Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:05 • Sest 11:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:16 • Síðdegis: 13:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:03 í Reykjavík

Hvað er tunguhaft?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Allir fæðast með svonefnt tunguband sem tengir tunguna við munnbotninn. Það sést ekki nema tungunni sé lyft en þá kemur í ljós áberandi felling í miðlínu slímhúðarinnar í munnbotninum. Á fósturskeiði virðast strengir í munnbotninum, þar á meðal tungubandið, tryggja að hinir ýmsu hlutar munnsins vaxi rétt.

Hjá sumum er tungubandið óeðlilega stutt og/eða stíft og hefur þar með áhrif á hreyfanleika og færni tungunnar. Þá er talað um tunguhaft. Tíðni þessa er óþekkt með vissu en talið að um 2% barna fæðist með slíkan kvilla.Tunguhaft getur meðal annars komið í veg fyrir að hægt sé að reka almennilega út úr sér tunguna þar sem tungubroddurinn kemst ekki fram.

Tunguhaft getur haft áhrif á hlutverk og færni tungunnar og þannig truflað bæði tal og át. Í þeim tilvikum er hægt að klippa á tungubandið. Til að koma í veg fyrir samgróninga eftir slíka íhlutun þarf að gera tilteknar tunguæfingar.

Til eru tvenns konar tunguhöft. Fremri höft sjást vel þegar tungu er lyft upp en aftari höft sjást ekki nema það sé þreifað fyrir þeim.

Heimildir og myndir:

Vísindavefurinn þakkar Sonju Magnúsdóttur talmeinafræðingi fyrir gagnlegar ábendingar um efni þessa svars.

Höfundur

Útgáfudagur

11.1.2008

Spyrjandi

Sigurður Örn

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er tunguhaft?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2008. Sótt 27. janúar 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6997.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 11. janúar). Hvað er tunguhaft? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6997

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er tunguhaft?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2008. Vefsíða. 27. jan. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6997>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er tunguhaft?
Allir fæðast með svonefnt tunguband sem tengir tunguna við munnbotninn. Það sést ekki nema tungunni sé lyft en þá kemur í ljós áberandi felling í miðlínu slímhúðarinnar í munnbotninum. Á fósturskeiði virðast strengir í munnbotninum, þar á meðal tungubandið, tryggja að hinir ýmsu hlutar munnsins vaxi rétt.

Hjá sumum er tungubandið óeðlilega stutt og/eða stíft og hefur þar með áhrif á hreyfanleika og færni tungunnar. Þá er talað um tunguhaft. Tíðni þessa er óþekkt með vissu en talið að um 2% barna fæðist með slíkan kvilla.Tunguhaft getur meðal annars komið í veg fyrir að hægt sé að reka almennilega út úr sér tunguna þar sem tungubroddurinn kemst ekki fram.

Tunguhaft getur haft áhrif á hlutverk og færni tungunnar og þannig truflað bæði tal og át. Í þeim tilvikum er hægt að klippa á tungubandið. Til að koma í veg fyrir samgróninga eftir slíka íhlutun þarf að gera tilteknar tunguæfingar.

Til eru tvenns konar tunguhöft. Fremri höft sjást vel þegar tungu er lyft upp en aftari höft sjást ekki nema það sé þreifað fyrir þeim.

Heimildir og myndir:

Vísindavefurinn þakkar Sonju Magnúsdóttur talmeinafræðingi fyrir gagnlegar ábendingar um efni þessa svars.

...