Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað ár byrjuðu forvarnir gegn tóbaksnotkun á Íslandi?

Sveinn Magnússon

Ein elsta og frægasta viðvörun við tóbaksnoktun á Íslandi er kvæði séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) „Tóbak róm ræmir …“1 og umvandanir séra Stefáns Ólafssonar í Vallarnesi (um 1619 – 29. ágúst 1688) sem segir í upphafi Tóbaksádeilu sinnar um 1640 „Læðst hefur inn í landið hrak, lýðir kalla það tóbak.“

Fátt gerist þó í formlegum tóbaksvörnum fyrr en komið er fram á tuttugustu öldina þegar einstaklingar fara að bregðast við vandanum, þótt þekking á skaðseminni væri enn mjög takmörkuð. Jónas Kristjánsson læknir stofnar til dæmis Tóbaksbindindisfélag Sauðárkróks 1929 af mikilli framsýni.

Þekking á skaðsemi tóbaks jókst mjög um miðja öldina og alvarlegar viðvaranir fara að birtast á prenti. Má í þessu sambandi nefna rannsóknir prófessors Níelsar Dungal sem tengdu lungnakrabbamein beint við reykingar. Birtust niðurstöður hans í heimsfrægum læknatímaritum um 1950 og voru með þeim fyrstu sem lýstu þessari hættu.

Fljótlega fara síðan Krabbameinsfélög að standa fyrir fræðslu um skaðsemina og beindist þetta ekki síst að börnum og unglingum enda veitti ekki af, annar hver drengur á aldrinum 12-16 ára reykti um 1960. Fræðslan fór einkum fram í skólum víða um land eða í tengslum við skólastarf.

Fyrstu lagaákvæði sem gagngert miða að því að draga úr reykingum voru sett 1969, þegar viðvaranir komu á sígarettupakka. Árið 1972 voru tóbaksauglýsingar í fjölmiðlum bannaðar samkvæmt lögum og 1977 eru sett sérsök „Lög um ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum“.

Árið 1987 útnefndi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin 31. maí sem dag er helga skal baráttunni gegn reykingum. Íslendingar taka þátt í því og kallast dagurinn „dagur án tóbaks“ eða „tóbakslausi dagurinn“.

1984 settu Íslendingar ný „Lög um tóbaksvarnir“ sem vöktu athygli víða um heim, hert var á viðvörunum, auglýsingabann var einnig hert, takmarkanir voru settar á tóbaksreykingar á ýmsum svæðum fyrir almenning, kveðið á um fast framlag af sölu til tóbaksvarna og fleira.

Síðan hafa endurtekið verið sett lög eða lagabreytingar til að skerpa á tóbaksvörnum, reyklaus svæði verið skilgreind og stækkuð, fjöldi stofnana verið gerðar reyklausar, til dæmis heilbrigðisstofnanir og skólar, fræðsla verið aukin og ýmsum aðgerðum verið hleypt af stokkunum til að takmarka þennan skaðvald. Verulega hefur dregið úr reykingum á Íslandi, en reykingatíðni á Íslandi er nú með því lægsta sem þekkist í heiminum, þótt enn séu afleiðingar tóbaksreykinga algengasta fyrirbyggjanlega dánarorsökin hér á landi.

Mynd:


1 Viðbót frá ritstjórn:

Kvæði séra Hallgríms Péturssonar hljóðar svona:

Tóbak róm ræmir,

remmu framkvæmir,

tungu vel tæmir,

tár af augum flæmir,

háls með hósta væmir,

heilann fordæmir

og andlit afskræmir.

Höfundur

læknir, skrifstofustjóri í velferðarráðuneyti

Útgáfudagur

9.10.2012

Spyrjandi

Kristinn Halldósson

Tilvísun

Sveinn Magnússon. „Hvað ár byrjuðu forvarnir gegn tóbaksnotkun á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 9. október 2012, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24431.

Sveinn Magnússon. (2012, 9. október). Hvað ár byrjuðu forvarnir gegn tóbaksnotkun á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24431

Sveinn Magnússon. „Hvað ár byrjuðu forvarnir gegn tóbaksnotkun á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2012. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24431>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað ár byrjuðu forvarnir gegn tóbaksnotkun á Íslandi?
Ein elsta og frægasta viðvörun við tóbaksnoktun á Íslandi er kvæði séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) „Tóbak róm ræmir …“1 og umvandanir séra Stefáns Ólafssonar í Vallarnesi (um 1619 – 29. ágúst 1688) sem segir í upphafi Tóbaksádeilu sinnar um 1640 „Læðst hefur inn í landið hrak, lýðir kalla það tóbak.“

Fátt gerist þó í formlegum tóbaksvörnum fyrr en komið er fram á tuttugustu öldina þegar einstaklingar fara að bregðast við vandanum, þótt þekking á skaðseminni væri enn mjög takmörkuð. Jónas Kristjánsson læknir stofnar til dæmis Tóbaksbindindisfélag Sauðárkróks 1929 af mikilli framsýni.

Þekking á skaðsemi tóbaks jókst mjög um miðja öldina og alvarlegar viðvaranir fara að birtast á prenti. Má í þessu sambandi nefna rannsóknir prófessors Níelsar Dungal sem tengdu lungnakrabbamein beint við reykingar. Birtust niðurstöður hans í heimsfrægum læknatímaritum um 1950 og voru með þeim fyrstu sem lýstu þessari hættu.

Fljótlega fara síðan Krabbameinsfélög að standa fyrir fræðslu um skaðsemina og beindist þetta ekki síst að börnum og unglingum enda veitti ekki af, annar hver drengur á aldrinum 12-16 ára reykti um 1960. Fræðslan fór einkum fram í skólum víða um land eða í tengslum við skólastarf.

Fyrstu lagaákvæði sem gagngert miða að því að draga úr reykingum voru sett 1969, þegar viðvaranir komu á sígarettupakka. Árið 1972 voru tóbaksauglýsingar í fjölmiðlum bannaðar samkvæmt lögum og 1977 eru sett sérsök „Lög um ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum“.

Árið 1987 útnefndi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin 31. maí sem dag er helga skal baráttunni gegn reykingum. Íslendingar taka þátt í því og kallast dagurinn „dagur án tóbaks“ eða „tóbakslausi dagurinn“.

1984 settu Íslendingar ný „Lög um tóbaksvarnir“ sem vöktu athygli víða um heim, hert var á viðvörunum, auglýsingabann var einnig hert, takmarkanir voru settar á tóbaksreykingar á ýmsum svæðum fyrir almenning, kveðið á um fast framlag af sölu til tóbaksvarna og fleira.

Síðan hafa endurtekið verið sett lög eða lagabreytingar til að skerpa á tóbaksvörnum, reyklaus svæði verið skilgreind og stækkuð, fjöldi stofnana verið gerðar reyklausar, til dæmis heilbrigðisstofnanir og skólar, fræðsla verið aukin og ýmsum aðgerðum verið hleypt af stokkunum til að takmarka þennan skaðvald. Verulega hefur dregið úr reykingum á Íslandi, en reykingatíðni á Íslandi er nú með því lægsta sem þekkist í heiminum, þótt enn séu afleiðingar tóbaksreykinga algengasta fyrirbyggjanlega dánarorsökin hér á landi.

Mynd:


1 Viðbót frá ritstjórn:

Kvæði séra Hallgríms Péturssonar hljóðar svona:

Tóbak róm ræmir,

remmu framkvæmir,

tungu vel tæmir,

tár af augum flæmir,

háls með hósta væmir,

heilann fordæmir

og andlit afskræmir.
...