Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru seldar sígarettur ef það er vitað að þær drepa?

MBS

Í dag er það talið almenn vitneskja að það sé óhollt að reykja og að það getur orsakað ýmsa sjúkdóma og kvilla, jafnvel dregið fólk til dauða. Mörg mjög skaðleg og hættuleg efni er að finna í sígarettum svo sem nikótín, tjöru og kolsýrling eða kolmónoxíð (CO). Þetta er þó aðeins brot af þeim efnasamböndum sem er að finna í tóbaksreyk en þar eru meira en 4.000 efnasambönd og af þeim eru að minnsta kosti 40 sem vitað er að valda krabbameini.

Þó að í dag gerum við okkur flest grein fyrir skaðsemi reykinga hefur þessu þó ekki alltaf verið þannig farið. Tóbak var fyrst flutt frá nýja heiminum til Evrópu á miðri 16. öld. Notkun þess breiddist hratt út og aðeins 100 árum síðar var notkun þess orðin almenn í Vestur-Evrópu. Það er hins vegar ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina sem fer að örla verulega á varnaðarorðum gegn sígarettum. Þá var fólk farið að átta sig á skaðsemi þeirra og hversu alvarlegar afleiðingar langvarandi reykingar gátu haft.

Í dag er það talið almenn vitneskja að það sé óhollt að reykja og að það getur orsakað ýmsa sjúkdóma og kvilla, jafnvel dregið fólk til dauða.

Þegar hér er komið sögu voru reykingar hins vegar orðnar mjög útbreiddar og lengi hafði þótt afar fínt að reykja, bæði meðal karla og kvenna. Það var því afar erfitt að banna skyndilega sígarettur og reykingar. Frá því á árum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur þekkingu okkar hins vegar fleygt fram og ekki síst hafa verið gerðar viðamiklar rannsóknir á sígarettum, reykingum, krabbameinum og krabbameinsvöldum. Með aukinni þekkingu hefur orðið aukin meðvitund í samfélaginu sem aftur hefur leitt af sér aukin þrýsting á stjórnvöld að taka á þessum vanda. Stór skref hafa verið stigin með aukinni skattlagningu á sígarettur, sláandi viðvörunarmerkingum á tóbakspökkum og síðast en ekki síst með því að banna reykingar á opinberum vettvangi. Í íslenskum tóbaksvarnarlögum segir meðal annars:
Markmið laga þessara er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að minnka tóbaksneyslu og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks. Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra.
Þrátt fyrir alla okkar vitneskju og viðvaranir eru reykingar enn þá stór þáttur af tilveru okkar. Talið er að um þriðjungur jarðarbúa 15 ára og eldri hafi reykt við upphaf 21. aldarinnar. Þrátt fyrir að dragi úr reykingum á Vesturlöndum fer þeim stöðugt fjölgandi sem reykja í þróunarlöndunum. Daglega eru seldir 750 milljón pakkar af sígarettum í heiminum. Það er því með reykingar eins og svo margt annað hjá manninum að vitneskjan um hvað sé hollt og óhollt virðist ekki hafa úrslitaáhrif á ákvarðanir okkar.

Tóbaksvarnir og tóbaksvarnarlöggjöf hefur einkum miðað að því að uppfræða fólk um skaðsemi reykinga og vernda umhverfið gegn tóbaksreyk. Þessar aðgerðir hafa reynst árangursríkar til að draga úr tóbaksreykingum meðal almennings og mun sú þróun vonandi halda áfram.


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.


Vísindavefnum hefur oft borist svipaðar spurningar um sígarettur. Aðrir spyrjendur eru:
Salný Sif Júlíusdóttir, Jónína Bjarnadóttir, Sigrún Aagot Ottósdóttir, Hafdís Hauksdóttir, Andri Már Óskarsson, Ragnheiður Hrund og Elsa Hreinsdóttir

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

29.2.2008

Síðast uppfært

12.11.2024

Spyrjandi

Hlynur Már Guðmundsson

Tilvísun

MBS. „Hvers vegna eru seldar sígarettur ef það er vitað að þær drepa?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7131.

MBS. (2008, 29. febrúar). Hvers vegna eru seldar sígarettur ef það er vitað að þær drepa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7131

MBS. „Hvers vegna eru seldar sígarettur ef það er vitað að þær drepa?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7131>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru seldar sígarettur ef það er vitað að þær drepa?
Í dag er það talið almenn vitneskja að það sé óhollt að reykja og að það getur orsakað ýmsa sjúkdóma og kvilla, jafnvel dregið fólk til dauða. Mörg mjög skaðleg og hættuleg efni er að finna í sígarettum svo sem nikótín, tjöru og kolsýrling eða kolmónoxíð (CO). Þetta er þó aðeins brot af þeim efnasamböndum sem er að finna í tóbaksreyk en þar eru meira en 4.000 efnasambönd og af þeim eru að minnsta kosti 40 sem vitað er að valda krabbameini.

Þó að í dag gerum við okkur flest grein fyrir skaðsemi reykinga hefur þessu þó ekki alltaf verið þannig farið. Tóbak var fyrst flutt frá nýja heiminum til Evrópu á miðri 16. öld. Notkun þess breiddist hratt út og aðeins 100 árum síðar var notkun þess orðin almenn í Vestur-Evrópu. Það er hins vegar ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina sem fer að örla verulega á varnaðarorðum gegn sígarettum. Þá var fólk farið að átta sig á skaðsemi þeirra og hversu alvarlegar afleiðingar langvarandi reykingar gátu haft.

Í dag er það talið almenn vitneskja að það sé óhollt að reykja og að það getur orsakað ýmsa sjúkdóma og kvilla, jafnvel dregið fólk til dauða.

Þegar hér er komið sögu voru reykingar hins vegar orðnar mjög útbreiddar og lengi hafði þótt afar fínt að reykja, bæði meðal karla og kvenna. Það var því afar erfitt að banna skyndilega sígarettur og reykingar. Frá því á árum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur þekkingu okkar hins vegar fleygt fram og ekki síst hafa verið gerðar viðamiklar rannsóknir á sígarettum, reykingum, krabbameinum og krabbameinsvöldum. Með aukinni þekkingu hefur orðið aukin meðvitund í samfélaginu sem aftur hefur leitt af sér aukin þrýsting á stjórnvöld að taka á þessum vanda. Stór skref hafa verið stigin með aukinni skattlagningu á sígarettur, sláandi viðvörunarmerkingum á tóbakspökkum og síðast en ekki síst með því að banna reykingar á opinberum vettvangi. Í íslenskum tóbaksvarnarlögum segir meðal annars:
Markmið laga þessara er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að minnka tóbaksneyslu og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks. Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra.
Þrátt fyrir alla okkar vitneskju og viðvaranir eru reykingar enn þá stór þáttur af tilveru okkar. Talið er að um þriðjungur jarðarbúa 15 ára og eldri hafi reykt við upphaf 21. aldarinnar. Þrátt fyrir að dragi úr reykingum á Vesturlöndum fer þeim stöðugt fjölgandi sem reykja í þróunarlöndunum. Daglega eru seldir 750 milljón pakkar af sígarettum í heiminum. Það er því með reykingar eins og svo margt annað hjá manninum að vitneskjan um hvað sé hollt og óhollt virðist ekki hafa úrslitaáhrif á ákvarðanir okkar.

Tóbaksvarnir og tóbaksvarnarlöggjöf hefur einkum miðað að því að uppfræða fólk um skaðsemi reykinga og vernda umhverfið gegn tóbaksreyk. Þessar aðgerðir hafa reynst árangursríkar til að draga úr tóbaksreykingum meðal almennings og mun sú þróun vonandi halda áfram.


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.


Vísindavefnum hefur oft borist svipaðar spurningar um sígarettur. Aðrir spyrjendur eru:
Salný Sif Júlíusdóttir, Jónína Bjarnadóttir, Sigrún Aagot Ottósdóttir, Hafdís Hauksdóttir, Andri Már Óskarsson, Ragnheiður Hrund og Elsa Hreinsdóttir
...