
Tunguhaft getur haft áhrif á hlutverk og færni tungunnar og þannig truflað bæði tal og át. Í þeim tilvikum er hægt að klippa á tungubandið. Til að koma í veg fyrir samgróninga eftir slíka íhlutun þarf að gera tilteknar tunguæfingar. Til eru tvenns konar tunguhöft. Fremri höft sjást vel þegar tungu er lyft upp en aftari höft sjást ekki nema það sé þreifað fyrir þeim. Heimildir og myndir:
- Tongue-tie á Better Health Channel. Sótt 10. 01. 2008.
- Caroline Bowen. 2000. Tongue-tie, ankyloglossia or short fraenum á www.speech-language-therapy.com. Sótt 10. 01. 2008
- Myndir: Tongue-tie (Ankyloglossia) á Otolaryngology Houston. Sótt 10. 1. 2008.