Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað reykja margir á Íslandi?

EDS

Um langt skeið hafa verið framkvæmdar kannanir til þess að fylgjast með reykingum Íslendinga, og hafa þær verið þrjár til fjórar á ári. Fyrst var það Tóbaksvarnarráð sem stóð fyrir þessum könnunum, þá Lýðheilsustöð og nú Embætti landlæknis. Í könnununum er spurt hversu margir reykja daglega, hversu margir reykja sjaldnar, hversu margir hafa hætt að reykja og hversu margir hafa aldrei reykt. Niðurstöður byggja á svörum um það bil 2400-3000 Íslendinga á aldrinum 15-89 ára á hverju ári og sýna þær að verulega hefur dregið úr reykingum á undanförnum áratugum.

Hlutfall þeirra sem reykja á Íslandi samkvæmt könnunum.

Árið 1989 sögðust 32% þeirra sem þátt tóku í könnununum reykja daglega en árið 2011 var hlutfallið komið niður í 14,5%. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2011 voru 250.332 Íslendingar á aldrinum 18-89 ára. Ef niðurstöður úr könnunum á reykingum eru yfirfærðar á þjóðina alla má því gera ráð fyrir um 36.000 Íslendingar hafi reykt daglega árið 2011.

Kannanirnar árið 2011 sýna jafnframt að tæpur helmingur fullorðinna Íslendinga hefur aldrei reykt og að þriðjungur er hættur að reykja.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

16.4.2003

Spyrjandi

Sigurlína Erla, f. 1991

Tilvísun

EDS. „Hvað reykja margir á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2003, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3349.

EDS. (2003, 16. apríl). Hvað reykja margir á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3349

EDS. „Hvað reykja margir á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2003. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3349>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað reykja margir á Íslandi?
Um langt skeið hafa verið framkvæmdar kannanir til þess að fylgjast með reykingum Íslendinga, og hafa þær verið þrjár til fjórar á ári. Fyrst var það Tóbaksvarnarráð sem stóð fyrir þessum könnunum, þá Lýðheilsustöð og nú Embætti landlæknis. Í könnununum er spurt hversu margir reykja daglega, hversu margir reykja sjaldnar, hversu margir hafa hætt að reykja og hversu margir hafa aldrei reykt. Niðurstöður byggja á svörum um það bil 2400-3000 Íslendinga á aldrinum 15-89 ára á hverju ári og sýna þær að verulega hefur dregið úr reykingum á undanförnum áratugum.

Hlutfall þeirra sem reykja á Íslandi samkvæmt könnunum.

Árið 1989 sögðust 32% þeirra sem þátt tóku í könnununum reykja daglega en árið 2011 var hlutfallið komið niður í 14,5%. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2011 voru 250.332 Íslendingar á aldrinum 18-89 ára. Ef niðurstöður úr könnunum á reykingum eru yfirfærðar á þjóðina alla má því gera ráð fyrir um 36.000 Íslendingar hafi reykt daglega árið 2011.

Kannanirnar árið 2011 sýna jafnframt að tæpur helmingur fullorðinna Íslendinga hefur aldrei reykt og að þriðjungur er hættur að reykja.

Heimildir:...