Alls má rekja eitt af hverjum tíu dauðsföllum fullorðinna í heiminum til reykinga. Nú er svo komið að fleiri deyja af völdum reykinga en vegna alnæmis, lyfjaneyslu (bæði löglegra og ólöglegra lyfja), umferðarslysa, morða og sjálfsvíga samanlagt. Haldi reykingar áfram eins og þær eru í dag er talið að árið 2025 muni þær valda 10 milljónum dauðsfalla árlega. Helmingur þeirra sem reykja í dag, um 650 milljónir, munu að lokum verða tóbakinu að bráð. Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um reykingar og sjúkdóma sem þeim tengjast, til dæmis:
- Hversu margir reykja? eftir EDS
- Hvað reykja margir á Íslandi? eftir EDS
- Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? eftir Öldu Ásgeirsdóttur
- Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamannn? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Eru óbeinar reykingar óhollar? eftir Jakobínu H. Árnadóttur
- Hversu margir deyja úr óbeinum reykingum? eftir Laufeyju Tryggvadóttur
- Hversu margir greinast árlega með krabbamein á Íslandi? eftir Laufeyju Tryggvadóttur
- Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir? eftir Jóhannes Björnsson
- Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá? eftir Magnús Jóhannsson
- Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak? eftir Öldu Ásgeirsdóttur og Emilía Dagnýju Sveinbjörnsdóttur