunni sé lyft en þá kemur í ljós áberandi felling í miðlínu slímhúðarinnar í munnbotninum. Á fósturskeiði virðast strengir í munnbotninum, þar á meðal tunguhaftið, tryggja að hinir ýmsu hlutar munnsins vaxi rétt.

Sum börn fæðast með óeðlilegt tunguhaft. Tíðni þessa er óþekkt með vissu en talið að um 2% barna fæðist með slíkan kvilla. Kvillinn jafnar sig oftast á fyrstu tveimur til þremur árum eftir fæðingu.Óeðlilegt tunguhaft getur meðal annars komið í veg fyrir að hægt sé að reka almennilega út úr sér tunguna þar sem tungubroddurinn kemst ekki fram.

Óeðlilegt tunguhaft er talið geta truflað bæði tal og át og er stundum klippt á haftið af þessum sökum. Einnig eru til tunguæfingar sem sumir vilja frekar beita. Hvert tilfelli þarf þó að meta sérstaklega þar sem þau eru mjög einstaklingsbundin.

Óeðlilegt tunguhaft er aðallega af tvennum toga. Annars vegar getur það verið of stutt og strekkt og hins vegar kemur fyrir að það færist ekki aftar undir tunguna eins og venjan er á fósturskeiði, heldur tengist áfram tungubroddinum. Ástæðan fyrir seinna tilvikinu virðist vera arfbundin þótt erfðamynstrið sé ekki þekkt.

Heimildir og myndir:

Útgáfudagur

11.1.2008

Spyrjandi

Sigurður Örn

Höfundur

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er tunguhaft?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2008. Sótt 18. mars 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6997.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 11. janúar). Hvað er tunguhaft? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6997

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er tunguhaft?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2008. Vefsíða. 18. mar. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6997>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Hannesson

1951

Þorsteinn Hannesson er sérfræðingur hjá kísiljárnverksmiðjunni á Grundartanga. Þar hefur hann fyrst og fremst unnið að þróunarverkefnum er tengjast ofnrekstri, hráefnum og umhverfismálum.