Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru óbeinar reykingar óhollar?

Jakobína H. Árnadóttir

Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um óbeinar reykingar. Meðal þeirra eru:
  • Er hættulegt að anda að sér lofti frá reykingamanni?
  • Eru óbeinar reykingar jafn hættulegar og beinar reykingar?
  • Hvað getur gerst ef foreldrar reykja með börnin fyrir framan sig? Getur það spillt heilsu barnanna og hver er hættan?
  • Er jafn hættulegt að vera á skemmtistöðum og anda ofan í sig tóbaksreyk og reykja?
  • Er búið að sanna að óbeinar reykingar valdi lungnakrabbameini?
  • Hvaða sjúkdómar geta fylgt óbeinum reykingum?
  • Börn sem eiga foreldra sem reykja heima hjá sér anda náttúrulega óvart að sér reyknum. Er það hættulegt fyrir þau eða bara fyrir aðilann sem reykir?
  • Hver eru áhrif reykinga á barn þegar það er enn í maganum og móðir þess reykir?

Aðrir spyrjendur eru: Klara Sif (1991), Ívar Örn Baldursson (1991), Sigríður Rún Steinarsdóttir, Þóra Eggertsdóttir (1991), Þorbergur Ólafsson, Kjartan Pétursson, Dagný Eva, Bryndís Þorsteinsdóttir (1993) og Kristín Kolka Bjarnadóttir (1994).

Óbeinar reykingar (e. passive smoking, involuntary smoking) er það þegar einstaklingur andar að sér lofti sem mengað er tóbaksreyk. Sá sem verður fyrir óbeinum reykingum andar að sér sömu efnum og sá sem reykir. Áður en við skoðum hvaða afleiðingar óbeinar reykingar geta haft er rétt að fjalla lítillega um tóbaksreyk.

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur: tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar (til dæmis skordýraeitursleifar), efni notuð við vinnslu plöntunnar (til dæmis klórsambönd) og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns (til dæmis ammóníak). Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna, þar á meðal tugir krabbameinsvalda. Lesa má nánar um þetta í svari Öldu Ásgeirsdóttur við spurningunni Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum?

Þegar sígaretta eða annað tóbak brennur verða til tvær tegundir reykjar, annars vegar reykurinn sem reykingamenn sjúga að sér, kallaður meginreykur (e. main stream smoke), og hins vegar reykurinn sem myndast þegar tóbakið brennur sjálft, hliðarreykur (e. side stream smoke). Reykurinn, sem reykingamenn sjúga að sér, verður til við tiltölulega fullkominn bruna (600-800°C) og inniheldur minna af skaðlegum efnum fyrir vikið. Reykurinn, sem myndast þegar tóbakið brennur sjálft, myndast hins vegar við ófullkominn bruna (um 350°C) og inniheldur því meira af skaðlegum efnum. Meirihluti hverrar sígarettu (og annars tóbaks) brennur upp án sogs og myndar hættulegri reykinn (hliðarreykinn). Reykmengun, sem myndast þar sem reykt er innanhúss, til dæmis á veitinga- og skemmtistöðum, verður því að stærri hluta til úr hinum hættulegri hliðarreyk.



Andrúmsloft á veitinga- og skemmtistöðum er gjarnan tóbaksmengað.

Rúm hálf öld er síðan fyrstu sannanir um heilsuskaðleg áhrif reykinga komu fram og hefur það margoft verið staðfest síðan. Áratugir eru liðnir síðan menn gerðu sér grein fyrir því að reykingar þungaðra kvenna hafa skaðleg áhrif á fóstur. Styttra er síðan vísbendingar komu fram um heilsuskaða hjá þeim sem ekki reykja sjálfir en búa við tóbaksreykmengað andrúmsloft á heimili eða í vinnu. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að óbeinar reykingar geta auk ýmiss konar óþæginda og vanlíðunar valdið mörgum sömu sjúkdómum og hljótast af því að reykja.

Óþægindi í augum, nefi og öndunarfærum eru algengustu og best staðfestu heilsufarsáhrif óbeinna reykinga. Sýnt hefur verið fram á að tóbaksreykur og þau efni og efnasambönd sem hann inniheldur, hafa áhrif á starfsemi bifhára í öndunarvegi og draga úr hreinsun slíms og óhreininda, meðal annars reykagna úr öndunarvegi og lungum. Þetta getur valdið því að þeir sem verða fyrir óbeinum reykingum reglulega eigi frekar á hættu að fá langvinn öndunarfæraeinkenni, svo sem hósta, slímuppgang og mæði. Einnig hefur verið sýnt fram á að þeir sem verða fyrir tóbaksreyk heima eða í vinnunni eru í 40-60% meiri hættu á að fá astma en þeir sem ekki verða fyrir tóbaksreyk. Fólk, sem er með astma, fær ekki aðeins alvarlegri astmaköst ef það verður fyrir tóbaksreyk heldur líður því almennt verr og þarf oftar að leggjast inn á sjúkrahús.

International Agency for Research on Cancer (IARC) hefur skoðað allar stærri rannsóknir þar sem könnuð voru tengsl milli óbeinna reykinga og lungnakrabbameins. Þessi sérfræðingahópur komst að þeirri niðurstöðu að óbeinar reykingar geti aukið hættu á lungnakrabbameini um 20-30%. Tengsl eru milli þess magns reykjar sem einstaklingur verður fyrir og hættu á lungnakrabbameini, rétt eins og hjá reykingamönnum. Einnig benda rannsóknarniðurstöður til þess að óbeinar reykingar geti aukið hættuna á legháls- og brjóstakrabbameini.

Margar rannsóknir hafa sýnt að óbeinar reykingar auka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum hjá þeim sem búa við reykingar heima eða í vinnunni. Þessar rannsóknir benda til þess að ef einstaklingur sem reykir ekki á maka sem reykir eða vinnur í reykmettuðu umhverfi aukist hættan á að þessi einstaklingur fái hjartaáfall um 25-30%. Ekki er línulegt samband milli reykjarmagns og áhrifa á hjarta- og æðakerfi eins og þegar lungnakrabbamein hlýst af tóbaksreyk. Sérfræðingar hafa komist að því að aðeins lítið magn reykjar þarf til að hafa áhrif á storknun blóðs og myndun blóðtappa en langtímaáhrif koma fram í æðakölkun. Allt eru þetta áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma.

Nokkuð er um að rannsóknir sýni tengsl milli óbeinna reykinga og heilablóðfalls. Í ljós hefur komið að fólk, sem varð reglulega fyrir óbeinum reykingum, var í tvöfalt meiri hættu á heilablóðfalli en þeir sem urðu ekki fyrir óbeinum reykingum.



Börn eru mjög viðkvæm fyrir óbeinum reykingum.

Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir óbeinum reykingum. Tóbaksreykur minnkar lungnavirkni þeirra og þau verða viðkvæmari fyrir sýkingum í öndunarfærum, svo sem lungnabólgu, berkjubólgu og eyrnabólgu. Óbeinar reykingar hafa jafnframt verið tengdar minni vexti lungna (lungun verða ekki eins stór og í jafnöldrum sem búa ekki við reyk heima við). Einnig valda óbeinar reykingar einkennum eins og hósta og blístri í öndunarfærum. Börn reykingafólks fá líka oftar astma en börn þeirra sem reykja ekki og auka óbeinar reykingar fjölda og alvarleika astmakastanna. Í Bretlandi er áætlað að um 17.000 börn undir 5 ára aldri séu lögð inn á sjúkrahús á ári hverju vegna heilsubrests sem rekja má til óbeinna reykinga.

Ófædd börn verða fyrir óbeinum reykingum ef móðir þeirra reykir eða ef reykt er í kringum þungaða móður. Lítil fæðingarþyngd og fyrirburafæðing er algengari ef móðirin hefur orðið fyrir óbeinum reykingum á meðgöngu og hættan eykst eftir því sem óbeinu reykingarnar eru meiri og tíðari. Einnig hefur verið bent á að vöggudauði sé algengari ef barn verður fyrir óbeinum reykingum.

Þetta svar er hluti af lengri greinargerð um áhrif óbeinna reykinga sem unnin var á vegum Lýðheilsustöðvar og birt hér með góðfúslegu leyfi hennar. Með því að smella hér má sjá greinargerðina í heild sinni auk ítarlegrar heimildaskrár.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um reykingar, til dæmis:

Hægt er að nálgast fleiri svör um reykingar með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Myndir:

Höfundur

verkefnisstjóri tóbaksvörnum hjá Lýðheilsustöð

Útgáfudagur

24.4.2006

Spyrjandi

Kristín Lilja, f. 1992

Tilvísun

Jakobína H. Árnadóttir. „Eru óbeinar reykingar óhollar?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2006, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5835.

Jakobína H. Árnadóttir. (2006, 24. apríl). Eru óbeinar reykingar óhollar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5835

Jakobína H. Árnadóttir. „Eru óbeinar reykingar óhollar?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2006. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5835>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru óbeinar reykingar óhollar?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um óbeinar reykingar. Meðal þeirra eru:

  • Er hættulegt að anda að sér lofti frá reykingamanni?
  • Eru óbeinar reykingar jafn hættulegar og beinar reykingar?
  • Hvað getur gerst ef foreldrar reykja með börnin fyrir framan sig? Getur það spillt heilsu barnanna og hver er hættan?
  • Er jafn hættulegt að vera á skemmtistöðum og anda ofan í sig tóbaksreyk og reykja?
  • Er búið að sanna að óbeinar reykingar valdi lungnakrabbameini?
  • Hvaða sjúkdómar geta fylgt óbeinum reykingum?
  • Börn sem eiga foreldra sem reykja heima hjá sér anda náttúrulega óvart að sér reyknum. Er það hættulegt fyrir þau eða bara fyrir aðilann sem reykir?
  • Hver eru áhrif reykinga á barn þegar það er enn í maganum og móðir þess reykir?

Aðrir spyrjendur eru: Klara Sif (1991), Ívar Örn Baldursson (1991), Sigríður Rún Steinarsdóttir, Þóra Eggertsdóttir (1991), Þorbergur Ólafsson, Kjartan Pétursson, Dagný Eva, Bryndís Þorsteinsdóttir (1993) og Kristín Kolka Bjarnadóttir (1994).

Óbeinar reykingar (e. passive smoking, involuntary smoking) er það þegar einstaklingur andar að sér lofti sem mengað er tóbaksreyk. Sá sem verður fyrir óbeinum reykingum andar að sér sömu efnum og sá sem reykir. Áður en við skoðum hvaða afleiðingar óbeinar reykingar geta haft er rétt að fjalla lítillega um tóbaksreyk.

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur: tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar (til dæmis skordýraeitursleifar), efni notuð við vinnslu plöntunnar (til dæmis klórsambönd) og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns (til dæmis ammóníak). Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna, þar á meðal tugir krabbameinsvalda. Lesa má nánar um þetta í svari Öldu Ásgeirsdóttur við spurningunni Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum?

Þegar sígaretta eða annað tóbak brennur verða til tvær tegundir reykjar, annars vegar reykurinn sem reykingamenn sjúga að sér, kallaður meginreykur (e. main stream smoke), og hins vegar reykurinn sem myndast þegar tóbakið brennur sjálft, hliðarreykur (e. side stream smoke). Reykurinn, sem reykingamenn sjúga að sér, verður til við tiltölulega fullkominn bruna (600-800°C) og inniheldur minna af skaðlegum efnum fyrir vikið. Reykurinn, sem myndast þegar tóbakið brennur sjálft, myndast hins vegar við ófullkominn bruna (um 350°C) og inniheldur því meira af skaðlegum efnum. Meirihluti hverrar sígarettu (og annars tóbaks) brennur upp án sogs og myndar hættulegri reykinn (hliðarreykinn). Reykmengun, sem myndast þar sem reykt er innanhúss, til dæmis á veitinga- og skemmtistöðum, verður því að stærri hluta til úr hinum hættulegri hliðarreyk.



Andrúmsloft á veitinga- og skemmtistöðum er gjarnan tóbaksmengað.

Rúm hálf öld er síðan fyrstu sannanir um heilsuskaðleg áhrif reykinga komu fram og hefur það margoft verið staðfest síðan. Áratugir eru liðnir síðan menn gerðu sér grein fyrir því að reykingar þungaðra kvenna hafa skaðleg áhrif á fóstur. Styttra er síðan vísbendingar komu fram um heilsuskaða hjá þeim sem ekki reykja sjálfir en búa við tóbaksreykmengað andrúmsloft á heimili eða í vinnu. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að óbeinar reykingar geta auk ýmiss konar óþæginda og vanlíðunar valdið mörgum sömu sjúkdómum og hljótast af því að reykja.

Óþægindi í augum, nefi og öndunarfærum eru algengustu og best staðfestu heilsufarsáhrif óbeinna reykinga. Sýnt hefur verið fram á að tóbaksreykur og þau efni og efnasambönd sem hann inniheldur, hafa áhrif á starfsemi bifhára í öndunarvegi og draga úr hreinsun slíms og óhreininda, meðal annars reykagna úr öndunarvegi og lungum. Þetta getur valdið því að þeir sem verða fyrir óbeinum reykingum reglulega eigi frekar á hættu að fá langvinn öndunarfæraeinkenni, svo sem hósta, slímuppgang og mæði. Einnig hefur verið sýnt fram á að þeir sem verða fyrir tóbaksreyk heima eða í vinnunni eru í 40-60% meiri hættu á að fá astma en þeir sem ekki verða fyrir tóbaksreyk. Fólk, sem er með astma, fær ekki aðeins alvarlegri astmaköst ef það verður fyrir tóbaksreyk heldur líður því almennt verr og þarf oftar að leggjast inn á sjúkrahús.

International Agency for Research on Cancer (IARC) hefur skoðað allar stærri rannsóknir þar sem könnuð voru tengsl milli óbeinna reykinga og lungnakrabbameins. Þessi sérfræðingahópur komst að þeirri niðurstöðu að óbeinar reykingar geti aukið hættu á lungnakrabbameini um 20-30%. Tengsl eru milli þess magns reykjar sem einstaklingur verður fyrir og hættu á lungnakrabbameini, rétt eins og hjá reykingamönnum. Einnig benda rannsóknarniðurstöður til þess að óbeinar reykingar geti aukið hættuna á legháls- og brjóstakrabbameini.

Margar rannsóknir hafa sýnt að óbeinar reykingar auka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum hjá þeim sem búa við reykingar heima eða í vinnunni. Þessar rannsóknir benda til þess að ef einstaklingur sem reykir ekki á maka sem reykir eða vinnur í reykmettuðu umhverfi aukist hættan á að þessi einstaklingur fái hjartaáfall um 25-30%. Ekki er línulegt samband milli reykjarmagns og áhrifa á hjarta- og æðakerfi eins og þegar lungnakrabbamein hlýst af tóbaksreyk. Sérfræðingar hafa komist að því að aðeins lítið magn reykjar þarf til að hafa áhrif á storknun blóðs og myndun blóðtappa en langtímaáhrif koma fram í æðakölkun. Allt eru þetta áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma.

Nokkuð er um að rannsóknir sýni tengsl milli óbeinna reykinga og heilablóðfalls. Í ljós hefur komið að fólk, sem varð reglulega fyrir óbeinum reykingum, var í tvöfalt meiri hættu á heilablóðfalli en þeir sem urðu ekki fyrir óbeinum reykingum.



Börn eru mjög viðkvæm fyrir óbeinum reykingum.

Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir óbeinum reykingum. Tóbaksreykur minnkar lungnavirkni þeirra og þau verða viðkvæmari fyrir sýkingum í öndunarfærum, svo sem lungnabólgu, berkjubólgu og eyrnabólgu. Óbeinar reykingar hafa jafnframt verið tengdar minni vexti lungna (lungun verða ekki eins stór og í jafnöldrum sem búa ekki við reyk heima við). Einnig valda óbeinar reykingar einkennum eins og hósta og blístri í öndunarfærum. Börn reykingafólks fá líka oftar astma en börn þeirra sem reykja ekki og auka óbeinar reykingar fjölda og alvarleika astmakastanna. Í Bretlandi er áætlað að um 17.000 börn undir 5 ára aldri séu lögð inn á sjúkrahús á ári hverju vegna heilsubrests sem rekja má til óbeinna reykinga.

Ófædd börn verða fyrir óbeinum reykingum ef móðir þeirra reykir eða ef reykt er í kringum þungaða móður. Lítil fæðingarþyngd og fyrirburafæðing er algengari ef móðirin hefur orðið fyrir óbeinum reykingum á meðgöngu og hættan eykst eftir því sem óbeinu reykingarnar eru meiri og tíðari. Einnig hefur verið bent á að vöggudauði sé algengari ef barn verður fyrir óbeinum reykingum.

Þetta svar er hluti af lengri greinargerð um áhrif óbeinna reykinga sem unnin var á vegum Lýðheilsustöðvar og birt hér með góðfúslegu leyfi hennar. Með því að smella hér má sjá greinargerðina í heild sinni auk ítarlegrar heimildaskrár.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um reykingar, til dæmis:

Hægt er að nálgast fleiri svör um reykingar með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Myndir: ...