Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak?

Alda Ásgeirsdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Upphaflega voru spurningarnar þrjár og hljóðuðu svo:
  • Hvort eru sígarettur eða vindlar hættulegri?
  • Hefur verið athugað hvort það sé skaðlegra að reykja sígarettur en pípu?
  • Er „hollara“ að taka í vörina frekar heldur en að reykja?
Þegar fjallað er um skaðsemi tóbaksnotkunar er oftast talað um reykingar og þá yfirleitt verið að vísa til sígarettureykinga. Flestar rannsóknir hafa beinst að áhrifum og afleiðingum sígarettureykinga en rannsóknir á annars konar reykingum (vindlum eða pípu) og notkun reyklauss tóbaks (munn- og neftóbak) hafa þó aukist undanfarin ár. Einnig er nú gefinn meiri gaumur að áhrifum óbeinna reykinga en áður var.



Margir þættir hafa áhrif á það hversu mikil hætta er á heilsutjóni af völdum tóbaksnotkunar og þá hvers konar heilsutjóni. Hafa þarf í huga efnasamsetningu þess tóbaks sem verið er að nota og gera greinarmun á efnasamsetningu laufa tóbaksjurtarinnar, efnum sem bætt er í tóbak við vinnslu, efnasamböndum í tóbaksreyknum sem myndast við brunann þegar reykt er og efnasamböndum sem myndast þegar tóbak blandast við líkamsvessa. Aðrir þættir sem hafa þarf í huga eru til dæmis magn þess sem neytt er í hvert skipti, hversu lengi tóbaksnotkunin hefur varað og ef um reyktóbak er að ræða, hversu mikið tekið reykingamaðurinn tekur ofan í sig.

Rannsóknir hafa sýnt að pípu- og vindlareykingar geta leitt til sömu sjúkdóma og sígarettureykingar, það er krabbameins, hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma. Niðurstöður rannsókna sýna að dánartíðni þeirra sem reykja vindla er 34% hærri en hjá þeim sem ekki reykja. Vindlareykingamönnum er hættara við að fá lungnakrabbamein, lungnaþembu og hjartasjúkdóma. Þá eru þeir í fjórfaldri til tífaldri hættu miðað við þá sem ekki reykja á að fá krabbamein í munn, barkakýli og vélinda. Pípureykingar leiða til sömu sjúkdóma og vindla- og sígarettureykingar, auk þess sem pípureykingamönnum er hættara við krabbameini í vör, tungu og munnholi.

Þó tíðni ýmissa sjúkdóma sem fylgja tóbaksnotkun sé eitthvað lægri meðal vindla- og pípureykingamanna í samanburði við þá sem reykja sígarettur er pípu- og vindlatóbak ekki álitið minna skaðlegt. Skýringin á lægri tíðni er fremur talin tengjast því að á heildina litið noti vindla- og pípureykingarmenn ekki eins mikið tóbak og þeir sem reykja sígarettur. Algengara er til dæmis að vindlareykingamenn reyki frekar við ákveðin tækifæri, en þeir sem reykja sígarettur reyki á hverjum degi.

Á hinn bóginn koma vindlar verr út en sígarettur ef ekki er litið á heildina heldur borinn er saman einn vindill og ein sígaretta. Vindlar eru til í mörgum stærðum og gerðum en í samanburði við sígarettur gefur meðalvindill frá sér þrisvar sinnum meira af krabbameinsvaldandi efnum og margfalt meira af kolsýrlingi. Nikótínmagn meðalvindils samsvarar nikótínmagni í tveimur og hálfri sígarettu en í stórum vindlum getur nikótínmagnið verið fertugfalt miðað við sígarettu. Lesa má nánar um áhrif skaðlegra efna í tóbaki í svari Öldu Ásgeirsdóttur við spurningunni Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? og í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?



Efnasamsetning sígarettu-, vindla- og pípureyks er ekki alveg sú sama. Sem dæmi má nefna að í samanburði við sígarettureyk frásogast nikótín frá vindla- og pípureyk betur í munni og því hægt að fá meira nikótín án þess að taka reykinn ofan í sig. Það er ástæða þess að þeir sem reykja vindla og pípu halda gjarnan reyknum lengi í munninum og draga hann síður í lungun. Hins vegar hefur verið á það bent að margir vindla- og pípureykingamenn hafi reynslu af sígarettureykingum og séu því vanir að draga reykinn niður í lungun. Það er langt því frá hægt að alhæfa um það að pípu- og vindlareykingamenn taki ekki ofan í sig.

Hvað munntóbak varðar þá er það útbreiddur misskilningur að reyklaust tóbak (munntóbak og neftóbak) sé skaðlaust. Í munntóbaki eru um 2.500 efni og að minnsta kosti 28 þeirra eru þekkt krabbameinsvaldandi efni. Auk allra þeirra efna sem eru í tóbakinu frá byrjun er við vinnslu munntóbaks bætt í það ýmsum efnum, til dæmis ilmefni og bragðefni. Þessi efni eru sett í reyklausa tóbakið til að gera það meira aðlaðandi fyrir neytendur.

Einnig er saltkristöllum bætt við tóbakið en tilgangurinn með því er að brenna göt á slímhúðina og tryggja þannig að nikótínið fari fljótar og betur inn í æðarnar í munni og nefi. Auk þess er yfirborð fínkorna munn- og neftóbaks mjög mikið og því berst nikótínið hratt út í blóðið. Munntóbak inniheldur allt að fjórfalt meira nikótín en sígarettur og í einum skammti af reyklausu tóbaki getur verið mörgum sinnum meira magn af nikótíni en í einni sterkri sígarettu. Rannsóknir hafa líka sýnt að við neyslu á reyklausu tóbaki berst að minnsta kosti jafn mikið af nikótíni inn í blóðið eins og við reykingar og helst þar lengur. Í samanburði við reykingamenn er neytandi munntóbaks mun lengur undir verulegum áhrifum nikótíns eftir hverja neyslu og fíknin verður yfirleitt meiri fyrir vikið.

Með reglulegri notkun nef- og munntóbaks eyðist slímhúðin í nefi og munni og verður sá skaði varanlegur. Við mikla notkun neftóbaks rýrnar slímhúðin í nefi ekki aðeins heldur getur miðnesið (brjósk sem skilur nasirnar að) jafnvel eyðst alveg.

Munntóbak getur einnig valdið sárum í munni, tannholdsbólgum og tannholdsrýrnun, og aukið líkur á krabbameini í munni og í meltingarvegi. Þá er notkun munntóbaks talin auka líkur á æðaþrengslum og æðakölkun sem getur leitt til kransæðastíflu, heilablóðfalls, dreps í útlimum, getuleysis, blindu og í versta falli dauða.

Það sem reyklaust tóbak hefur fram yfir reyktóbak er að það er fyrst og fremst skaðlegt fyrir þann sem þess neytir en hefur ekki skaðleg áhrif á aðra sem eru í kring um tóbaksnotandann eins og óbeinar reykingar gera. Ef horft er eingöngu á tóbaksnotendur og reynt að bera saman skaðsemi reyklauss tóbaks og reykinga þá bendir margt til þess að hætta á krabbameini sé minni við notkun reyklausa tóbaksins en hætta á eiturverkunum nikótíns, einkum hjarta- og æðaskjúkdómum, sé jafn mikil eða meiri.

Það er mjög erfitt að segja að ein tegund tóbaksneyslu sé „hollari“ en önnur þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á skaðsemi tóbaks í hvaða formi sem neysla þess er. Mögulegir fylgifiskar tóbaksnotkunar eru ekki nákvæmlega þeir sömu eftir því hvers konar tóbaks er neytt en í öllum tilfellum geta afleiðingarnar verið mjög alvarlegar.

Við gerð þessa svars var víða leitað heimilda. Þær eru taldar upp hér að neðan auk þess sem tilgreindar eru aðrar heimasíður sem áhugavert getur verið að skoða í tengslum við svarið.

Almennt um tóbak:
  • Margrét Harðardóttir og Sigurbjörn Ingvi Þórðarson (2001). Nef og munntóbaksnotkun innan efstu deildar karla í knattspyrnu sumarið 2000. Kennaraháskóli Íslands - Íþróttaskor.
  • Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarnanefnd (1998). Tóbak, heimildasafn um tóbak.
  • Þorsteinn Blöndal (1993). Hættum að reykja. Námskeið gegn reykingum. Lungna- og berklavarnardeild Heilsuverndastöð Reykjavíkur.
  • Krabbameinsfélagið o.fl. (2002). Tært loft, reykleysismeðferð og tóbaksvarnir. Handbók fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Reykjavík.
Um reyklaust tóbak:Um vindla og pípureykingar:

Myndir: HB

Höfundar

fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.12.2002

Spyrjandi

Árni Geir Ómarsson
Uggi Jónsson
Þórarinn Guðlaugsson

Tilvísun

Alda Ásgeirsdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2957.

Alda Ásgeirsdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 16. desember). Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2957

Alda Ásgeirsdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2957>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak?
Upphaflega voru spurningarnar þrjár og hljóðuðu svo:

  • Hvort eru sígarettur eða vindlar hættulegri?
  • Hefur verið athugað hvort það sé skaðlegra að reykja sígarettur en pípu?
  • Er „hollara“ að taka í vörina frekar heldur en að reykja?
Þegar fjallað er um skaðsemi tóbaksnotkunar er oftast talað um reykingar og þá yfirleitt verið að vísa til sígarettureykinga. Flestar rannsóknir hafa beinst að áhrifum og afleiðingum sígarettureykinga en rannsóknir á annars konar reykingum (vindlum eða pípu) og notkun reyklauss tóbaks (munn- og neftóbak) hafa þó aukist undanfarin ár. Einnig er nú gefinn meiri gaumur að áhrifum óbeinna reykinga en áður var.



Margir þættir hafa áhrif á það hversu mikil hætta er á heilsutjóni af völdum tóbaksnotkunar og þá hvers konar heilsutjóni. Hafa þarf í huga efnasamsetningu þess tóbaks sem verið er að nota og gera greinarmun á efnasamsetningu laufa tóbaksjurtarinnar, efnum sem bætt er í tóbak við vinnslu, efnasamböndum í tóbaksreyknum sem myndast við brunann þegar reykt er og efnasamböndum sem myndast þegar tóbak blandast við líkamsvessa. Aðrir þættir sem hafa þarf í huga eru til dæmis magn þess sem neytt er í hvert skipti, hversu lengi tóbaksnotkunin hefur varað og ef um reyktóbak er að ræða, hversu mikið tekið reykingamaðurinn tekur ofan í sig.

Rannsóknir hafa sýnt að pípu- og vindlareykingar geta leitt til sömu sjúkdóma og sígarettureykingar, það er krabbameins, hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma. Niðurstöður rannsókna sýna að dánartíðni þeirra sem reykja vindla er 34% hærri en hjá þeim sem ekki reykja. Vindlareykingamönnum er hættara við að fá lungnakrabbamein, lungnaþembu og hjartasjúkdóma. Þá eru þeir í fjórfaldri til tífaldri hættu miðað við þá sem ekki reykja á að fá krabbamein í munn, barkakýli og vélinda. Pípureykingar leiða til sömu sjúkdóma og vindla- og sígarettureykingar, auk þess sem pípureykingamönnum er hættara við krabbameini í vör, tungu og munnholi.

Þó tíðni ýmissa sjúkdóma sem fylgja tóbaksnotkun sé eitthvað lægri meðal vindla- og pípureykingamanna í samanburði við þá sem reykja sígarettur er pípu- og vindlatóbak ekki álitið minna skaðlegt. Skýringin á lægri tíðni er fremur talin tengjast því að á heildina litið noti vindla- og pípureykingarmenn ekki eins mikið tóbak og þeir sem reykja sígarettur. Algengara er til dæmis að vindlareykingamenn reyki frekar við ákveðin tækifæri, en þeir sem reykja sígarettur reyki á hverjum degi.

Á hinn bóginn koma vindlar verr út en sígarettur ef ekki er litið á heildina heldur borinn er saman einn vindill og ein sígaretta. Vindlar eru til í mörgum stærðum og gerðum en í samanburði við sígarettur gefur meðalvindill frá sér þrisvar sinnum meira af krabbameinsvaldandi efnum og margfalt meira af kolsýrlingi. Nikótínmagn meðalvindils samsvarar nikótínmagni í tveimur og hálfri sígarettu en í stórum vindlum getur nikótínmagnið verið fertugfalt miðað við sígarettu. Lesa má nánar um áhrif skaðlegra efna í tóbaki í svari Öldu Ásgeirsdóttur við spurningunni Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? og í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?



Efnasamsetning sígarettu-, vindla- og pípureyks er ekki alveg sú sama. Sem dæmi má nefna að í samanburði við sígarettureyk frásogast nikótín frá vindla- og pípureyk betur í munni og því hægt að fá meira nikótín án þess að taka reykinn ofan í sig. Það er ástæða þess að þeir sem reykja vindla og pípu halda gjarnan reyknum lengi í munninum og draga hann síður í lungun. Hins vegar hefur verið á það bent að margir vindla- og pípureykingamenn hafi reynslu af sígarettureykingum og séu því vanir að draga reykinn niður í lungun. Það er langt því frá hægt að alhæfa um það að pípu- og vindlareykingamenn taki ekki ofan í sig.

Hvað munntóbak varðar þá er það útbreiddur misskilningur að reyklaust tóbak (munntóbak og neftóbak) sé skaðlaust. Í munntóbaki eru um 2.500 efni og að minnsta kosti 28 þeirra eru þekkt krabbameinsvaldandi efni. Auk allra þeirra efna sem eru í tóbakinu frá byrjun er við vinnslu munntóbaks bætt í það ýmsum efnum, til dæmis ilmefni og bragðefni. Þessi efni eru sett í reyklausa tóbakið til að gera það meira aðlaðandi fyrir neytendur.

Einnig er saltkristöllum bætt við tóbakið en tilgangurinn með því er að brenna göt á slímhúðina og tryggja þannig að nikótínið fari fljótar og betur inn í æðarnar í munni og nefi. Auk þess er yfirborð fínkorna munn- og neftóbaks mjög mikið og því berst nikótínið hratt út í blóðið. Munntóbak inniheldur allt að fjórfalt meira nikótín en sígarettur og í einum skammti af reyklausu tóbaki getur verið mörgum sinnum meira magn af nikótíni en í einni sterkri sígarettu. Rannsóknir hafa líka sýnt að við neyslu á reyklausu tóbaki berst að minnsta kosti jafn mikið af nikótíni inn í blóðið eins og við reykingar og helst þar lengur. Í samanburði við reykingamenn er neytandi munntóbaks mun lengur undir verulegum áhrifum nikótíns eftir hverja neyslu og fíknin verður yfirleitt meiri fyrir vikið.

Með reglulegri notkun nef- og munntóbaks eyðist slímhúðin í nefi og munni og verður sá skaði varanlegur. Við mikla notkun neftóbaks rýrnar slímhúðin í nefi ekki aðeins heldur getur miðnesið (brjósk sem skilur nasirnar að) jafnvel eyðst alveg.

Munntóbak getur einnig valdið sárum í munni, tannholdsbólgum og tannholdsrýrnun, og aukið líkur á krabbameini í munni og í meltingarvegi. Þá er notkun munntóbaks talin auka líkur á æðaþrengslum og æðakölkun sem getur leitt til kransæðastíflu, heilablóðfalls, dreps í útlimum, getuleysis, blindu og í versta falli dauða.

Það sem reyklaust tóbak hefur fram yfir reyktóbak er að það er fyrst og fremst skaðlegt fyrir þann sem þess neytir en hefur ekki skaðleg áhrif á aðra sem eru í kring um tóbaksnotandann eins og óbeinar reykingar gera. Ef horft er eingöngu á tóbaksnotendur og reynt að bera saman skaðsemi reyklauss tóbaks og reykinga þá bendir margt til þess að hætta á krabbameini sé minni við notkun reyklausa tóbaksins en hætta á eiturverkunum nikótíns, einkum hjarta- og æðaskjúkdómum, sé jafn mikil eða meiri.

Það er mjög erfitt að segja að ein tegund tóbaksneyslu sé „hollari“ en önnur þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á skaðsemi tóbaks í hvaða formi sem neysla þess er. Mögulegir fylgifiskar tóbaksnotkunar eru ekki nákvæmlega þeir sömu eftir því hvers konar tóbaks er neytt en í öllum tilfellum geta afleiðingarnar verið mjög alvarlegar.

Við gerð þessa svars var víða leitað heimilda. Þær eru taldar upp hér að neðan auk þess sem tilgreindar eru aðrar heimasíður sem áhugavert getur verið að skoða í tengslum við svarið.

Almennt um tóbak:
  • Margrét Harðardóttir og Sigurbjörn Ingvi Þórðarson (2001). Nef og munntóbaksnotkun innan efstu deildar karla í knattspyrnu sumarið 2000. Kennaraháskóli Íslands - Íþróttaskor.
  • Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarnanefnd (1998). Tóbak, heimildasafn um tóbak.
  • Þorsteinn Blöndal (1993). Hættum að reykja. Námskeið gegn reykingum. Lungna- og berklavarnardeild Heilsuverndastöð Reykjavíkur.
  • Krabbameinsfélagið o.fl. (2002). Tært loft, reykleysismeðferð og tóbaksvarnir. Handbók fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Reykjavík.
Um reyklaust tóbak:Um vindla og pípureykingar:

Myndir: HB...