Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hversu margir deyja úr óbeinum reykingum?

Laufey Tryggvadóttir

Fyrst skal bent á yfirgripsmikla samantekt um tengsl beinna og óbeinna reykinga og lungnakrabbameins í riti Alþjóðlegu rannsóknarstofnunarinnar í krabbameinsfræðum (IARC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá árinu 2004. Þar kemur fram að enginn vafi leikur lengur á því að óbeinar reykingar valda raunverulegri og umtalsverðri aukningu á krabbameinsáhættu. Einnig hefur verið sýnt fram á þessi tengsl með líffræðilegum rannsóknum, en krabbameinsvaldandi efni úr tóbaksreyk mælast í þvagi fólks sem ekki reykir ef það verður fyrir óbeinum reykingum.



Börn eru mjög viðkvæm fyrir óbeinum reykingum.

Með aðferðum faraldsfræðinnar er hægt að reikna út það hlutfall lungnakrabbameins sem rekja má hér á landi til óbeinna reykinga (population attributable risk percent). Þrjár forsendur liggja til grundvallar útreikningunum. Í fyrsta lagi þarf að þekkja áhættuaukninguna, en hún er áætluð vera 30% vegna reykinga á heimilum og 20% á vinnustöðum. Í öðru lagi þarf mat á því hversu stór hluti þeirra landsmanna sem reykja ekki sjálfir verður fyrir óbeinum reykingum, en talsverð óvissa er um þá forsendu. Í þriðja lagi þarf tölur um það hversu margir veikjast hér árlega af lungnakrabbameini, en samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskránni eru það að meðaltali 115 manns.

Ef við reiknum með að 15% fullorðinna verði fyrir óbeinum reykingum á heimilum sínum og 10% á vinnustöðum fæst sú niðurstaða að 4,3% árlegs nýgengis (4,9 einstaklingar) skýrist af reykingum á heimilum og 2% árlegs nýgengis (2,3 einstaklingar) skýrist af reykingum á vinnustöðum. Miðað við þá forsendu fá því rúmlega 7 manns árlega lungnakrabbamein vegna óbeinna reykinga á Íslandi.

Vegna óvissu um það hversu stór hluti þjóðarinnar verður fyrir reykingum annarra er fremur ólíklegt að niðurstaðan hér að ofan sé nákvæm. Vel getur verið að hlutfall reykinga á heimilum og vinnustöðum sé orðið lægra en 15% og 10%. En myndunartími lungnakrabbameins er um 15–20 ár og því eru það reykingavenjur liðinna áratuga sem skýra núverandi nýgengi reykingatengdra krabbameina. Þar sem reykingar á heimilum og vinnustöðum voru mun algengari fyrir nokkrum áratugum þyrfti í útreikningum að miða við talsvert hærra hlutfall en það sem við á nú.

Hið sama gildir ef reynt er að yfirfæra tölur frá öðrum löndum á Ísland, að mest óvissa er um það hversu sambærileg löndin eru með tilliti til þess hve stórt hlutfall þjóðarinnar verður fyrir óbeinum reykingum. En með þeim fyrirvara er samt athyglisvert að skoða breskar tölur varðandi heildarfjölda einstaklinga sem deyja vegna óbeinna reykinga af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og lungnakrabbameins. Þessar tölur birtust 2. mars 2005 í grein í læknaritinu British Medical Journal, en þar var áætlað að 11.300 manns deyi árlega í Bretlandi vegna reykinga annarra. Þetta svarar til þess, miðað við mannfjölda á Íslandi, að 56 Íslendingar látist á ári vegna reykinga annarra, þar af 16 manns á aldrinum 20–64 ára.



Margir verða fyrir óbeinum reykingum á skemmtistöðum.

Þótt útreikningar sem þessir geti aldrei orðið nákvæmir gefa þeir nokkuð góðar vísbendingar og ekki þarf að fara í grafgötur með það að á hverju ári deyja ennþá margir Íslendingar vegna reykinga annarra. Jafnframt er það vitað, að eftir því sem dregur úr reykingum dregur jafnt og þétt úr sjúkdómum og dauðsföllum vegna reyks frá öðrum. Loks er það alkunna að mikill fjöldi fólks, sérstaklega ungmenna, sækir reglulega veitingahús og skemmtistaði eða stundar þar vinnu og kemur þaðan út reykmettaður. Þessir staðir hljóta í dag að vera helsta uppspretta sjúkdóma og dauðsfalla af völdum reykinga hjá þeim sem hafa valið að reykja ekki, en um 80% einstaklinga á aldrinum 18–69 ára eru í þeim hópi.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um reykingar, til dæmis:

Hægt er að nálgast fleiri svör um reykingar með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Myndir:


Þetta svar er af heimasíðu Krabbameinsfélagsins og hefur birst sem grein í Morgunblaðinu.

Höfundur

Laufey Tryggvadóttir

faraldsfræðingur, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands

Útgáfudagur

1.3.2007

Spyrjandi

Erna Ósk Steinarsdóttir

Tilvísun

Laufey Tryggvadóttir. „Hversu margir deyja úr óbeinum reykingum?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6515.

Laufey Tryggvadóttir. (2007, 1. mars). Hversu margir deyja úr óbeinum reykingum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6515

Laufey Tryggvadóttir. „Hversu margir deyja úr óbeinum reykingum?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6515>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margir deyja úr óbeinum reykingum?
Fyrst skal bent á yfirgripsmikla samantekt um tengsl beinna og óbeinna reykinga og lungnakrabbameins í riti Alþjóðlegu rannsóknarstofnunarinnar í krabbameinsfræðum (IARC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá árinu 2004. Þar kemur fram að enginn vafi leikur lengur á því að óbeinar reykingar valda raunverulegri og umtalsverðri aukningu á krabbameinsáhættu. Einnig hefur verið sýnt fram á þessi tengsl með líffræðilegum rannsóknum, en krabbameinsvaldandi efni úr tóbaksreyk mælast í þvagi fólks sem ekki reykir ef það verður fyrir óbeinum reykingum.



Börn eru mjög viðkvæm fyrir óbeinum reykingum.

Með aðferðum faraldsfræðinnar er hægt að reikna út það hlutfall lungnakrabbameins sem rekja má hér á landi til óbeinna reykinga (population attributable risk percent). Þrjár forsendur liggja til grundvallar útreikningunum. Í fyrsta lagi þarf að þekkja áhættuaukninguna, en hún er áætluð vera 30% vegna reykinga á heimilum og 20% á vinnustöðum. Í öðru lagi þarf mat á því hversu stór hluti þeirra landsmanna sem reykja ekki sjálfir verður fyrir óbeinum reykingum, en talsverð óvissa er um þá forsendu. Í þriðja lagi þarf tölur um það hversu margir veikjast hér árlega af lungnakrabbameini, en samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskránni eru það að meðaltali 115 manns.

Ef við reiknum með að 15% fullorðinna verði fyrir óbeinum reykingum á heimilum sínum og 10% á vinnustöðum fæst sú niðurstaða að 4,3% árlegs nýgengis (4,9 einstaklingar) skýrist af reykingum á heimilum og 2% árlegs nýgengis (2,3 einstaklingar) skýrist af reykingum á vinnustöðum. Miðað við þá forsendu fá því rúmlega 7 manns árlega lungnakrabbamein vegna óbeinna reykinga á Íslandi.

Vegna óvissu um það hversu stór hluti þjóðarinnar verður fyrir reykingum annarra er fremur ólíklegt að niðurstaðan hér að ofan sé nákvæm. Vel getur verið að hlutfall reykinga á heimilum og vinnustöðum sé orðið lægra en 15% og 10%. En myndunartími lungnakrabbameins er um 15–20 ár og því eru það reykingavenjur liðinna áratuga sem skýra núverandi nýgengi reykingatengdra krabbameina. Þar sem reykingar á heimilum og vinnustöðum voru mun algengari fyrir nokkrum áratugum þyrfti í útreikningum að miða við talsvert hærra hlutfall en það sem við á nú.

Hið sama gildir ef reynt er að yfirfæra tölur frá öðrum löndum á Ísland, að mest óvissa er um það hversu sambærileg löndin eru með tilliti til þess hve stórt hlutfall þjóðarinnar verður fyrir óbeinum reykingum. En með þeim fyrirvara er samt athyglisvert að skoða breskar tölur varðandi heildarfjölda einstaklinga sem deyja vegna óbeinna reykinga af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og lungnakrabbameins. Þessar tölur birtust 2. mars 2005 í grein í læknaritinu British Medical Journal, en þar var áætlað að 11.300 manns deyi árlega í Bretlandi vegna reykinga annarra. Þetta svarar til þess, miðað við mannfjölda á Íslandi, að 56 Íslendingar látist á ári vegna reykinga annarra, þar af 16 manns á aldrinum 20–64 ára.



Margir verða fyrir óbeinum reykingum á skemmtistöðum.

Þótt útreikningar sem þessir geti aldrei orðið nákvæmir gefa þeir nokkuð góðar vísbendingar og ekki þarf að fara í grafgötur með það að á hverju ári deyja ennþá margir Íslendingar vegna reykinga annarra. Jafnframt er það vitað, að eftir því sem dregur úr reykingum dregur jafnt og þétt úr sjúkdómum og dauðsföllum vegna reyks frá öðrum. Loks er það alkunna að mikill fjöldi fólks, sérstaklega ungmenna, sækir reglulega veitingahús og skemmtistaði eða stundar þar vinnu og kemur þaðan út reykmettaður. Þessir staðir hljóta í dag að vera helsta uppspretta sjúkdóma og dauðsfalla af völdum reykinga hjá þeim sem hafa valið að reykja ekki, en um 80% einstaklinga á aldrinum 18–69 ára eru í þeim hópi.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um reykingar, til dæmis:

Hægt er að nálgast fleiri svör um reykingar með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Myndir:


Þetta svar er af heimasíðu Krabbameinsfélagsins og hefur birst sem grein í Morgunblaðinu....